Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi.
Ingibjörg synti á tímanum 29.23 sekúndur sem var tólfti besti tíminn í undanrásunum og aðeins fimm hundruðustu frá sínum besta tíma, 29.18 sekúndum.
Íslandsmetið í greininni er í eigu Söruh Bateman Blake. Hún setti það á Íslandsmótinu innanhúss í vetur og er sléttar 29 sekúndur.
Jóhanna Gerður Gústafsdóttir úr Ægi keppti einnig í sundinu og kom í mark eftir 31.48 sekúndur. Tíminn var sá lakasti í undanrásunum.
Ingibjörg Kristín í undanúrslit í 50 metra baksundi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn