Viðskipti erlent

Facebook mun opna vefverslun

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Facebook fer á hlutabréfamarkað í sumar.
Facebook fer á hlutabréfamarkað í sumar. mynd/AP
Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna.

Facebook tilkynnti opnun verslunarinnar á blogg-svæði sínu í gær. Öll helstu smáforrit verða á boðstólum í versluninni en þau munu virka samhliða vefsíðunni. Þá munu hugbúnaðarframleiðendur hafa frjálsar hendur um verðlagningu á forritunum.

Samskiptasíðan, sem fer á hlutabréfamarkað í sumar, hefur átt í miklum erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun en fyrirtækið birtir ekki auglýsingar í smáforritum sínum.

Mikið liggur undir hjá fyrirtækinu. Stór hluti notenda Facebook — sem eru um 900 milljón talsins — heimsækja síðuna í gegnum snjallsíma. Vongóðir fjárfestar hafa því lýst yfir áhyggjum sínum vegna skorts á tekjum í gegnum snjallsímanotkun.

Facebook mun því feta í fótspor tæknirisanna Apple og Google en sölutekjur vefverslana þeirra hafa numið tugum milljarða króna árlega frá því að þær opnuðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×