Facebook mun opna vefverslun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 12:49 Facebook fer á hlutabréfamarkað í sumar. mynd/AP Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Facebook tilkynnti opnun verslunarinnar á blogg-svæði sínu í gær. Öll helstu smáforrit verða á boðstólum í versluninni en þau munu virka samhliða vefsíðunni. Þá munu hugbúnaðarframleiðendur hafa frjálsar hendur um verðlagningu á forritunum. Samskiptasíðan, sem fer á hlutabréfamarkað í sumar, hefur átt í miklum erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun en fyrirtækið birtir ekki auglýsingar í smáforritum sínum. Mikið liggur undir hjá fyrirtækinu. Stór hluti notenda Facebook — sem eru um 900 milljón talsins — heimsækja síðuna í gegnum snjallsíma. Vongóðir fjárfestar hafa því lýst yfir áhyggjum sínum vegna skorts á tekjum í gegnum snjallsímanotkun. Facebook mun því feta í fótspor tæknirisanna Apple og Google en sölutekjur vefverslana þeirra hafa numið tugum milljarða króna árlega frá því að þær opnuðu. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna. Facebook tilkynnti opnun verslunarinnar á blogg-svæði sínu í gær. Öll helstu smáforrit verða á boðstólum í versluninni en þau munu virka samhliða vefsíðunni. Þá munu hugbúnaðarframleiðendur hafa frjálsar hendur um verðlagningu á forritunum. Samskiptasíðan, sem fer á hlutabréfamarkað í sumar, hefur átt í miklum erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun en fyrirtækið birtir ekki auglýsingar í smáforritum sínum. Mikið liggur undir hjá fyrirtækinu. Stór hluti notenda Facebook — sem eru um 900 milljón talsins — heimsækja síðuna í gegnum snjallsíma. Vongóðir fjárfestar hafa því lýst yfir áhyggjum sínum vegna skorts á tekjum í gegnum snjallsímanotkun. Facebook mun því feta í fótspor tæknirisanna Apple og Google en sölutekjur vefverslana þeirra hafa numið tugum milljarða króna árlega frá því að þær opnuðu.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira