Jamie Dimon: Svona á ekki að stunda viðskipti Magnús Halldórsson skrifar 12. maí 2012 11:34 Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan Chase. „Svona á ekki að stunda viðskipti," sagði Jamie Dimon, forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, í viðtali við New York Times í dag, og vitnaði til viðskipta bankans með fyrirtækjaskuldabréf sem bankinn tapaði tveimur milljörðum dala á. Bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta hraðar úr kútnum en hann hefur gert, og var mikil áhætta tekin í þeim viðskiptum. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bókfærði bankinn tveggja milljarða dala tap, eins og áður segir, eða sem nemur um 250 milljörðum króna. Tap bankans á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er um einn milljarður dala eða sem nemur 125 milljörðum króna. Markaðsvirði JP Morgan hefur fallið um rúmlega 10 prósent frá því tilkynnt var um tapið, og hefur hópur stórra hluthafa óskað eftir auka hluthafafundi með stjórnendum sínum, þar sem svara er krafist um hvernig í ósköpunum þetta gat gerst. Jamie Dimon, hinn virti forstjóri JP Morgan, er nú undir miklum þrýstingi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. "Ég skil óánægjuna vel. Það voru gerð mistök sem eru óafsakanleg, en við munum reyna að bæta fyrir þau með því að gera ekki sömu mistökin aftur," sagði Dimon á blaðamannafundi við lokun markað í gær. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Svona á ekki að stunda viðskipti," sagði Jamie Dimon, forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, í viðtali við New York Times í dag, og vitnaði til viðskipta bankans með fyrirtækjaskuldabréf sem bankinn tapaði tveimur milljörðum dala á. Bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta hraðar úr kútnum en hann hefur gert, og var mikil áhætta tekin í þeim viðskiptum. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bókfærði bankinn tveggja milljarða dala tap, eins og áður segir, eða sem nemur um 250 milljörðum króna. Tap bankans á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er um einn milljarður dala eða sem nemur 125 milljörðum króna. Markaðsvirði JP Morgan hefur fallið um rúmlega 10 prósent frá því tilkynnt var um tapið, og hefur hópur stórra hluthafa óskað eftir auka hluthafafundi með stjórnendum sínum, þar sem svara er krafist um hvernig í ósköpunum þetta gat gerst. Jamie Dimon, hinn virti forstjóri JP Morgan, er nú undir miklum þrýstingi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. "Ég skil óánægjuna vel. Það voru gerð mistök sem eru óafsakanleg, en við munum reyna að bæta fyrir þau með því að gera ekki sömu mistökin aftur," sagði Dimon á blaðamannafundi við lokun markað í gær.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira