Handbolti

Ólafur Bjarki og Stella valin best í handboltanum

Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Það var mikið um dýrðir í kvöld þegar lokahóf HSÍ fór fram. Þau Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK og Stella Sigurðardóttir frá Fram voru valin leikmenn ársins á hófinu.

Ólafur Bjarki var aðalmaðurinn í liði HK sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Stella aftur á móti yfirburðamanneskja í N1-deildinni en hennar lið, Fram, varð þrátt fyrir það að sætta sig við silfurverðlaun á Íslandsmótinu í dag.

Hér að neðan má sjá lista yfir alla verðlaunahafa kvöldsins.

N1-deildin 2011-2012 Úrvalslið karla lið ársins.

Markvörður: Aron Rafn Eðvarðsson - Haukar

Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson - HK

Vinstra horn: Bjarki Már Elísson - HK

Vinstri skytta: Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK

Hægra horn: Gylfi Gylfason - Haukar

Hægri skytta: Bjarni Fritzson - Akureyri

Miðjumaður: Örn Ingi Bjarkason - FH

N1-deildin 2011-2012 Úrvalslið kvenna lið ársins.

Markvörður: Florentina Stanciu, ÍBV

Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Valur

Vinstri skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram

Hægra horn: Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan

Hægri skytta: Þorgerður Anna Atladóttir, Valur

Miðjumaður: Ester Óskarsdóttir, ÍBV

Verðlaunahafar:

Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2012: Guðný Jenny Ásmundsdóttir - Valur

Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2012: Bjarki Már Elísson - HK

Unglingabikar HSÍ 2012: ÍR

Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2012: Atli Kristinsson – Selfoss með 139 mörk

Markahæsti leikmaður N1 deildar kvenna 2012: Sólveig Lára Kjærnested – Stjörnunni með 131 mark

Markahæsti leikmaður N1 deildar karla 2012: Bjarni Fritzson – Akureyri með 163 mörk

Besti varnarmaður 1.deildar karla 2012: Sigurður Örn Karlsson - Víkingur

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2012: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir - Valur

Besti varnarmaður N1 deildar karla 2012: Matthías Árni Ingimarsson - Haukar

Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2012: Atli Kristinsson – Selfoss

Besti sóknarmaður N1 deildar kvenna 2012: Stella Sigurðardóttir - Fram

Besti sóknarmaður N1 deildar karla 2012: Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK

Besti markmaður 1.deildar karla 2012: Kristófer Fannar Guðmundsson – ÍR

Besti markmaður N1 deildar kvenna 2012: Florentina Stanciu - ÍBV

Besti markmaður N1 deildar karla 2012: Aron Rafn Eðvarðsson – Haukar

Besta dómaraparið 2012: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson

Sigríðarbikarinn 2012: Stella Sigurðardóttir - Fram

Valdimarsbikarinn 2012: Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK

Besti Þjálfari í 1.deild karla 2012: Bjarki Sigurðsson - ÍR

Besti þjálfari í N1 deild kvenna 2012: Stefán Arnarson - Valur

Besti þjálfari í N1 deild karla 2012: Aron Kristjánsson - Haukar

Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2012: Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV

Efnilegasti leikmaður N1 deildar kvenna 2012: Heiðrún Björk Helgadóttir - HK

Efnilegasti leikmaður N1 deildar karla 2012: Böðvar Páll Ásgeirsson - Afturelding

Leikmaður ársins í 1.deild karla 2012: Davíð Georgsson - ÍR

Besti leikmaður í N1 deild kvenna 2012: Stella Sigurðardóttir - Fram

Besti leikmaður í N1 deild karla 2012: Ólafur Bjarki Ragnarsson - HK






Fleiri fréttir

Sjá meira


×