„Ég verð aldrei þreytt á því að lyfta þessum bikar, enda er ég með frekar góða upphandleggsvöðva," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, eftir að Valur varð Íslandsmeistari kvenna í dag.
Hrafnhildur Ósk átti stórleik og dró vagninn fyrir sitt lið, einu sinni sem oftar.
„Við vorum aðeins stressaðar til að byrja með en unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn. Ég vissi allan tímann að við myndum taka þennan bikar. Það var þvílík geðveiki í augunum á stelpunum fyrir leik og maður sá strax þá í hvað stefndi."
„Það var víst aðsóknarmet slegið hér í dag og aldrei hafa eins margir verið inn í höllinni. Það er bara algjör forréttindi að spila við svona aðstæður og ótrúleg stemmning."
„Ég er ekkert að fara hætta í boltanum og var að skrifa undir 2 ára samning við Val. Ég verð bara betri eftir því sem ég eldist."
Hrafnhildur: Verð bara betri með árunum
Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar
Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn