NBA í nótt: Oklahoma City sópaði meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 10:00 Kevin Durant fagnar með þjálfaranum Scott Brooks. Mynd/AP Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir. NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir.
NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16