Handbolti

Jóna Björg: Einar Andri hefur lært mikið á þessum tveimur árum með Kristjáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Jóna Björg Björgvinsdóttir, formaður Handknattleiksdeildar FH, staðfesti það við Vísir í kvöld að Kristján Arason verði ekki áfram þjálfari karlaliðs FH sem og það að Einar Andri Einarsson verði áfram með liðið.

„Einar Andri verður áfram með liðið. Þetta var bara að gerast fyrir stuttri stundu og stjórnin hefur ekki einu sinni komið saman og rætt það. Hluti af stjórninni er ekki einu sinni á landinu en ég er búin að ræða við Einar Andra og hann verður áfram. Hitt skýrist síðan á næstu dögum," sagði Jóna Björg Björgvinsdóttir í samtali við Vísi.

„Kristján Arason er FH-ingur og handboltaáhugamaður. Ég ræddi við hann í morgun þegar hann kom og tilkynnti mér þetta og ég vonast til þess að geta leitað til hans áfram. Hann samþykkti það alveg," sagði Jóna.

„Kristján kallaði mig á fund í morgun. Hann var samningslaus og við höfðum áhuga á að endurnýja við hann samninginn. Vegna vinnu og persónulegra ástæðna þá ákvað hann að allavega að taka sér frí í eitt ár," segir Jóna.

„Þetta eru búin að vera tvö frábær ár og það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum. Stórir stólpar í Íslandsmeistaraliðinu fara út úr liðinu og við fáum nýjan mannskap og mér finnst það frábær árangur að ná samt í silfur," segir Jóna.

„Einar Andri hefur lært mikið á þessum tveimur árum með Kristjáni og á líka mikið í árangrinum undanfarin ár enda þjálfari af líf og sál. Hann er búinn að vera með marga af þessum strákum síðan að þeir voru ungir," segir Jóna en Einar Andri var búinn að vera með liðið í eitt ár þegar Kristján Arason bættist í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×