Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 22-17 | FH leiðir 2-1 Stefán Hirst Friðriksson í Kaplakrika skrifar 22. apríl 2012 00:01 mynd/stefán FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
FH er komið með 2-1 forskot í undanúrslitarimmunni gegn Akureyri eftir fimm marka sigur í dag. Sigurinn var þó ekki eins auðveldur og tölurnar gefa til kynna. Leikurinn var í járnum nánast allan leikinn en lokakaflinn var FH-inga þó svo þeir væru meira og minna manni færri. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi og var sóknarleikur liðanna nokkuð brösóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleiknum en Akureyringar voru þó skrefinu framar fyrstu tuttugu mínúturnar. Varnarleikur þeirra var virkilega öflugur ásamt því að Sveinbjörn Pétursson, var að verja vel í markinu. Bjarni Fritzsson, leikmaður Akureyri, kom sínum mönnum í tveggja marka forystu, 6-8 þegar tæplega átta mínútur voru eftir af hálfleiknum. Við tók góður kafli hjá FH-ingum og skoruðu þeir fjögur mörk gegn einu marki Akureyringa. Sá leikkafli kom þeim í eins mark forystu undir lok hálfleiksins sem þér héldu og var því staðan 10-9, FH-ingum í vil, þegar flautað var til hálfleiks. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins. Það tók Akureyringa í kringum sjö mínútur að mæta til leiks í hálfleikinn og þéttu þeir vörnina verulega hjá sér á þessum tímapunkti. Þeim tókst að jafna leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum. Liðin skiptust á mörkum á næstu mínútum en það voru FH-ingar sem tóku öll völd á vellinum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þeir voru komnir í þriggja marka forystu, 18-15, þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum og stefndi allt í sigur heimamanna. Þeir héldu þeirri keyrslu áfram og unnu að lokum góðan fimm marka heimasigur, 22-17. Varnir liðanna voru góðar í leiknum og þá sérstaklega FH-vörnin, en hún var virkilega öflug. Einnig geta bæði lið verið sátt með framlag markavarða sinna en leikurinn réðst aðallega á slökum sóknarleik Akureyringa, en þeir náðu sér aldrei á strik í honum í leiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn á Akureyri og geta FH-ingar tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri þar. Kristján: Virkilega öflugir í vörninniEinar Andri á hliðarlínunni í dag.mynd/stefán„Ég er ánægður með þennan sigur hjá okkar mönnum. Við spiluðum virkilega góða vörn í leiknum. Það er ekki oft sem maður heldur góðu liði eins og Akureyringum í sautján mörkum í heilum leik. Sóknarleikurinn var einnig ágætur á köflum hjá okkur," sagði Kristján FH-ingar voru reknir útaf í sextán mínútur á meðan Akureyringar voru einungis reknir útaf í fjórar. Kristján fannst dómgæslan þó ekki halla á sitt lið í leiknum. „Þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um dómgæsluna. Mér fannst nokkrar brottvísanirnar nokkuð ódýrar en annars stóðu dómararnir sig vel," sagði Kristján Arason, þjálfari FH í leikslok.Andri: Þetta er komið gott í bili „Þetta byrjaði svolítið rólega hjá okkur í vörninni en þegar við fórum að gera þetta almennilega small þetta hjá okkur. Við sigldum þessu svo að lokum nokkuð örugglega í höfn," sagði Andri. „Þetta er búið að vera gott einvígi en þetta er komið gott í bili. Við stefnum á sigur á miðvikudaginn," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, í leikslok.Alti íbygginn á línunni í dag.mynd/stefánAtli: Komin þreyta í bæði lið „Við vorum bara slakari í dag. Þetta er einn af þeim lélegri leikjum sem við höfum spilað sóknarlega held ég. Það sem meira var er að við nýttum brottvísanir þeirra virkilega illa í leiknum. Ég er verulega svekktur með sóknarleikinn í dag. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna á miðvikudaginn. Við erum ennþá inn í þessu og við þurfum bara að vinna leikinn á miðvikudaginn og þá er þetta allt opið. Ég hef trú á mínum mönnum, við þurfum bara aðeins að bæta okkar leik. Það er komin þreyta í bæði lið þannig að það er fínt að fá smá tíma núna fram að leik," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyri í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira