Geir átti að bregðast við fundi með bankastjórum Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 15:21 Geir Haarde ræðir við blaðamenn eftir dómsuppkvaðningu. mynd/ friðrik. Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Seðlabankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. Landsdómur segir að upplýsingar um yfirvofandi háska, sem ákærði fékk á fundinum, til viðbótar annarri vitneskju, sem hann bjó yfir eða hlaut að búa yfir á þessum tíma, hafi átt að verða honum sem forsætisráðherra tilefni til að taka málið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi, ef ekki þegar í stað þá að minnsta kosti svo fljótt sem verða mátti. Landsdómur segir að í ljósi aðstæðna og fyrirliggjandi upplýsinga hafi ríkisstjórnin þurft að taka pólitíska ákvörðun um hvort haldið yrði áfram á sömu braut og mörkuð hafði verið við myndun ríkisstjórnarinnar í maí 2007 eða hvort þörf væri á að endurskoða afstöðu ríkisins til bankanna sökum hagsmuna þess og alls almennings. Eftir því sem tíminn leið og hættan varð augljósari, meðal annars vegna upplýsinga, sem Geir bárust frá samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi skylda hans orðið þeim mun ríkari til að beita sér fyrir að málið yrði rannsakað og því síðan ráðið til lykta á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Á meðal þess sem Landsdómur telur að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hefði átt að gera ríkisstjórninni grein fyrir á fundi er fundur sem hann, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, áttu með bankastjórum Seðlabankans. Landsdómur telur að það mat Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans, sem kom fram á umræddum fundi að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf hafi verið rétt. Landsdómur segir að upplýsingar um yfirvofandi háska, sem ákærði fékk á fundinum, til viðbótar annarri vitneskju, sem hann bjó yfir eða hlaut að búa yfir á þessum tíma, hafi átt að verða honum sem forsætisráðherra tilefni til að taka málið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi, ef ekki þegar í stað þá að minnsta kosti svo fljótt sem verða mátti. Landsdómur segir að í ljósi aðstæðna og fyrirliggjandi upplýsinga hafi ríkisstjórnin þurft að taka pólitíska ákvörðun um hvort haldið yrði áfram á sömu braut og mörkuð hafði verið við myndun ríkisstjórnarinnar í maí 2007 eða hvort þörf væri á að endurskoða afstöðu ríkisins til bankanna sökum hagsmuna þess og alls almennings. Eftir því sem tíminn leið og hættan varð augljósari, meðal annars vegna upplýsinga, sem Geir bárust frá samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi skylda hans orðið þeim mun ríkari til að beita sér fyrir að málið yrði rannsakað og því síðan ráðið til lykta á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira