Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 31-36 | Haukum sópað úr úrslitakeppninni Stefán Hirst Friðriksson skrifar 23. apríl 2012 17:01 HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla eftir að hafa sópað deildarmeisturum Hauka úr leik með sigri í leik liðanna í kvöld. Fæstir áttu von á því að undanúrslitarimmu þessara tveggja liða myndi ljúka með 3-0 sigri HK sem endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar. Það var engu að síður raunin og sýndu HK-ingar í kvöld að þeir eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var mikið undir hjá heimamönnum í Haukum fyrir leik, en þeir þurftu á sigri að halda til þess að halda sér á lífi í einvíginu gegn frábæru HK-liði. Jafnræði einkenndi upphafsmínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora. Það voru svo gestirnir í HK sem náðu yfirhöndinni á leiknum í kjölfarið af þvi og voru þeir komnir í fjögurra marka forystu, 7-11, eftir gott mark frá Tandra Má Konráðssyni. HK-ingar héldu góðri vörn og frábærum sóknarleik áfram og voru þeir komnir í fimm marka forystu, þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Haukamenn svöruðu ágætlega á lokaspretti hálfleiksins og tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú mörk, 14-17, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði með eins miklum látum og sá seinni endaði og voru bæði liðin öflug í sóknarleiknum. Haukum tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmlega korter var eftir af leiknum og leikurinn orðinn æsispennandi. HK-ingar svöruðu áhlaupi Hauka fullkomlega og réðu ferðinni næstu mínútur. Þeir komust í stærstu forystu leiksins, 24-29, þegar Bjarki Elísson, skoraði mark úr hraðaupphlaupi. HK-ingar litu aldrei til baka eftir það og voru komnir í sjö marka forystu þegar stutt var eftir af leiknum. Haukum tókst örlítið að minnka muninn undir restina en frábær fimm marka HK-sigur, 31-36, var staðreynd. Vörn og markvarsla HK liðsins var virkilega öflug í leiknum og sóknarleikurinn var stórkostlegur. HK-ingar geta verið virkilega stoltir af framgöngu sinni í einvíginu en sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Það má setja stórt spurningamerki við framgöngu deildar- og bikarmeistara Hauka í einvíginu en þeir virkuðu í rauninni saddir. Vörnin þeirra var ekki á pari ásamt því að markvarslan var nánast engin í kvöld. HK-ingar eru því komnir í úrslit Íslandsmótsins, þar sem þeir eru til alls líklegir. Þeir munu koma til með að mæta annaðhvort FH eða Akureyri en staðan í því einvígi er 2-1, FH í vil.Bjarki: Ekki margir sem höfðu trú á okkur Bjarki Elísson, leikmaður HK, fór á kostum í leiknum í dag og skoraði hann tíu mörk. Hann var vitanlega gríðarlega ánægður í leikslok og sagði að úrslitin væru fyllilega verðskulduð. „Þetta var frábært í dag. Við erum búnir að vera stórkostlegir í þessu einvígi. Við spiluðum frábæra vörn í öllum leikjunum og fengum markvörslu í kjölfarið. Þetta er alveg frábært," „Við vorum ekkert búnir að vinna þá í vetur og voru ekki margir sem höfðu trú á okkur. Við höfðum þó allan tímann trú á verkefninu. Við vorum skipulagðir og eigum þetta fyllilega skilið," bætti Bjarki við. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og frammistöðu liðsins í heild. Við vorum að setja okkur í góðar stöður til þess að skora mörk og voru bara allir að standa sig vel," sagði Bjarki kátur í leikslok.Erlingur: Gríðarlega stoltur af liðinu „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu hérna í dag. Við vorum að mæta góðu Hauka liði en við stóðum okkur frábærlega gegn þeim og eigum þetta svo sannarlega skilið," sagði Erlingur. Aðspurður um úrslitaeinvígið sagði Erlingur að menn væru með hausinn á jörðinni og það væri enginn sérstakur óskamótherji í úrslitunum. „Við erum bara að taka eitt skref í einu hérna. Við eigum okkur engan sérstakan óskamótherja. Það er gaman að fara til Akureyri og það er gaman að fara í Kaplakrikann. Við ætlum bara að hafa gaman á þessum stöðum og standa okkur vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leikslok.Aron: Duttum niður hugarfarslega „Ég er gríðarlega ósáttur við þetta einvígi. Við gáfum færi á okkur í fyrsta leiknum og þeir nýttu sér það. Þeir fundu blóðbragðið snemma og kláruðu þetta að lokum örugglega. Vörnin hjá okkur var engin í einvíginu og eins gott sóknarlið og HK-ingar eru refsa fyrir það," „Það kemur þarna löng tveggja vikna pása fyrir úrslitaeinvígið og er eins og við höfum dottið niður hugarfarslega á þeim tíma. Við náðum okkur þar af leiðandi aldrei almennilega á strik í þessu einvígi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í lok leiks. Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
HK gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í lokaúrslitum N1-deildar karla eftir að hafa sópað deildarmeisturum Hauka úr leik með sigri í leik liðanna í kvöld. Fæstir áttu von á því að undanúrslitarimmu þessara tveggja liða myndi ljúka með 3-0 sigri HK sem endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar. Það var engu að síður raunin og sýndu HK-ingar í kvöld að þeir eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það var mikið undir hjá heimamönnum í Haukum fyrir leik, en þeir þurftu á sigri að halda til þess að halda sér á lífi í einvíginu gegn frábæru HK-liði. Jafnræði einkenndi upphafsmínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora. Það voru svo gestirnir í HK sem náðu yfirhöndinni á leiknum í kjölfarið af þvi og voru þeir komnir í fjögurra marka forystu, 7-11, eftir gott mark frá Tandra Má Konráðssyni. HK-ingar héldu góðri vörn og frábærum sóknarleik áfram og voru þeir komnir í fimm marka forystu, þegar stutt var eftir af hálfleiknum. Haukamenn svöruðu ágætlega á lokaspretti hálfleiksins og tókst þeim að minnka muninn niður í þrjú mörk, 14-17, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði með eins miklum látum og sá seinni endaði og voru bæði liðin öflug í sóknarleiknum. Haukum tókst að minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmlega korter var eftir af leiknum og leikurinn orðinn æsispennandi. HK-ingar svöruðu áhlaupi Hauka fullkomlega og réðu ferðinni næstu mínútur. Þeir komust í stærstu forystu leiksins, 24-29, þegar Bjarki Elísson, skoraði mark úr hraðaupphlaupi. HK-ingar litu aldrei til baka eftir það og voru komnir í sjö marka forystu þegar stutt var eftir af leiknum. Haukum tókst örlítið að minnka muninn undir restina en frábær fimm marka HK-sigur, 31-36, var staðreynd. Vörn og markvarsla HK liðsins var virkilega öflug í leiknum og sóknarleikurinn var stórkostlegur. HK-ingar geta verið virkilega stoltir af framgöngu sinni í einvíginu en sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður. Það má setja stórt spurningamerki við framgöngu deildar- og bikarmeistara Hauka í einvíginu en þeir virkuðu í rauninni saddir. Vörnin þeirra var ekki á pari ásamt því að markvarslan var nánast engin í kvöld. HK-ingar eru því komnir í úrslit Íslandsmótsins, þar sem þeir eru til alls líklegir. Þeir munu koma til með að mæta annaðhvort FH eða Akureyri en staðan í því einvígi er 2-1, FH í vil.Bjarki: Ekki margir sem höfðu trú á okkur Bjarki Elísson, leikmaður HK, fór á kostum í leiknum í dag og skoraði hann tíu mörk. Hann var vitanlega gríðarlega ánægður í leikslok og sagði að úrslitin væru fyllilega verðskulduð. „Þetta var frábært í dag. Við erum búnir að vera stórkostlegir í þessu einvígi. Við spiluðum frábæra vörn í öllum leikjunum og fengum markvörslu í kjölfarið. Þetta er alveg frábært," „Við vorum ekkert búnir að vinna þá í vetur og voru ekki margir sem höfðu trú á okkur. Við höfðum þó allan tímann trú á verkefninu. Við vorum skipulagðir og eigum þetta fyllilega skilið," bætti Bjarki við. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og frammistöðu liðsins í heild. Við vorum að setja okkur í góðar stöður til þess að skora mörk og voru bara allir að standa sig vel," sagði Bjarki kátur í leikslok.Erlingur: Gríðarlega stoltur af liðinu „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu hérna í dag. Við vorum að mæta góðu Hauka liði en við stóðum okkur frábærlega gegn þeim og eigum þetta svo sannarlega skilið," sagði Erlingur. Aðspurður um úrslitaeinvígið sagði Erlingur að menn væru með hausinn á jörðinni og það væri enginn sérstakur óskamótherji í úrslitunum. „Við erum bara að taka eitt skref í einu hérna. Við eigum okkur engan sérstakan óskamótherja. Það er gaman að fara til Akureyri og það er gaman að fara í Kaplakrikann. Við ætlum bara að hafa gaman á þessum stöðum og standa okkur vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK í leikslok.Aron: Duttum niður hugarfarslega „Ég er gríðarlega ósáttur við þetta einvígi. Við gáfum færi á okkur í fyrsta leiknum og þeir nýttu sér það. Þeir fundu blóðbragðið snemma og kláruðu þetta að lokum örugglega. Vörnin hjá okkur var engin í einvíginu og eins gott sóknarlið og HK-ingar eru refsa fyrir það," „Það kemur þarna löng tveggja vikna pása fyrir úrslitaeinvígið og er eins og við höfum dottið niður hugarfarslega á þeim tíma. Við náðum okkur þar af leiðandi aldrei almennilega á strik í þessu einvígi," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í lok leiks.
Olís-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira