Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 39-23 | Valur í úrslitin Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2012 17:48 Mynd/Anton Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Stjörnunni 39-23 og einvígið 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta gegn Fram. Það voru ekki liðnar margar mínútur af leiknum þegar ljóst var hvert stefndi. Valur skoraði sex fyrstu mörk leiksins og var alls fjórtán mörkum yfir í hálfleik 20-6 og úrslitin í raun ráðin. Valur lék allan tímann af fullum krafti og gaf Stjörnunni aldrei neina von. Bæði lið leyfðu varamönnum að spila lungan úr seinni hálfleik og var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Stjarnan hafði aldrei trú á verkefninu og stóð aðeins Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir sínu í liðinu en hún skoraði 10 mörk og var dugleg að reyna á sama tíma og margir samherjar hennar létu sér fátt um finnast. Getumunurinn á liðunum er mikill en með smá baráttu hefði Stjarnan getað fallið úr leik með einhverri reisn. Sú var ekki raunin og Valur hefði hæglega getað unnið enn stærri sigur. Þorgerður Anna: Þjálfarinn þeirra kveikti í okkur"Þetta var eiginlega bara létt. Þjálfarinn þeirra var búinn að gefa það út að þær ættu ekki séns og ég verð að segja að það séu mjög óviðeigandi skilaboð til þeirra leikmanna. Þær koma með hálfum huga inn í þennan leik og þetta kveikti enn frekar í okkur. Við ætluðum að klára þetta með stæl eins og við gerðum," sagði Þorgerður Anna Atladóttir að leiknum loknum. "Við vorum mun ákveðnar og vildum þetta mun meira. Þetta var alls ekki búið einvígi, ef þær hefðu unnið í kvöld hefði þetta hæglega getað farið í fimm leiki en þetta var eiginlega búið í þeirra huga fyrir leikinn sem er sorglegt." "Lokatölurnar sýna ekki getu Stjörnuliðsins, þær eru með frábært lið en þær höfðu ekki trú á þessu og við nýttum okkur það," sagði Þorgerður sem fékk mikla hvíld í seinni hálfleik líkt og fleiri byrjunarliðsmenn en hún skoraði 9 af 11 mörkum sínum í fyrri hálfleik. "Við rúlluðum á mörgum leikmönnum og höfum gert það í öllum leikjunum sem skiptir miklu máli fyrir framhaldið," sagði Þorgerður Anna að lokum. Stefán: Keyrum alltaf á fullum krafti"Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Við ákváðum að einbeita okkur að þessari rimmu og klára hana. Nú er það komið. Þó maður sé 2-0 yfir og með betra lið þá er þetta aldrei öruggt og við ætluðum að klára þetta og komast í úrslit," sagði Stefán Arnarsson þjálfari Vals í leikslok. "Það má hrósa leikmönnum Valsliðsins að þó allir séu að hrósa liðinu og segja hvað það er gott þá keyrir liðið alltaf á fullum krafti og það hefur skilað þessum titlum hingað til," sagði Stefán sem metur möguleikana gegn Fram jafna. "Fram er með mjög gott lið og ég held að þetta verði skemmtilegar viðureignir sem geta farið á hvorn vegin sem er," sagði Stefán. Gústaf: Ekkert upp á okkar árangur að klaga"Einvíginu lauk verðskuldað 3-0 fyrir Val og ég tel bara jákvætt að hafa þó komist þetta langt í mótinu og þegar veturinn er gerður upp erum við í undanúrslitum í N1 deildinni, undanúrslitum í deildarbikar, undanúrslitum í bikar og í sæti 4 í deildinni og ég held að miðað við allt og allt er ekkert upp á okkar árangur að klaga. Við vorum bara að eiga við erfið lið þarna efst uppi," sagði Gústaf Adolf Björnsson þjálfari Stjörnunnar. "Ef menn setja þetta upp með raunsæisgleraugum þá sjá það allir að munurinn á liðunum er of mikill. Þegar góðir kaflar nást eins og í leik tvö gegn Val þar sem við leiðum eftir 20 mínútur með góðri vörn og frábærri markvörslu þá gleðjast menn en það stóð of stutt yfir," sagði Gústaf en Stjarnan náði engum slíkum kafla í leiknum í kvöld. "Valsmenn voru einbeittir í leiknum og ætluðu að klára þetta 3-0 til að lengja hjá sér pásuna fyrir úrslitarimmuna og það gerðu þær sannfærandi," sagði Gústaf að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira