Íslenski boltinn

Quashie sá rautt í sínum fyrsta leik með ÍR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Quashie í leik með QPR í deildabikarnum árið 2010.
Quashie í leik með QPR í deildabikarnum árið 2010. Nordic Photos / Getty Images
Englendingurinn Nigel Quashie fékk að líta rauða spjaldið skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrsta leik sínum með ÍR í kvöld. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu.

Quashie kom inn á í hálfleik í æfingaleik ÍR gegn Selfossi á Eyrarbakka í kvöld. ÍR-ingar voru marki undir í hálfleik og syrti í álinn þegar Quashie sá rautt fyrir brot um miðjan síðari hálfleikinn.

Viðar Örn Kjartansson, framherji Selfyssinga, bætti við tveimur mörkum fyrir Selfoss sem hafði sigur 3-0. Selfoss leikur í efstu deild íslenska boltans í sumar eftir að hafa hafnað í öðru sæti 1. deildar á síðustu leiktíð. ÍR leikur í 1. deild í sumar líkt og undanfarin ár.

Koma Quashie í íslenska knattspyrnu hefur vakið mikla athygli enda á kappinn að baki fjölmarga leiki í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×