Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 68-71 | Grindavík komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2012 16:16 Mynd/vilhelm Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Giordan Watson var maðurinn á bak við sigur Grindvíkinga en hann skoraði 12 af 24 stigum sínum í lokahlutanum og fór að skora þegar ekkert hafði gengið hjá liðinu í langan tíma. Grindvíkingar tóku frumkvæðið í byrjun en Jovan Zdravevski fór fyrir góðum spretti Stjörnumanna í lok fyrsta leikhluta sem skilaði liðinu 19-18 forystu við lok hans. Grindvíkingar tóku aftur frumkvæðið í öðrum leikhluta með J'Nathan Bullock í fararbroddi og voru sex stigum yfir í hálfleik, 39-33, eftir magnaðan hraðaupphlaupsþrist frá Ólafi Ólafssyni, spjaldið og ofaní af löngu færi um leið og leikklukkan rann út. Stjörnumenn vöknuðu í seinni hálfleik og komu sér inn í leikinn á frábærri baráttu og góðri vörn en Grindvíkingar skoruðu meðal annars ekki í tæpar sex mínútur í fjórða leikhlutanum. Það reyndist þeim aftur á móti dýrt að missa Renato Lindmets af velli með fimm vilur þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Grindvíkingar voru síðan sterkari á lokasprettinum og lönduðu mikilvægum sigri. Það kemur fátt í veg fyrir það að Grindavíkurliðið spili til úrslita um titilinn í ár. Liðið á enn mikið inni og getur spilað miklu betur en í kvöld. Stjörnumenn vita að þeir misstu í kvöld af tækifærinu til að gera þetta að seríu.Stjarnan-Grindavík 68-71 (19-18, 14-21, 20-12, 15-20)Stjarnan: Justin Shouse 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst, Keith Cothran 14/9 fráköst, Guðjón Lárusson 6, Renato Lindmets 6/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 6/4 fráköst/5 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3, Sigurjón Örn Lárusson 2, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Grindavík: Giordan Watson 24/6 fráköst/8 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 13/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Ryan Pettinella 3/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Helgi Jónas: Ætlum ekki að hleypa þeim inn í seríuna á mánudaginnmynd/vilhelm„Það er gott að komast með sigur út úr þessum leik. Við vorum ekki að spila fallegan körfubolta og Stjarnan ekki heldur. Við höfðum þetta af," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur. „Við erum búnir að vera í svona aðstöðu áður að þurfa að klára jafna leiki og höfum unnið. Það er að skila okkur hérna. Watson steig upp í kvöld og var frábær," sagði Helgi Jónas og það eru orð að sönnu því Giordan Watson skoraði 12 af 24 stigum sínum á lokakafla leiksins. „Við ætlum bara að vinna næsta leik og ef við erum gerum það þá erum við komnir í úrslit. Við ætlum ekki að fara fram úr sjálfum okkur. Við erum með 2-0 forskot en ætlum ekki að hleypa þeim inn í seríuna á mánudaginn," sagði Helgi Jónas. Teitur: Þetta er heljarinnar veggur að klífamynd/vilhelm„Þetta var alveg ömurlegt og gríðarlega svekkjandi tap fyrir okkur," sagði Teitur Örlugsson, þjálfari Stjörnunnar en hans menn voru sjö stigum yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. „Vörnin var algjörlega til fyrirmyndar en við verðum að skora hinum megin. Við gerðum okkur seka um klaufaskap. Renato var að fá tæknivillu og skítavillur undir körfunni þar sem hann á ekki möguleika í frákast. Hann þurfti ekki að ýta eitt eða neitt en Siggi seldi það kannski. Þannig er körfuboltinn," sagði Teitur um fimmtu villuna á Renato Lindmets sem þýddi að liðið lék án hans síðustu þrjár mínúturnar. „Hann er akkerið í vörninni og var búinn að vera frábær í vörninni í þessum leik þótt að hann hafi ekki verið að gera mikið í sókninni," sagði Teitur. Stjörnumenn voru mjög daufir framan af leik en vöknuðu í þeim seinni og það var nálægt því að skila þeim sigri. „Sumir menn hjá okkur eru svolítið smeykir og við vorum að hitta mjög illa utan af velli í fyrri hálfleik. Þú verður bara að hitta þessum skotum. Núna þurfum við bara að fara út í Grindavík og vinna á mánudaginn. Þetta er heljarinnar veggur að klífa en við verðum að ráðast á hann og láta reyna á það," sagði Teitur. Þorleifur: Við vorum lélegir í þessum leikmynd/vilhelmÞorleifur Ólafsson skoraði 10 stig fyrir Grindavík í kvöld og þar á meðal var mikilvæg þriggja stiga karfa á lokasprettinum. Hann var kátur í leikslok. „Watson var sem betur fer öflugur fyrir okkur í lokin því við vorum lélegir í þessum leik. Hann hjálpaði okkur að klára þetta," sagði Þorleifur Ólafsson um Giordan Watson, besta mann Grindavíkur í leiknum. „Þetta lítur vel út en við höfum ekki verið sannfærandi í þessum tveimur fyrstu leikjum þrátt fyrir að við höfum unnið þá. Þetta er alls ekki búið og það þarf að vinna þrjá leiki. Tveir sigurleikir koma okkur ekki áfram. Við þurfum að vinna einn leik í viðbót og við þurfum að bæta mikið til þess að það gerist," sagði Þorleifur en Grindavikurliðið kom til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. „Watson sagði það við okkur í leikhléi að þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Við höfum lent í þessu margoft og hann sagði að þetta væri bara okkar leikur. Það var alveg rétt hjá honum. Við höfum komið til baka í leikjum og náð að klára þá og við gerðum það sem betur fer í kvöld," sagði Þorleifur. Grindavíkurliðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur en voru þeir farnir að örvænta eitthvað. „Nei, því þeir voru ekki að skora neitt á meðan. Við vorum því rólegir en það var samt alltof mikið vesen í sókninni hjá okkur. Við þurfum að laga það, fá betri skot og setja þau niður," sagði Þorleifur. „Það væri frábært að komast í úrslitin á mánudaginn en við þurfum að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram. Stjarnan er ekkert búin að gefast upp og við þurfum því að vera tilbúnir í næsta leik," sagði Þorleifur. Giordan Watson: Tel mig geta tekið af skarið þegar liðið þarf á því að haldamynd/vilhelmGiordan Watson, leikstjórnandi Grindvíkinga, var hetja liðsins í kvöld en hann skoraði 12 af 24 stigum sínum á lokasprettinum og átti þá auk þess tvær stoðsendingar á félaga sína. Grindavík vann síðustu fjórar mínúturnar 17-7 og tryggði sér þriggja stiga sigur. „Þetta var frábær sigur á erfiðum útivelli. Við héldum áfram að berjast allan tímann því þeir voru að spila vel í kvöld og það var mikil orka og baráttuandi í þeirra liði. Við héldum bara áfram að berjast í 40 mínútur og það skilaði sigrinum," sagði Giordan Watson. „Ég vildi taka af skarið í lokin því það er eitthvað sem ég tel mig geta þegar liðið mitt þarf á því að halda," sagði Giordan Watson um lokakafla leiksins. Hann setti líka niður mjög mikilvæga körfu þegar Grindavíkurliðið var ekki búið að skora í tæpar sex mínútur í fjórða leikhlutanum. „Sú karfa var stór fyrir okkur því sóknarleikurinn var ekki að ganga og það fór ekkert niður. Við þurftum líka að koma boltanum aftur á hreyfingu í sókninni. Þetta var mikilvæg karfa því hún kom okkur í gang á ný," sagði Watson. „Við erum í góðri stöðu en við þurfum að fara heim og klára þetta. Við þurfum að fara yfir mistökin okkar í þessum leik og laga þau, mæta á æfingu og horfa á myndbrot. Það er nefnilega annar erfiður leikur á leiðinni," sagði Watson. „Það er alltaf mikið sjálfstraust í liðinu því við vitum hvað býr í liðinu þegar við spilum saman og af skynsemi. Við verðum samt að gera það ef þetta á að ganga áfram upp hjá okkur," sagði Watson. Hér fyrir neðan er textalýsing blaðamanns Vísis og Fréttablaðsins:Leik lokið, 68-71: Grindvíkingar eru komnir í 2-0 og geta þakkað frábærri frammistöðu Giordan Watson í lokin fyrir það.40. mínúta, 68-71: Justin Shouse skorar þrist og Páll Axel Vilbergsson fær tvö víti þegar tæpar 8 sekúndur eru eftir. Páll Axel nýtir bæði vítin og Justin klikkar síðan á lokaskoti leiksins.40. mínúta, 65-69: Keith Cothran fer á vítalínuna og klikkar á báðum vítum sínum. Grindavík á boltann. Giordan Watson fær tvö víti þegar 13 sekúndur eru eftir og skorar úr báðum. Teitur tekur leikhlé.40. mínúta, 65-67: Þorleifur Ólafsson kemur Grindavík yfir þegar 36 sekúndur eru eftir. J'Nathan Bullock er kominn með 5 villur og verða Grindvíkingar án hans síðustu 22 sekúndur leiksins.40. mínúta, 65-65: J'Nathan Bullock fer á vítalínuna en setur aðeins annað skotið niður.39. mínúta, 65-64: Justin Shouse kemur Stjörnunni aftur yfir og Stjarnan vinnur síðan boltann. Það er rosalega barátta um alla bolta núna og aðeins 67 sekúndur eftir af leiknum þegar Teitur Örlygsson tekur leikhlé.38. mínúta, 63-64: Giordan Watson skorar þrist og Grindavík vinnur svo boltann eftir varið skot hjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni. Watson nær síðan frákasti, skorar og fær víti að auki sem hann brennir af. Grindvík er aftur komið yfir þökk sé stórleik Watson í lokin.38. mínúta, 63-59: Renato Lindmets fær sína fimmtu villu í baráttu við Bullock í frákasti. Nú verður þetta erfitt fyrir heimamenn.37. mínúta, 63-59: Giordan Watson skorar langþráða körfu og minnkar muninn í fimm stig. Þorleifur Ólafsson setur niður þrist í næstu sókn og Teitur Örlygsson ákveður að taka leikhlé. Það eru 3 mínútur og 17 sekúndur eftir af leiknum.36. mínúta, 61-54: Stjörnumenn eru að berjast fyrir lífi sínu og leggja allt í vörnina. Það er að bera árangur því Grindvíkingar hafa ekki skorað stig í meira en fimm mínútur.35. mínúta, 59-54: Renato Lindmets fær á sig ódýra villu og er kominn með 4 villur. Þetta gæti orðið dýrt fyrir Stjörnumenn. Grindvíkingar hitta ekki neitt.33. mínúta, 59-54: Frábært samspil Stjörnumanna endar með körfu frá Guðjóni Lárussyni. Grindvíkingar hitta ekkert fyrir utan og Helgi Jónas verður að taka leikhlé. Það er allt með Stjörnunni núna en það eru 7 mínútur og 15 sekúndur eftir af leiknum. Grindvíkingar hafa aðeins sett niður 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleiknum.32. mínúta, 55-54: Giordan Watson byrjar fjórða leikhlutann á því að skora þrist en Justin Shouse kemur Stjörnunni aftur yfir. Marvin Valdimarsson ver tvö skot í röð og Stjarnan fær boltann.Þriðji leikhluti búinn, 53-51: Stjörnumenn lifnuðu við í lok leikhlutans og eru með tveggja stiga forskot. Fjórði leikhlutinn verður æsispennandi enda hafa heimamenn áttað sig á því að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.30. mínúta, 52-50: Sigurjón Lárusson tekur mikilvægt sóknarfrákast sem endar með þriggja stiga körfu frá Jovan Zdravevski. Stjarnan er komið tveimur stigum yfir.29. mínúta, 49-50: Sigurjón Lárusson kemur inn á og setur strax niður skot. Báðir tvíburarnir í Stjörnuliðinu eru nú inn á vellinum.28. mínúta, 47-50: Stjörnumenn sýna lífsmark og eru búnir að minnka muninn í þrjú stig. Grindvíkingar eru ekki að setja niður skotin sín fyrir utan.27. mínúta, 41-46: Stjörnumenn fengu ekki víti eftir tæknivilluna heldur aðeins innkast. Dómarar leiksins taka leikhlé til að ræða málið við erftirlitsdómara leiksins. Það eru 3 mínútur og 35 sekúndur eftir. Stjarnan fær ekki vítin eftir allt saman. Mjög skrýtið allt saman.26. mínúta, 41-46: Ólafur Ólafsson fær á sig villu og svo tæknivillu. Í kjölfarið þarf að skilja Ólaf og Renato Lindmets í sundur. Harkan er að aukast enda finna heimamenn það að það þarf eitthvað að breytast hjá þeim.26. mínúta, 41-46: Grindvíkingar halda áfram að taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðru en þau eru nú orðin 13 talsins.25. mínúta, 41-46: Justin Shouse skorar fimm stig í röð á stuttum tíma og er að reyna að kveikja í sínum mönnum í Stjörnunni. Helgi Jónas tekur leikhlé þegar 5 mínútur og 22 sekúndur eru eftir af þriðja leikhluta.24. mínúta, 36-46: Grindvíkingar eru með gott tak á þessum leik og nú komnir tíu stigum yfir. Stjörnumenn klikka á hverju skotinu á fætur öðru.23. mínúta, 36-44: Grindvíkingar taka nokkur sóknarfráköst í röð og komast loks átta stigum yfir. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn með fjórar villur hjá Grindavík og þarf að setjast á bekkinn.21. mínúta, 36-40: Jovan Zdravevski byrjar seinni hálfleikinn á því að setja niður þrist. Stjörnumenn þurfa að fá meira af þessu.Seinni hálfleikur hafinn, 33-39: Grindvíkingar byrja með boltann og geta aukið við forskot sitt. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er 8 sekúndur að koma sér á vítalínuna og fiska þriðju villuna á Marvin.Hálfleikur, 33-39: Jovan Zdravevski og Keith Cothran eru stigahæstir hjá Stjörnunni með 7 stig og Justin Shouse er með 4 stig, 5 fráköst (frákastahæstur á vellinum) og 4 stoðsendingar. J'Nathan Bullock er stigahæstur hjá Grindavík með 11 stig og Ólafur Ólafsson er með 7 stig á 8 mínútum.Hálfleikur, 33-39: Stjörnumenn henda frá sér boltanum og Ólafur Ólafsson endar hálfleikinn á því að setja niður þrist í spjaldið og ofaní - ótrúleg karfa. Grindvíkingar eru því sex stigum yfir í hálfleik. Stjörnumenn eru ekki að spila vel og geta þakkað fyrir að vera ekki meira undir en þeir áttu samt að gera miklu betur í lokasókn sinni. Grindvíkingar hafa oft spilað betur en þeir eru þó að hafa betur í baráttunni og eru meðal annars komnir með tíu sóknarfráköst. Marvin, Justin og Jovan eru saman 0 af 6 í þriggja stiga skotum sem er ekki vænlegt til árangurs.20. mínúta, 33-36: Stjörnumenn eiga boltann og taka leikhlé þegar 3,1 sekúnda er eftir. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson klúðraði tveimur vítum í síðustu sókn og er enn stigalaus í leiknum.19. mínúta, 29-36: J'Nathan Bullock er að taka yfir leikinn. Hann biður um boltann i hvert skipti og er nú búinn að skora 9 af 11 stigum sínum í öðrum leikhluta.18. mínúta, 29-34: Justin Shouse færdæmdar á sig tvær villur með skömmu millibili og má ekki fá eina í viðbót fyrir hálfleik.18. mínúta, 29-33: J'Nathan Bullock sýnir smá boltaleikni áður en hann smellir niður þristi og kemur Grindavík fjórum stigum yfir.17. mínúta, 28-28: Dagur Kár Jónsson blokkaði hinn risavaxna J'Nathan Bullock og Stjarnan fær boltann. Þar setur Dagur niður þrist og jafnar leikinn. Flott innkoma hjá stráknum.16. mínúta, 23-28: Jovan Zdravevski klikkar á fjórum skotum í röð og fær síðan á sig villu. Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, lýst ekki á blikuna og tekur leikhlé þegar 4 mínútur og 46 sekúndur eru til hálfleiks.14. mínúta, 23-28: Giordan Watson skorar flottan þrist í hraðaupphlaupi og Grindavík er komið fimm stigum yfir.12. mínúta, 21-21: Dómararnir leyfa mikla snertingu í kvöld og liðin eru ekki að fá mikið undir körfunum.11. mínúta, 19-21: Jóhann Árni Ólafsson heldur sókninni á lífi og kemur boltanum á Ólaf Ólafsson sem skorar og fær víti að auki. Ólafur nýtir það og Grindavík er tveimur stigum yfir.Fyrsti leikhluti búinn, 19-18: Stjörnumenn enduðu leikhlutann vel. Justin Shouse er ekki að hitta vel (1 af 5) en Stjarnan er samt yfir í leiknum.10. mínúta, 19-18: Jovan Zdravevski skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Jovan er að byrja vel og er kominn með 7 stig.8. mínúta, 14-17: Grindvíkingar eru skrefinu á undan en Stjörnumönnum gengur betur að skora heldur en í byrjun. Helgi Jónas er áfram að rúlla Grindavíkurliðinu mjög mikið.7. mínúta, 12-15: Jovan Zdravevski minnkar muninn í eitt stig en J'Nathan Bullock svarar strax.6. mínúta, 10-13: Keith Cothran setur niður tvö víti og minnkar muninn í þrjú stig.5. mínúta, 6-13: Jóhann Árni Ólafsson skorar laglega körfu og fær víti að auki. Hann nýtir það og Grindvíkingar eru sjö stigum yfir.4. mínúta, 4-10: Sigurður Gunnar Þorsteinsson skorar tvær körfur í röð og Þorleifur Ólafsson setur síðan niður þrist. Grindavík er komið sex stigum yfir.2. mínúta, 0-3: Giordan Watson skorar fyrstu körfu leiksins með laglegri þriggja stiga körfu.1. mínúta, 0-0: Liðin klúðra fyrstu sóknum sínum og það er einhver spenna í mönnum í byrjun.Leikurinn er hafinn: Grindvíkingar byrja með boltann. Guðjón Lárusson byrjar í stað Fannars hjá Stjörnunni en Grindavík er með sama byrjunarlið og í síðustu leikjum. Þorleifur Ólafsson klikkar á fyrsta skoti leiksins og Stjarnan fær boltann.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og nú styttist óðum í leikinn.Fyrir leik: Það styttist í leikinn og fólki er farið að fjölga í húsinu. Vonandi verður flott stemning í kvöld enda er von á flottum körfuboltaleik þar sem heimamenn í Stjörnunni verða hreinlega að vinna ef þeir ætla að vera með í þessari seríu.Fyrir leik: Liðin eru komin langt í upphitun sinni fyrir leikinn en það mætti vera betri mæting í Garðabæinn í kvöld. Það eru því ekki miklar líkur á því að það verði þörf fyrir pallana sem Stjörnumenn hafa sett upp við annan enda vallarins.Fyrir leik: Stjörnumenn er eins og áður sagði án fyrirliðans Fannars Freys Helgasonar í kvöld en í stað hans er kominn inn í hópinn hinn 17 ára gamli Tómas Þórður Hilmarsson.Fyrir leik: Stjörnumenn eiga í kvöld möguleika á því að vinna fjóra heimaleiki í röð í fyrsta sinn í vetur en Garðbæingar hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna síðasta heimaleikinn í deildinni. Stjörnumenn unnu hinsvegar aðeins 6 af fyrstu 13 heimaleikjum sínum í vetur í öllum keppnum.Fyrir leik: Grindavík hefur unnið alla þrjá leiki sína við Stjörnuna í vetur þar af 75-67 sigur í eina leik liðanna í Garðabænum þar sem Grindvíkingar náðu mest 21 stigs forskoti.Fyrir leik: Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann og mun því missa af leikjum tvö og þrjú í einvíginu. Tímabilið gæti því verið búið hjá Fannari takist Stjörnunni ekki að vinna leik án hans.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa unnið 22 af 25 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni í vetur og töpuðu síðast á móti Snæfelli 15. mars síðastliðinn. Grindavíkurliðið hefur því unnið fimm leiki í röð í deild og úrslitakeppni.Fyrir leik: Stjörnumenn slógu Grindvíkinga út úr átta liða úrslitunum í fyrra en þeir lentu þá 0-1 undir eins og nú eftir tap í fyrsta leik í Grindavík. Stjarnan vann þá annan leikinn 91-74 og svo þriggja stiga sigur í oddaleik í Grindavík, 69-66.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið fimm af síðustu sex heimaleikjum sínum í úrslitakeppni en eina tapið á heimavelli undanfarin tvö tímabil kom í lokaleik úrslitakeppninnar í fyrra þegar KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Garðabænum. Stjarnan hefur brotið 90 stiga múrinn í öllum leikjunum sex.Fyrir leik: Það er nóg um að vera í Ásgarði í kvöld því á sama tíma fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum í fimleikasalnum við hliðina. Það er því ekki mikið um bílastæði í næsta nágrenni íþróttahússins.Fyrir leik: Velkomin á textalýsingu frá öðrum leik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla en Grindavík er 1-0 yfir í einvíginu eftir 83-74 sigur í fyrsta leik. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Deildarmeistarar Grindavíkur héldu áfram sigurgöngu sinni í úrslitakeppninni með því að vinna þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 71-68, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Grindavíkurliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppnini í ár og vantar nú aðeins einn sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Giordan Watson var maðurinn á bak við sigur Grindvíkinga en hann skoraði 12 af 24 stigum sínum í lokahlutanum og fór að skora þegar ekkert hafði gengið hjá liðinu í langan tíma. Grindvíkingar tóku frumkvæðið í byrjun en Jovan Zdravevski fór fyrir góðum spretti Stjörnumanna í lok fyrsta leikhluta sem skilaði liðinu 19-18 forystu við lok hans. Grindvíkingar tóku aftur frumkvæðið í öðrum leikhluta með J'Nathan Bullock í fararbroddi og voru sex stigum yfir í hálfleik, 39-33, eftir magnaðan hraðaupphlaupsþrist frá Ólafi Ólafssyni, spjaldið og ofaní af löngu færi um leið og leikklukkan rann út. Stjörnumenn vöknuðu í seinni hálfleik og komu sér inn í leikinn á frábærri baráttu og góðri vörn en Grindvíkingar skoruðu meðal annars ekki í tæpar sex mínútur í fjórða leikhlutanum. Það reyndist þeim aftur á móti dýrt að missa Renato Lindmets af velli með fimm vilur þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Grindvíkingar voru síðan sterkari á lokasprettinum og lönduðu mikilvægum sigri. Það kemur fátt í veg fyrir það að Grindavíkurliðið spili til úrslita um titilinn í ár. Liðið á enn mikið inni og getur spilað miklu betur en í kvöld. Stjörnumenn vita að þeir misstu í kvöld af tækifærinu til að gera þetta að seríu.Stjarnan-Grindavík 68-71 (19-18, 14-21, 20-12, 15-20)Stjarnan: Justin Shouse 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst, Keith Cothran 14/9 fráköst, Guðjón Lárusson 6, Renato Lindmets 6/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 6/4 fráköst/5 varin skot, Dagur Kár Jónsson 3, Sigurjón Örn Lárusson 2, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.Grindavík: Giordan Watson 24/6 fráköst/8 stoðsendingar, J'Nathan Bullock 13/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 5/6 fráköst, Ryan Pettinella 3/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Helgi Jónas: Ætlum ekki að hleypa þeim inn í seríuna á mánudaginnmynd/vilhelm„Það er gott að komast með sigur út úr þessum leik. Við vorum ekki að spila fallegan körfubolta og Stjarnan ekki heldur. Við höfðum þetta af," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur. „Við erum búnir að vera í svona aðstöðu áður að þurfa að klára jafna leiki og höfum unnið. Það er að skila okkur hérna. Watson steig upp í kvöld og var frábær," sagði Helgi Jónas og það eru orð að sönnu því Giordan Watson skoraði 12 af 24 stigum sínum á lokakafla leiksins. „Við ætlum bara að vinna næsta leik og ef við erum gerum það þá erum við komnir í úrslit. Við ætlum ekki að fara fram úr sjálfum okkur. Við erum með 2-0 forskot en ætlum ekki að hleypa þeim inn í seríuna á mánudaginn," sagði Helgi Jónas. Teitur: Þetta er heljarinnar veggur að klífamynd/vilhelm„Þetta var alveg ömurlegt og gríðarlega svekkjandi tap fyrir okkur," sagði Teitur Örlugsson, þjálfari Stjörnunnar en hans menn voru sjö stigum yfir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. „Vörnin var algjörlega til fyrirmyndar en við verðum að skora hinum megin. Við gerðum okkur seka um klaufaskap. Renato var að fá tæknivillu og skítavillur undir körfunni þar sem hann á ekki möguleika í frákast. Hann þurfti ekki að ýta eitt eða neitt en Siggi seldi það kannski. Þannig er körfuboltinn," sagði Teitur um fimmtu villuna á Renato Lindmets sem þýddi að liðið lék án hans síðustu þrjár mínúturnar. „Hann er akkerið í vörninni og var búinn að vera frábær í vörninni í þessum leik þótt að hann hafi ekki verið að gera mikið í sókninni," sagði Teitur. Stjörnumenn voru mjög daufir framan af leik en vöknuðu í þeim seinni og það var nálægt því að skila þeim sigri. „Sumir menn hjá okkur eru svolítið smeykir og við vorum að hitta mjög illa utan af velli í fyrri hálfleik. Þú verður bara að hitta þessum skotum. Núna þurfum við bara að fara út í Grindavík og vinna á mánudaginn. Þetta er heljarinnar veggur að klífa en við verðum að ráðast á hann og láta reyna á það," sagði Teitur. Þorleifur: Við vorum lélegir í þessum leikmynd/vilhelmÞorleifur Ólafsson skoraði 10 stig fyrir Grindavík í kvöld og þar á meðal var mikilvæg þriggja stiga karfa á lokasprettinum. Hann var kátur í leikslok. „Watson var sem betur fer öflugur fyrir okkur í lokin því við vorum lélegir í þessum leik. Hann hjálpaði okkur að klára þetta," sagði Þorleifur Ólafsson um Giordan Watson, besta mann Grindavíkur í leiknum. „Þetta lítur vel út en við höfum ekki verið sannfærandi í þessum tveimur fyrstu leikjum þrátt fyrir að við höfum unnið þá. Þetta er alls ekki búið og það þarf að vinna þrjá leiki. Tveir sigurleikir koma okkur ekki áfram. Við þurfum að vinna einn leik í viðbót og við þurfum að bæta mikið til þess að það gerist," sagði Þorleifur en Grindavikurliðið kom til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. „Watson sagði það við okkur í leikhléi að þetta hefur verið svolítið svona hjá okkur í vetur. Við höfum lent í þessu margoft og hann sagði að þetta væri bara okkar leikur. Það var alveg rétt hjá honum. Við höfum komið til baka í leikjum og náð að klára þá og við gerðum það sem betur fer í kvöld," sagði Þorleifur. Grindavíkurliðið skoraði ekki í tæpar sex mínútur en voru þeir farnir að örvænta eitthvað. „Nei, því þeir voru ekki að skora neitt á meðan. Við vorum því rólegir en það var samt alltof mikið vesen í sókninni hjá okkur. Við þurfum að laga það, fá betri skot og setja þau niður," sagði Þorleifur. „Það væri frábært að komast í úrslitin á mánudaginn en við þurfum að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram. Stjarnan er ekkert búin að gefast upp og við þurfum því að vera tilbúnir í næsta leik," sagði Þorleifur. Giordan Watson: Tel mig geta tekið af skarið þegar liðið þarf á því að haldamynd/vilhelmGiordan Watson, leikstjórnandi Grindvíkinga, var hetja liðsins í kvöld en hann skoraði 12 af 24 stigum sínum á lokasprettinum og átti þá auk þess tvær stoðsendingar á félaga sína. Grindavík vann síðustu fjórar mínúturnar 17-7 og tryggði sér þriggja stiga sigur. „Þetta var frábær sigur á erfiðum útivelli. Við héldum áfram að berjast allan tímann því þeir voru að spila vel í kvöld og það var mikil orka og baráttuandi í þeirra liði. Við héldum bara áfram að berjast í 40 mínútur og það skilaði sigrinum," sagði Giordan Watson. „Ég vildi taka af skarið í lokin því það er eitthvað sem ég tel mig geta þegar liðið mitt þarf á því að halda," sagði Giordan Watson um lokakafla leiksins. Hann setti líka niður mjög mikilvæga körfu þegar Grindavíkurliðið var ekki búið að skora í tæpar sex mínútur í fjórða leikhlutanum. „Sú karfa var stór fyrir okkur því sóknarleikurinn var ekki að ganga og það fór ekkert niður. Við þurftum líka að koma boltanum aftur á hreyfingu í sókninni. Þetta var mikilvæg karfa því hún kom okkur í gang á ný," sagði Watson. „Við erum í góðri stöðu en við þurfum að fara heim og klára þetta. Við þurfum að fara yfir mistökin okkar í þessum leik og laga þau, mæta á æfingu og horfa á myndbrot. Það er nefnilega annar erfiður leikur á leiðinni," sagði Watson. „Það er alltaf mikið sjálfstraust í liðinu því við vitum hvað býr í liðinu þegar við spilum saman og af skynsemi. Við verðum samt að gera það ef þetta á að ganga áfram upp hjá okkur," sagði Watson. Hér fyrir neðan er textalýsing blaðamanns Vísis og Fréttablaðsins:Leik lokið, 68-71: Grindvíkingar eru komnir í 2-0 og geta þakkað frábærri frammistöðu Giordan Watson í lokin fyrir það.40. mínúta, 68-71: Justin Shouse skorar þrist og Páll Axel Vilbergsson fær tvö víti þegar tæpar 8 sekúndur eru eftir. Páll Axel nýtir bæði vítin og Justin klikkar síðan á lokaskoti leiksins.40. mínúta, 65-69: Keith Cothran fer á vítalínuna og klikkar á báðum vítum sínum. Grindavík á boltann. Giordan Watson fær tvö víti þegar 13 sekúndur eru eftir og skorar úr báðum. Teitur tekur leikhlé.40. mínúta, 65-67: Þorleifur Ólafsson kemur Grindavík yfir þegar 36 sekúndur eru eftir. J'Nathan Bullock er kominn með 5 villur og verða Grindvíkingar án hans síðustu 22 sekúndur leiksins.40. mínúta, 65-65: J'Nathan Bullock fer á vítalínuna en setur aðeins annað skotið niður.39. mínúta, 65-64: Justin Shouse kemur Stjörnunni aftur yfir og Stjarnan vinnur síðan boltann. Það er rosalega barátta um alla bolta núna og aðeins 67 sekúndur eftir af leiknum þegar Teitur Örlygsson tekur leikhlé.38. mínúta, 63-64: Giordan Watson skorar þrist og Grindavík vinnur svo boltann eftir varið skot hjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni. Watson nær síðan frákasti, skorar og fær víti að auki sem hann brennir af. Grindvík er aftur komið yfir þökk sé stórleik Watson í lokin.38. mínúta, 63-59: Renato Lindmets fær sína fimmtu villu í baráttu við Bullock í frákasti. Nú verður þetta erfitt fyrir heimamenn.37. mínúta, 63-59: Giordan Watson skorar langþráða körfu og minnkar muninn í fimm stig. Þorleifur Ólafsson setur niður þrist í næstu sókn og Teitur Örlygsson ákveður að taka leikhlé. Það eru 3 mínútur og 17 sekúndur eftir af leiknum.36. mínúta, 61-54: Stjörnumenn eru að berjast fyrir lífi sínu og leggja allt í vörnina. Það er að bera árangur því Grindvíkingar hafa ekki skorað stig í meira en fimm mínútur.35. mínúta, 59-54: Renato Lindmets fær á sig ódýra villu og er kominn með 4 villur. Þetta gæti orðið dýrt fyrir Stjörnumenn. Grindvíkingar hitta ekki neitt.33. mínúta, 59-54: Frábært samspil Stjörnumanna endar með körfu frá Guðjóni Lárussyni. Grindvíkingar hitta ekkert fyrir utan og Helgi Jónas verður að taka leikhlé. Það er allt með Stjörnunni núna en það eru 7 mínútur og 15 sekúndur eftir af leiknum. Grindvíkingar hafa aðeins sett niður 1 af 11 þriggja stiga skotum sínum í seinni hálfleiknum.32. mínúta, 55-54: Giordan Watson byrjar fjórða leikhlutann á því að skora þrist en Justin Shouse kemur Stjörnunni aftur yfir. Marvin Valdimarsson ver tvö skot í röð og Stjarnan fær boltann.Þriðji leikhluti búinn, 53-51: Stjörnumenn lifnuðu við í lok leikhlutans og eru með tveggja stiga forskot. Fjórði leikhlutinn verður æsispennandi enda hafa heimamenn áttað sig á því að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.30. mínúta, 52-50: Sigurjón Lárusson tekur mikilvægt sóknarfrákast sem endar með þriggja stiga körfu frá Jovan Zdravevski. Stjarnan er komið tveimur stigum yfir.29. mínúta, 49-50: Sigurjón Lárusson kemur inn á og setur strax niður skot. Báðir tvíburarnir í Stjörnuliðinu eru nú inn á vellinum.28. mínúta, 47-50: Stjörnumenn sýna lífsmark og eru búnir að minnka muninn í þrjú stig. Grindvíkingar eru ekki að setja niður skotin sín fyrir utan.27. mínúta, 41-46: Stjörnumenn fengu ekki víti eftir tæknivilluna heldur aðeins innkast. Dómarar leiksins taka leikhlé til að ræða málið við erftirlitsdómara leiksins. Það eru 3 mínútur og 35 sekúndur eftir. Stjarnan fær ekki vítin eftir allt saman. Mjög skrýtið allt saman.26. mínúta, 41-46: Ólafur Ólafsson fær á sig villu og svo tæknivillu. Í kjölfarið þarf að skilja Ólaf og Renato Lindmets í sundur. Harkan er að aukast enda finna heimamenn það að það þarf eitthvað að breytast hjá þeim.26. mínúta, 41-46: Grindvíkingar halda áfram að taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðru en þau eru nú orðin 13 talsins.25. mínúta, 41-46: Justin Shouse skorar fimm stig í röð á stuttum tíma og er að reyna að kveikja í sínum mönnum í Stjörnunni. Helgi Jónas tekur leikhlé þegar 5 mínútur og 22 sekúndur eru eftir af þriðja leikhluta.24. mínúta, 36-46: Grindvíkingar eru með gott tak á þessum leik og nú komnir tíu stigum yfir. Stjörnumenn klikka á hverju skotinu á fætur öðru.23. mínúta, 36-44: Grindvíkingar taka nokkur sóknarfráköst í röð og komast loks átta stigum yfir. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn með fjórar villur hjá Grindavík og þarf að setjast á bekkinn.21. mínúta, 36-40: Jovan Zdravevski byrjar seinni hálfleikinn á því að setja niður þrist. Stjörnumenn þurfa að fá meira af þessu.Seinni hálfleikur hafinn, 33-39: Grindvíkingar byrja með boltann og geta aukið við forskot sitt. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er 8 sekúndur að koma sér á vítalínuna og fiska þriðju villuna á Marvin.Hálfleikur, 33-39: Jovan Zdravevski og Keith Cothran eru stigahæstir hjá Stjörnunni með 7 stig og Justin Shouse er með 4 stig, 5 fráköst (frákastahæstur á vellinum) og 4 stoðsendingar. J'Nathan Bullock er stigahæstur hjá Grindavík með 11 stig og Ólafur Ólafsson er með 7 stig á 8 mínútum.Hálfleikur, 33-39: Stjörnumenn henda frá sér boltanum og Ólafur Ólafsson endar hálfleikinn á því að setja niður þrist í spjaldið og ofaní - ótrúleg karfa. Grindvíkingar eru því sex stigum yfir í hálfleik. Stjörnumenn eru ekki að spila vel og geta þakkað fyrir að vera ekki meira undir en þeir áttu samt að gera miklu betur í lokasókn sinni. Grindvíkingar hafa oft spilað betur en þeir eru þó að hafa betur í baráttunni og eru meðal annars komnir með tíu sóknarfráköst. Marvin, Justin og Jovan eru saman 0 af 6 í þriggja stiga skotum sem er ekki vænlegt til árangurs.20. mínúta, 33-36: Stjörnumenn eiga boltann og taka leikhlé þegar 3,1 sekúnda er eftir. Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson klúðraði tveimur vítum í síðustu sókn og er enn stigalaus í leiknum.19. mínúta, 29-36: J'Nathan Bullock er að taka yfir leikinn. Hann biður um boltann i hvert skipti og er nú búinn að skora 9 af 11 stigum sínum í öðrum leikhluta.18. mínúta, 29-34: Justin Shouse færdæmdar á sig tvær villur með skömmu millibili og má ekki fá eina í viðbót fyrir hálfleik.18. mínúta, 29-33: J'Nathan Bullock sýnir smá boltaleikni áður en hann smellir niður þristi og kemur Grindavík fjórum stigum yfir.17. mínúta, 28-28: Dagur Kár Jónsson blokkaði hinn risavaxna J'Nathan Bullock og Stjarnan fær boltann. Þar setur Dagur niður þrist og jafnar leikinn. Flott innkoma hjá stráknum.16. mínúta, 23-28: Jovan Zdravevski klikkar á fjórum skotum í röð og fær síðan á sig villu. Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, lýst ekki á blikuna og tekur leikhlé þegar 4 mínútur og 46 sekúndur eru til hálfleiks.14. mínúta, 23-28: Giordan Watson skorar flottan þrist í hraðaupphlaupi og Grindavík er komið fimm stigum yfir.12. mínúta, 21-21: Dómararnir leyfa mikla snertingu í kvöld og liðin eru ekki að fá mikið undir körfunum.11. mínúta, 19-21: Jóhann Árni Ólafsson heldur sókninni á lífi og kemur boltanum á Ólaf Ólafsson sem skorar og fær víti að auki. Ólafur nýtir það og Grindavík er tveimur stigum yfir.Fyrsti leikhluti búinn, 19-18: Stjörnumenn enduðu leikhlutann vel. Justin Shouse er ekki að hitta vel (1 af 5) en Stjarnan er samt yfir í leiknum.10. mínúta, 19-18: Jovan Zdravevski skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Jovan er að byrja vel og er kominn með 7 stig.8. mínúta, 14-17: Grindvíkingar eru skrefinu á undan en Stjörnumönnum gengur betur að skora heldur en í byrjun. Helgi Jónas er áfram að rúlla Grindavíkurliðinu mjög mikið.7. mínúta, 12-15: Jovan Zdravevski minnkar muninn í eitt stig en J'Nathan Bullock svarar strax.6. mínúta, 10-13: Keith Cothran setur niður tvö víti og minnkar muninn í þrjú stig.5. mínúta, 6-13: Jóhann Árni Ólafsson skorar laglega körfu og fær víti að auki. Hann nýtir það og Grindvíkingar eru sjö stigum yfir.4. mínúta, 4-10: Sigurður Gunnar Þorsteinsson skorar tvær körfur í röð og Þorleifur Ólafsson setur síðan niður þrist. Grindavík er komið sex stigum yfir.2. mínúta, 0-3: Giordan Watson skorar fyrstu körfu leiksins með laglegri þriggja stiga körfu.1. mínúta, 0-0: Liðin klúðra fyrstu sóknum sínum og það er einhver spenna í mönnum í byrjun.Leikurinn er hafinn: Grindvíkingar byrja með boltann. Guðjón Lárusson byrjar í stað Fannars hjá Stjörnunni en Grindavík er með sama byrjunarlið og í síðustu leikjum. Þorleifur Ólafsson klikkar á fyrsta skoti leiksins og Stjarnan fær boltann.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin til leiks og nú styttist óðum í leikinn.Fyrir leik: Það styttist í leikinn og fólki er farið að fjölga í húsinu. Vonandi verður flott stemning í kvöld enda er von á flottum körfuboltaleik þar sem heimamenn í Stjörnunni verða hreinlega að vinna ef þeir ætla að vera með í þessari seríu.Fyrir leik: Liðin eru komin langt í upphitun sinni fyrir leikinn en það mætti vera betri mæting í Garðabæinn í kvöld. Það eru því ekki miklar líkur á því að það verði þörf fyrir pallana sem Stjörnumenn hafa sett upp við annan enda vallarins.Fyrir leik: Stjörnumenn er eins og áður sagði án fyrirliðans Fannars Freys Helgasonar í kvöld en í stað hans er kominn inn í hópinn hinn 17 ára gamli Tómas Þórður Hilmarsson.Fyrir leik: Stjörnumenn eiga í kvöld möguleika á því að vinna fjóra heimaleiki í röð í fyrsta sinn í vetur en Garðbæingar hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár auk þess að vinna síðasta heimaleikinn í deildinni. Stjörnumenn unnu hinsvegar aðeins 6 af fyrstu 13 heimaleikjum sínum í vetur í öllum keppnum.Fyrir leik: Grindavík hefur unnið alla þrjá leiki sína við Stjörnuna í vetur þar af 75-67 sigur í eina leik liðanna í Garðabænum þar sem Grindvíkingar náðu mest 21 stigs forskoti.Fyrir leik: Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann og mun því missa af leikjum tvö og þrjú í einvíginu. Tímabilið gæti því verið búið hjá Fannari takist Stjörnunni ekki að vinna leik án hans.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa unnið 22 af 25 leikjum sínum í deild og úrslitakeppni í vetur og töpuðu síðast á móti Snæfelli 15. mars síðastliðinn. Grindavíkurliðið hefur því unnið fimm leiki í röð í deild og úrslitakeppni.Fyrir leik: Stjörnumenn slógu Grindvíkinga út úr átta liða úrslitunum í fyrra en þeir lentu þá 0-1 undir eins og nú eftir tap í fyrsta leik í Grindavík. Stjarnan vann þá annan leikinn 91-74 og svo þriggja stiga sigur í oddaleik í Grindavík, 69-66.Fyrir leik: Stjarnan hefur unnið fimm af síðustu sex heimaleikjum sínum í úrslitakeppni en eina tapið á heimavelli undanfarin tvö tímabil kom í lokaleik úrslitakeppninnar í fyrra þegar KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Garðabænum. Stjarnan hefur brotið 90 stiga múrinn í öllum leikjunum sex.Fyrir leik: Það er nóg um að vera í Ásgarði í kvöld því á sama tíma fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum í fimleikasalnum við hliðina. Það er því ekki mikið um bílastæði í næsta nágrenni íþróttahússins.Fyrir leik: Velkomin á textalýsingu frá öðrum leik Stjörnunnar og Grindavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla en Grindavík er 1-0 yfir í einvíginu eftir 83-74 sigur í fyrsta leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum