Viðskipti innlent

Unnið með skrímslum og legógeimskipum hjá CCP

Magnús Halldórsson skrifar
Höfustöðvar tölvuleikjaframleiðands CCP eru ævintýralegur vinnustaður þar sem skrímsli, tæknilegó, fiskar, rafmagnstrommusett og spilakassar, svo eitthvað sé nefnt, setja mark sitt á vinnuumhverfið.

Í nýjum lið á Vísi.is, heimsókn á vinnustaði, má nú sjá Torfa Frans Ólafsson (creative director), sem starfað hefur hjá CCP frá upphafi, lýsa starfsumhverfi, verkferlum og áherslum í rekstri, en Sigurjón Ólafsson, myndatökumaður, fylgdi honum eftir þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar. „Það að komast á forsíðu PC Gamer var fyrir okkur tölvunördana líklega eins og fyrir Ásdísi Rán að komast í Playboy," segir Torfi m.a. um viðurkenningu sem hangir upp á vegg í fyrirtækinu, sem hann kallar „montvegg".

Verkferlar í fyrirtækinu eru nokkuð framúrstefnulegir miðað við mörg önnur fyrirtæki, en það setur verulegt mark sitt á fyrirtækið að það starfi víðs vegar um heiminn, m.a í Shanghai, Newcastle í Bretlandi og Atlanta í Bandaríkjunum.

Sjá má upptöku af heimsókninni til CCP hér, eða í myndbandinu sem fylgir fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×