Íslenski boltinn

Lokaspretturinn í Lengjubikar karla - 8 liða úrslitin í vikunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn unnu bæði vormótin í fyrra.
Valsmenn unnu bæði vormótin í fyrra. Mynd/Daníel
Það styttist óðum í fótboltasumarið. Lengjubikar karla er kominn á lokasprettinn og úrslitakeppnin hefst í vikunni. 8 liða úrslit keppninnar verða spiluð á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Tveir leikjanna fara fram utanhúss og þar á meðal er leikur KR og FH á KR-vellinum á Sumardaginn fyrsta.

Valsmenn eiga titil að verja og þeir mæta Víkingum í Egilshöllinni á miðvikudagskvöldið. Mótanefnd KSÍ ákvað að Víkingur R. taki sæti ÍA í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla. ÍA hafði með góðum fyrirvara ákveðið að fara í æfingaferð 14.-22. apríl og hafði gert KSÍ viðvart um það. Það reyndist þó ekki unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni þannig að ÍA gæti tekið þátt og dró ÍA því lið sitt úr keppni.

Undanúrslitin fara síðan fram eftir viku og úrslitaleikurinn laugardaginn á eftir því. Hér fyrir neðan má sjá leikjadagskrá Lengjubikars karla.



Lengjubikarinn – A deild karla úrslitakeppni

8-liða úrslit

mið. 18. apr. kl. 19:00 Keflavík - Breiðablik Reykjaneshöllin

mið. 18. apr. kl. 20:15 Valur – Víkingur R Egilshöll (Breyting)

fim. 19. apr. kl. 14:00 KR - FH KR-völlur

fim. 19. apr. kl. 14:00 Fram - Þór Framvöllur - Úlfarsárdal

Undanúrslit

mán. 23. apr. kl. 19:00 Fram/Þór – Valur /Víkingur R

mán. 23. apr. kl. 19:00 Keflavík/Breiðablik - KR/FH

Úrslitaleikur

lau. 28. apr. kl. 16:00 Úrslitaleikur - Kórinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×