Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hefur ekkert getað æft með Inter í mánuð vegna meiðsla en er loksins að verða klár í slaginn á nýjan leik.
Sneijder mun mæta á sínu fyrstu æfingu eftir meiðslin í dag en það er alls óvíst hvort hann muni spila gegn Fiorentina um helgina.
Inter er enn í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og forráðamenn Inter binda vonir við að Sneijder geti hjálpað liðinu í lokaleikjunum.
Þeir ætla þó ekki að falla í þá gryfja að tefla honum fram of snemma. Sneijder sjálfur vill líka passa sig svo hann verði ekki meiddur á EM í sumar.
Sneijder byrjaður að æfa á nýjan leik
Mest lesið
Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“
Enski boltinn
„Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“?
Enski boltinn