Umfjöllun og viðtöl: Nýliðar Þórs slógu Íslandsmeistaralið KR út Sigurður Elvar Þórólfsson í Þorlákshöfn skrifar 18. apríl 2012 18:45 Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 83-80 sigur gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld. Þetta var þriðji sigur Þórsara í einvíginu sem endaði 3-1. Þór leikur gegn Stjörnunni eða Grindavík í úrslitum en staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Grindavík. Leikurinn var gríðarlega spennandi og bæði lið voru líkleg til þess að fagna sigri. Seigla Þórsara var mikil á lokakaflanum þar sem að hinn leikreyndi Guðmundur Jónsson gerð út um leikinn með vítaskoti 10 sekúndum fyrir leikslok, 83-80. Þórsarar eru til alls líklegir en liðið er búið að slá út Íslandsmeistara tveggja síðustu ára í úrslitakeppninni. Snæfell í 8-liða úrslitum og nú KR. Það var nánast jafnt á öllum tölum í leiknum í kvöld en heimamenn misstu forskotið aðeins tvívegis í leiknum. Staðan í hálfleik var 46-45 fyrir Þór og mesti munurinn á liðunum var 8 stig, 59-51 fyrir Þór. KR komst mest 2 stigum yfir í leiknum í stöðunni 38-40. Darren Govens var frábær í liði Þórs að venju og fáir sem standast honum snúning á slíkum kvöldum. Govens er "hershöfðinginn" sem stjórnar liði Þórs og hann lagði svo sannarlega sitt að mörkum í þessum leik, 22 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar og ekki gleyma 6 stolnum boltum. Joseph Henley hefur einnig breytt miklu í liði Þórs frá því hann kom til liðsins í 2. leiknum gegn KR í þessari seríu. Henley nýtist best undir körfunni og þar kann hann best við sig. Leikstíll Þórs hefur því breyst mikið og það hafa leikmenn á borð við Guðmund Jónsson, Darra Hilmarsson og Grétar Ingi Erlendsson nýtt sér. KR-ingar léku alls ekki illa í þessum leik og þeir nýttu sér styrk sinn mun betur en í undanförnum leikjum. Robert Ferguson miðherji liðsins fékk meiri stuðning frá liðsfélögum sínum og boltinn fór oftar á stóru mennina undir körfunni. Joshua Brown var einnig öflugur með 19 stig og 10 stoðsendingar. Finnur Magnússon sýndi styrk sinn líkt og Hreggviður Magnússon en það dugði ekki til. Íslandsmeistararnir eru farnir í sumarfrí sem þeir ætluðu sér svo sannarlega ekki að gera. Nýliðar Þórs voru einfaldlega betri í þessu einvígi - svo einfalt er það. Stemningin i Þorlákshöfn er engu lík. Græni Drekinn, stuðningsmannahópur Þórs hefur svo sannarlega staðið sig í stykkinu. Gríðarlegur meðbyr hjá félaginu sem er til alls líklegt í framhaldinu.Þór Þorlákshöfn - KR 83-80 (19-18, 27-27, 23-21, 14-14)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Joseph Henley 16/11 fráköst, Guðmundur Jónsson 16, Grétar Ingi Erlendsson 12, Blagoj Janev 8/8 fráköst, Darri Hilmarsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 2, Emil Karel Einarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0.KR: Joshua Brown 19/10 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 12, Dejan Sencanski 10/7 fráköst, Martin Hermannsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Emil Þór Jóhannsson 0, Páll Fannar Helgason 0, Kristófer Acox 0, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin RúnarssonMyndbandsviðtal við Benedikt Guðmundsson:Myndbandsviðtal við Grétar Erlendsson leikmann Þórs:Myndbandsviðtal við Hrafn Kristjánsson þjálfara KR:Myndbandsviðtal við Darra Hilmarsson leikmann Þórs: Benedikt: Sannfærður um að við getum orðið meistarar„Við erum bara búnir að sýna það í vetur og í úrslitakeppninni að það er engin tilviljun að við erum á þessum stað. Ég sannfærður um að við getum orðið Íslandsmeistarar og ef einhver getur útskýrt það fyrir mér afhverju við gætum ekki orðið meistarar þá má hann hafa samband við mig," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í leikslok. „Það var lítið sem ekkert fjallað um okkur í vetur hvað varðar meistarabaráttuna. Við læddumst svona með og komum aftan að mönnum. Andlegi styrkurinn er mikill í þessu liði, ég hef lært það að það eru ekki alltaf leikkerfin sem skipta öllu máli. Það þarf líka að vinna í huganum á mönnum. Eitt af því sem ég gerði var að banna mönnum að lesa um okkur í fjölmiðlum," bætti Benedikt við.Viðtalið við Benedikt í heild sinni: Hrafn: Mér fannst við koma vel inn í þettaHrafn Kristjánsson þjálfari KR var að vonum svekktur með niðurstöðuna. „Við vorum að spila gegn frábæru liði sem fór á annað getustig í þessari leikseríu. Það breytir því ekki að þessi leikur átti ekki að vera leikurinn þar sem við vorum að bjarga lífi okkar. Mér fannst við koma vel inn í þetta en það sem varð okkur að falli voru leikirnir tveir þar á undan," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR í leikslok en hann vonast til þess að fá tækifæri til þess að halda áfram sem þjálfari KR á næstu leiktíð. „Við erum ekki búnir að skrifa undir eitt né neitt en ég farinn að undirbúa næsta vetur."Viðtalið við Hrafn í heild sinni: Hér er textalýsing blaðamanns frá leiknum:40. mín. Þór - KR 83-80. Leik lokið. Nýliðar Þórs eru komnir í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íslandsmeistaralið KR er úr leik og eru þessi úrslit því söguleg svo ekki sé meira sagt.38. mín. Staðan er 82-80 fyrir Þór. KR-ingar taka leikhlé, 1.13 eftir af leiknum. Dómarar leiksins dæmdu körfu af KR-ingum þar sem 24 sek. skotklukkan var runninn út.37. mín: Staðan er 78-78. Gott áhlaup frá KR-ingum aðeins 2.57 mín eftir af leiknum. Þórsarar taka leikhlé. Grétar Ingi Erlendsson er með 5 villur í liði Þórs og kemur ekki meira við sögu.35. mín: Staðan er 74-72 fyrir Þór.33. mín. Staðan er 74-69 fyrir Þór. Finnur Magnússon skoraði þriggja stiga körfu og fékk víti að auki. Grétar Ingi Erlendsson svaraði því með þriggja stiga körfu. Það er allt að verða vitlaust hérna í Þorlákshöfn.32. mín. Staðan er 71-66 fyrir Þór: Govens var að fá dæmda á sig ruðningsvillu. Og er þetta fjórða villan hjá honum. Þórsarar mótmæla þessum dómi harðlega og þeir hafa eitthvað til síns máls því þetta var frekar skrýtinn dómur.32. mín: Staðan er 71-66 fyrir Þór. Govens var að skora og virðist einbeittur fyrir lokakaflann.30. mín. Staðan er 69-66 fyrir Þór: Joshua Brown var með sýningu undir lok þriðja leikhluta í liði KR. Hann skoraði nánast þegar honum sýndist. Hann er með 16 stig alls og 10 stoðsendingar. Darrin Govens er stigahæstur hjá Þór með 16 stig og Guðmundur Jónsson er með 15. Það er gríðarleg spenna hér í Þorlákshöfn og hávaðinn er ærandi svo ekki sé meira sagt.28. mín. Staðan er 64-59 fyrir Þór: Hreggviður var að fá sína fjórðu villu hjá KR.25. mín: Staðan er 59-57 fyrir Þór: Rosaleg barátta úti á vellinum og menn vita að það er allt lagt undir í þessum leik. Nýliðarnir einu skrefi frá lokaúrslitum og Íslandsmeistararnir einu skrefi frá því að fara í sumarfrí.24. mín: Staðan er 57-49 fyrir Þór: Ferguson var að fá sína þriðju villu hjá KR. Það er lítil ánægja með dómgæsluna í herbúðum KR enda er liðið með 19 villur en Þór 9.23. mín. Staðan er 55-47 fyrir Þór. KR-ingar taka leikhlé. Það er ekkert að ganga upp hjá þeim í vörn né sókn. Guðmundur Jónsson var að sökkva einum stórum þristi fyrir heimamenn. Mesti munur á liðunum í leiknum.22. mín: Staðan er 48-45 fyrir Þór: Grétar Erlendsson var að fá sína þriðju villu hjá Þór. Það eru þrír KR -ingar með þrjár villur.21. mín: Staðan er 48-45 fyrir Þór. Síðari hálfleikur er byrjaður. Guðmundur Jónsson skoraði fyrstu stig Þórsara og stemningin er frábær hér í Þorlákshöfn.20. mín. Staðan er 46-45 fyrir Þór. Fyrri hálfleik lokið.Stig Þórs: Darrin Govens 14, Joseph Henley 8,Darri Hilmarsson 7, Guðmundur Jónsson 6, Blagov Janev 6, Grétar Ingi Erlendsson 3, Baldur Þór Ragnarsson 2.Stig KR: Robert Ferguson 11, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Magnússon 8, Joshua Brown 7, Dejan Sencanski 6, Martin Hermansson 3. Það hitnaði heldur betur í kolunum undir lok fyrri háfleiks. Dæmd var ásetningsvilla á Darrin Govens í liði Þórs. Heimamenn voru alls ekki sáttir við þann dóm. KR-ingar hafa verið mun grimmari að safna villum fram til þessa. KR er með 15 villur en Þórsarar eru með 7 villur.18. mín: Staðan er 43-40 fyrir Þór: Darri Hilmarsson stal boltanum af KR-ingum, brunaði upp og skoraði, auk þess sem hann fékk vítaskot. Vel gert hjá Darra.17. mín: Staðan er 38-40 fyrir KR. Martin Hermannsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir KR.16. mín: Staðan er 34-32: Þórsarar halda enn forskotinu og KR-ingar hafa enn ekki náð að komast yfir í þessum leik.14. mín: Staðan er 28-28. KR-ingar náðu góðri rispu og hafa nú jafnað leikinn.12. mín: Staðan er 26-21 fyrir Þór. KR-ingar eru að tapa baráttunni undir körfunni. Govens skoraði risaþrist og Baldur Ragnarsson bætti við stigum úr hraðaupphlaupi. KR-ingar hafa ekki sótt að körfunni eins og þeir gerðu svo vel undir lok fyrsta leikhluta.10. mín: Staðan er 19-18 fyrir Þór: Fyrsta leikhluta lokið. Ferguson skoraði fjögur síðustu stig fyrsta leikhluta fyrir KR. Stóri maðurinn er að finna sig og hann sækir hart að Henley undir körfunni. Darrin Govens, aðalskorari Þórs, hefur aðeins skorað 2 stig.9. mín: Staðan er 18-14: Hrafn Kristjánsson þjálfari KR tekur leikhlé.8. mín: Staðan er 16-12: Henley var að troða með tilþrifum fyrir Þórsara. Vörn KR er ekki að virka og heimamenn þurfa að hafa mun minna fyrir því að skora en gestirnir.6. mín: Staðan er 12-9: Guðmundur Jónsson var að skora þriggja stiga körfu fyrir Þór.5. mín: Staðan er 7-7: Joseph Henley kemur inn á í liði Þórs.4. mín: Staðan er 5-3: Fyrsta sókn KR-inga snérist eingöngu um að koma Robert Ferguson miðherja liðsins inn í leikinn. Hann var slakur í síðasta leik. Skot hans geigaði og KR-ingar vita að þeir þurfa að koma boltanum á stóru mennina undir körfunni ef þeir ætla að leggja Þór að velli.2. mín: Janev skorar fyrstu stig leiksins fyrir Þórsara með þriggja stiga skoti. 3-0.1. mín: Þá er leikurinn byrjaður og stemningin í húsinu er gríðarleg. Þetta verður fróðlegur leikur svo ekki sé meira sagt.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru þannig skipuð:Þór: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Grétar Ingi Erlendsson, Blagoj Janev og Darri Hilmarsson.KR: Martin Hermansson, Dejan Sencanski, Robert Ferguson, Joshua Brown og Finnur Atli Magnússon.Fyrir leik: Trommarar Græna Drekans ná að yfirgnæfa tónlistana sem er á háum styrk í hljóðkerfinu. Hávaðinn er ærandi og sá sem þetta skrifar hefur ekki hugmynd um hvaða tónlist er í gangi hérna í Þorlákshöfn - en ég myndi allavega ekki kaupa diskinn.Fyrir leik: Það eru 15 mínútur þar til að leikurinn hefst. Liðsmenn Græna Drekans eru áberandi og vel vopnaðir með trommur og lúðra. Það fer minna fyrir stuðningsmönnum KR. Einn þeirra er þó með stóran félagsfána í KR-búningnum og þar með er það upptalið.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Jón Bender er eftirlitsdómari.Fyrir leik: Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór. Með sigri komast nýliðarnir í úrslitaeinvígið gegn sigurliðinu úr einvígi Stjörnunnar og deildarmeistaraliði Grindavíkur. Ekkert lið hefur varið Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki frá því að Keflavík varði titilinn árið 2005 samkvæmt tölfræði sem Óskar Ófeigur Jónsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi tók saman. Sagan frá árinu 2006 er þannig:2006 Keflavík (Undanúrslit, 2-3 tap fyrir Skallagrími), 2007 Njarðvík (2. sæti, 1-3 tap fyrir KR), 2008 KR (8 liða úrslit, 1-2 tap fyrir ÍR), 2009 Keflavík (Undanúrslit, 0-3 tap fyrir KR), 2010 KR (Undanúrslit, 2-3 tap fyrir Snæfelli), 2011 Snæfell (Undanúrslit, 0-3 tap fyrir Stjörnunni), 2012 KR (???)Fyrir leik: Sæl verið þið. Það er mikil spenna í loftinu. Bæði lið eru byrjuð að hita upp og áhorfendur ætla ekki að láta sig vanta á stórleikinn. Það er þétt setið á áhorfendabekkjunum og útlit fyrir að það verði troðfullt hús. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir 83-80 sigur gegn Íslandsmeistaraliði KR í kvöld. Þetta var þriðji sigur Þórsara í einvíginu sem endaði 3-1. Þór leikur gegn Stjörnunni eða Grindavík í úrslitum en staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir Grindavík. Leikurinn var gríðarlega spennandi og bæði lið voru líkleg til þess að fagna sigri. Seigla Þórsara var mikil á lokakaflanum þar sem að hinn leikreyndi Guðmundur Jónsson gerð út um leikinn með vítaskoti 10 sekúndum fyrir leikslok, 83-80. Þórsarar eru til alls líklegir en liðið er búið að slá út Íslandsmeistara tveggja síðustu ára í úrslitakeppninni. Snæfell í 8-liða úrslitum og nú KR. Það var nánast jafnt á öllum tölum í leiknum í kvöld en heimamenn misstu forskotið aðeins tvívegis í leiknum. Staðan í hálfleik var 46-45 fyrir Þór og mesti munurinn á liðunum var 8 stig, 59-51 fyrir Þór. KR komst mest 2 stigum yfir í leiknum í stöðunni 38-40. Darren Govens var frábær í liði Þórs að venju og fáir sem standast honum snúning á slíkum kvöldum. Govens er "hershöfðinginn" sem stjórnar liði Þórs og hann lagði svo sannarlega sitt að mörkum í þessum leik, 22 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar og ekki gleyma 6 stolnum boltum. Joseph Henley hefur einnig breytt miklu í liði Þórs frá því hann kom til liðsins í 2. leiknum gegn KR í þessari seríu. Henley nýtist best undir körfunni og þar kann hann best við sig. Leikstíll Þórs hefur því breyst mikið og það hafa leikmenn á borð við Guðmund Jónsson, Darra Hilmarsson og Grétar Ingi Erlendsson nýtt sér. KR-ingar léku alls ekki illa í þessum leik og þeir nýttu sér styrk sinn mun betur en í undanförnum leikjum. Robert Ferguson miðherji liðsins fékk meiri stuðning frá liðsfélögum sínum og boltinn fór oftar á stóru mennina undir körfunni. Joshua Brown var einnig öflugur með 19 stig og 10 stoðsendingar. Finnur Magnússon sýndi styrk sinn líkt og Hreggviður Magnússon en það dugði ekki til. Íslandsmeistararnir eru farnir í sumarfrí sem þeir ætluðu sér svo sannarlega ekki að gera. Nýliðar Þórs voru einfaldlega betri í þessu einvígi - svo einfalt er það. Stemningin i Þorlákshöfn er engu lík. Græni Drekinn, stuðningsmannahópur Þórs hefur svo sannarlega staðið sig í stykkinu. Gríðarlegur meðbyr hjá félaginu sem er til alls líklegt í framhaldinu.Þór Þorlákshöfn - KR 83-80 (19-18, 27-27, 23-21, 14-14)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 22/8 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Joseph Henley 16/11 fráköst, Guðmundur Jónsson 16, Grétar Ingi Erlendsson 12, Blagoj Janev 8/8 fráköst, Darri Hilmarsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 2, Emil Karel Einarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0.KR: Joshua Brown 19/10 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/10 fráköst, Hreggviður Magnússon 12, Dejan Sencanski 10/7 fráköst, Martin Hermannsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Emil Þór Jóhannsson 0, Páll Fannar Helgason 0, Kristófer Acox 0, Jón Orri Kristjánsson 0/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Björgvin RúnarssonMyndbandsviðtal við Benedikt Guðmundsson:Myndbandsviðtal við Grétar Erlendsson leikmann Þórs:Myndbandsviðtal við Hrafn Kristjánsson þjálfara KR:Myndbandsviðtal við Darra Hilmarsson leikmann Þórs: Benedikt: Sannfærður um að við getum orðið meistarar„Við erum bara búnir að sýna það í vetur og í úrslitakeppninni að það er engin tilviljun að við erum á þessum stað. Ég sannfærður um að við getum orðið Íslandsmeistarar og ef einhver getur útskýrt það fyrir mér afhverju við gætum ekki orðið meistarar þá má hann hafa samband við mig," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í leikslok. „Það var lítið sem ekkert fjallað um okkur í vetur hvað varðar meistarabaráttuna. Við læddumst svona með og komum aftan að mönnum. Andlegi styrkurinn er mikill í þessu liði, ég hef lært það að það eru ekki alltaf leikkerfin sem skipta öllu máli. Það þarf líka að vinna í huganum á mönnum. Eitt af því sem ég gerði var að banna mönnum að lesa um okkur í fjölmiðlum," bætti Benedikt við.Viðtalið við Benedikt í heild sinni: Hrafn: Mér fannst við koma vel inn í þettaHrafn Kristjánsson þjálfari KR var að vonum svekktur með niðurstöðuna. „Við vorum að spila gegn frábæru liði sem fór á annað getustig í þessari leikseríu. Það breytir því ekki að þessi leikur átti ekki að vera leikurinn þar sem við vorum að bjarga lífi okkar. Mér fannst við koma vel inn í þetta en það sem varð okkur að falli voru leikirnir tveir þar á undan," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR í leikslok en hann vonast til þess að fá tækifæri til þess að halda áfram sem þjálfari KR á næstu leiktíð. „Við erum ekki búnir að skrifa undir eitt né neitt en ég farinn að undirbúa næsta vetur."Viðtalið við Hrafn í heild sinni: Hér er textalýsing blaðamanns frá leiknum:40. mín. Þór - KR 83-80. Leik lokið. Nýliðar Þórs eru komnir í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íslandsmeistaralið KR er úr leik og eru þessi úrslit því söguleg svo ekki sé meira sagt.38. mín. Staðan er 82-80 fyrir Þór. KR-ingar taka leikhlé, 1.13 eftir af leiknum. Dómarar leiksins dæmdu körfu af KR-ingum þar sem 24 sek. skotklukkan var runninn út.37. mín: Staðan er 78-78. Gott áhlaup frá KR-ingum aðeins 2.57 mín eftir af leiknum. Þórsarar taka leikhlé. Grétar Ingi Erlendsson er með 5 villur í liði Þórs og kemur ekki meira við sögu.35. mín: Staðan er 74-72 fyrir Þór.33. mín. Staðan er 74-69 fyrir Þór. Finnur Magnússon skoraði þriggja stiga körfu og fékk víti að auki. Grétar Ingi Erlendsson svaraði því með þriggja stiga körfu. Það er allt að verða vitlaust hérna í Þorlákshöfn.32. mín. Staðan er 71-66 fyrir Þór: Govens var að fá dæmda á sig ruðningsvillu. Og er þetta fjórða villan hjá honum. Þórsarar mótmæla þessum dómi harðlega og þeir hafa eitthvað til síns máls því þetta var frekar skrýtinn dómur.32. mín: Staðan er 71-66 fyrir Þór. Govens var að skora og virðist einbeittur fyrir lokakaflann.30. mín. Staðan er 69-66 fyrir Þór: Joshua Brown var með sýningu undir lok þriðja leikhluta í liði KR. Hann skoraði nánast þegar honum sýndist. Hann er með 16 stig alls og 10 stoðsendingar. Darrin Govens er stigahæstur hjá Þór með 16 stig og Guðmundur Jónsson er með 15. Það er gríðarleg spenna hér í Þorlákshöfn og hávaðinn er ærandi svo ekki sé meira sagt.28. mín. Staðan er 64-59 fyrir Þór: Hreggviður var að fá sína fjórðu villu hjá KR.25. mín: Staðan er 59-57 fyrir Þór: Rosaleg barátta úti á vellinum og menn vita að það er allt lagt undir í þessum leik. Nýliðarnir einu skrefi frá lokaúrslitum og Íslandsmeistararnir einu skrefi frá því að fara í sumarfrí.24. mín: Staðan er 57-49 fyrir Þór: Ferguson var að fá sína þriðju villu hjá KR. Það er lítil ánægja með dómgæsluna í herbúðum KR enda er liðið með 19 villur en Þór 9.23. mín. Staðan er 55-47 fyrir Þór. KR-ingar taka leikhlé. Það er ekkert að ganga upp hjá þeim í vörn né sókn. Guðmundur Jónsson var að sökkva einum stórum þristi fyrir heimamenn. Mesti munur á liðunum í leiknum.22. mín: Staðan er 48-45 fyrir Þór: Grétar Erlendsson var að fá sína þriðju villu hjá Þór. Það eru þrír KR -ingar með þrjár villur.21. mín: Staðan er 48-45 fyrir Þór. Síðari hálfleikur er byrjaður. Guðmundur Jónsson skoraði fyrstu stig Þórsara og stemningin er frábær hér í Þorlákshöfn.20. mín. Staðan er 46-45 fyrir Þór. Fyrri hálfleik lokið.Stig Þórs: Darrin Govens 14, Joseph Henley 8,Darri Hilmarsson 7, Guðmundur Jónsson 6, Blagov Janev 6, Grétar Ingi Erlendsson 3, Baldur Þór Ragnarsson 2.Stig KR: Robert Ferguson 11, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Magnússon 8, Joshua Brown 7, Dejan Sencanski 6, Martin Hermansson 3. Það hitnaði heldur betur í kolunum undir lok fyrri háfleiks. Dæmd var ásetningsvilla á Darrin Govens í liði Þórs. Heimamenn voru alls ekki sáttir við þann dóm. KR-ingar hafa verið mun grimmari að safna villum fram til þessa. KR er með 15 villur en Þórsarar eru með 7 villur.18. mín: Staðan er 43-40 fyrir Þór: Darri Hilmarsson stal boltanum af KR-ingum, brunaði upp og skoraði, auk þess sem hann fékk vítaskot. Vel gert hjá Darra.17. mín: Staðan er 38-40 fyrir KR. Martin Hermannsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir KR.16. mín: Staðan er 34-32: Þórsarar halda enn forskotinu og KR-ingar hafa enn ekki náð að komast yfir í þessum leik.14. mín: Staðan er 28-28. KR-ingar náðu góðri rispu og hafa nú jafnað leikinn.12. mín: Staðan er 26-21 fyrir Þór. KR-ingar eru að tapa baráttunni undir körfunni. Govens skoraði risaþrist og Baldur Ragnarsson bætti við stigum úr hraðaupphlaupi. KR-ingar hafa ekki sótt að körfunni eins og þeir gerðu svo vel undir lok fyrsta leikhluta.10. mín: Staðan er 19-18 fyrir Þór: Fyrsta leikhluta lokið. Ferguson skoraði fjögur síðustu stig fyrsta leikhluta fyrir KR. Stóri maðurinn er að finna sig og hann sækir hart að Henley undir körfunni. Darrin Govens, aðalskorari Þórs, hefur aðeins skorað 2 stig.9. mín: Staðan er 18-14: Hrafn Kristjánsson þjálfari KR tekur leikhlé.8. mín: Staðan er 16-12: Henley var að troða með tilþrifum fyrir Þórsara. Vörn KR er ekki að virka og heimamenn þurfa að hafa mun minna fyrir því að skora en gestirnir.6. mín: Staðan er 12-9: Guðmundur Jónsson var að skora þriggja stiga körfu fyrir Þór.5. mín: Staðan er 7-7: Joseph Henley kemur inn á í liði Þórs.4. mín: Staðan er 5-3: Fyrsta sókn KR-inga snérist eingöngu um að koma Robert Ferguson miðherja liðsins inn í leikinn. Hann var slakur í síðasta leik. Skot hans geigaði og KR-ingar vita að þeir þurfa að koma boltanum á stóru mennina undir körfunni ef þeir ætla að leggja Þór að velli.2. mín: Janev skorar fyrstu stig leiksins fyrir Þórsara með þriggja stiga skoti. 3-0.1. mín: Þá er leikurinn byrjaður og stemningin í húsinu er gríðarleg. Þetta verður fróðlegur leikur svo ekki sé meira sagt.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru þannig skipuð:Þór: Darrin Govens, Guðmundur Jónsson, Grétar Ingi Erlendsson, Blagoj Janev og Darri Hilmarsson.KR: Martin Hermansson, Dejan Sencanski, Robert Ferguson, Joshua Brown og Finnur Atli Magnússon.Fyrir leik: Trommarar Græna Drekans ná að yfirgnæfa tónlistana sem er á háum styrk í hljóðkerfinu. Hávaðinn er ærandi og sá sem þetta skrifar hefur ekki hugmynd um hvaða tónlist er í gangi hérna í Þorlákshöfn - en ég myndi allavega ekki kaupa diskinn.Fyrir leik: Það eru 15 mínútur þar til að leikurinn hefst. Liðsmenn Græna Drekans eru áberandi og vel vopnaðir með trommur og lúðra. Það fer minna fyrir stuðningsmönnum KR. Einn þeirra er þó með stóran félagsfána í KR-búningnum og þar með er það upptalið.Fyrir leik: Dómarar leiksins eru Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson. Jón Bender er eftirlitsdómari.Fyrir leik: Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Þór. Með sigri komast nýliðarnir í úrslitaeinvígið gegn sigurliðinu úr einvígi Stjörnunnar og deildarmeistaraliði Grindavíkur. Ekkert lið hefur varið Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki frá því að Keflavík varði titilinn árið 2005 samkvæmt tölfræði sem Óskar Ófeigur Jónsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi tók saman. Sagan frá árinu 2006 er þannig:2006 Keflavík (Undanúrslit, 2-3 tap fyrir Skallagrími), 2007 Njarðvík (2. sæti, 1-3 tap fyrir KR), 2008 KR (8 liða úrslit, 1-2 tap fyrir ÍR), 2009 Keflavík (Undanúrslit, 0-3 tap fyrir KR), 2010 KR (Undanúrslit, 2-3 tap fyrir Snæfelli), 2011 Snæfell (Undanúrslit, 0-3 tap fyrir Stjörnunni), 2012 KR (???)Fyrir leik: Sæl verið þið. Það er mikil spenna í loftinu. Bæði lið eru byrjuð að hita upp og áhorfendur ætla ekki að láta sig vanta á stórleikinn. Það er þétt setið á áhorfendabekkjunum og útlit fyrir að það verði troðfullt hús.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum