Fótbolti

Cassano búinn að fá grænt ljós | Má spila með AC MIlan á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano. Mynd/Nordic Photos/Getty
Antonio Cassano, framherji AC Milan og ítalska landsliðsins, má nú spila með liðinu á nýjan leik en hann hefur ekkert verið með síðan í lok október og hefur í millitíðinni gengist undir aðgerð á hjarta.

Cassano fór fyrir tíu manna læknanefnd í gær og hún gaf honum grænt ljós að fara að spila alvöru fótbolta á ný sem eru góðar fréttir fyrir AC Milan og jafnframt ítalska landsliðið sem er að fara að keppa á EM í sumar.

Cassano var lagður inn á sjúkrahús eftir 3-2 sigur AC Milan á Roma 29. október síðastliðinn og það leit út fyrir að hann hafi fengið heilablóðfall. Hann gekkst síðan undir litla hjartaaðferð sex dögum seinna.

Cassano fór að æfa sjálfur í janúar og á fimmtudaginn var síðan fyrsta æfingin hans með liðsfélgöum sínum í AC Milan liðinu. Það verður síðan að koma í ljós hvort hann nái því að koma sér í form fyrir EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×