Viðskipti innlent

Vilja svör frá Seðlabanka Íslands

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.
Samherji sendi í dag gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bréf í dag þar sem óskað var eftir upplýsingum um húsleit hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja.

Við húsleitina framvísuðu starfsmenn Seðlabankans húsleitarúrskurðum þar sem það eitt kom fram að grunur væri um brot gegn lögum um gjaldeyrismál, án þess að tilgreint væri í hverju meint brot felast.

Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur Seðlabankinn staðfastlega neitað að upplýsa nánar um hvaða háttsemi Samherji og tengd félög eru talin hafa gerst sek um.

Samherji sendi gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bréf í dag þar sem óskað var eftir þessum upplýsingum.

Hér fyrir neðan má sjá bréfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×