Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Snæfell 72-65 Kolbeinn Tumi Daðason í Þorlákshöfn skrifar 5. apríl 2012 13:45 Mynd / Daníel Nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik eftir 72-65 sigur í dramatískum oddaleik gegn Snæfell í Þorlákshöfn. Heimamenn komu mun betur stemmdir í Þorlákshöfn í kvöld. Þeir lokuðu vel á Snæfellinga sem gekk lítið að skora. Fljótlega varð ljóst að leikurinn yrði ekki stigahár enda spennustigið afar hátt. Heimamenn hefðu líklega klárað leikinn í fyrri hálfleik hefði ekki verið fyrir fínan kafla hjá Nonna Mæju í öðrum leikhluta sem hélt Snæfellingum í seilingarfjarlægð við heimamenn sem leiddu í hálfleik 37-33. Aftur settu heimamenn í gírinn í þriðja leikhluta og jóku við forskotið þótt Darrin Govens og Darri Hilmarsson væru báðir komnir með þrjár villur. Þeir komust mest 15 stigum yfir þegar gestirnir skelltu í lás. Þór skoraði ekki stig í heilar sjö mínútur og aðeins tvö á 13 mínútum. Hafþór Gunnarsson átti frábæra innkomu af bekknum og Snæfell komið níu stigum yfir, 54-63, þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá snerist dæmið algjörlega við. Í stöðunni 59-65 frusu gestirnir á meðan Þórsarar settu niður hverja risakörfuna á fætur annarri. Blagoj Janev setti tvo þrista með skömmu millibili og Hairston varði hvert skotið á fætur öðru í teignum. Ingi Þór, þjálfari Snæfellinga, var eitt spurningamerki á hliðarlínunni. Síðustu 13 stigin voru heimamanna sem unnu 72-65. Magnað afrek hjá nýliðum Þórs sem eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrstu tilraun. Erfitt er að sigta út besta leikmann heimamanna. Þegar mest lá við í lokafjórðungnum setti Janev mikilvægar þriggja stiga körfur og Hairston, sem varði sjö skot í leiknum, lokaði leið gestanna að körfunni. Darrin Govens hefur oft skorað meira en setti sín stig auk þess sem Darri var áræðinn þegar þurfti. Hjá gestunum áttu Nonni Mæju og Hafþór Gunnarsson frábæra kafla sem mætti lýsa sem sýningum. Þær komu á tíma þar sem staða gestanna virtist vonlítil. Quincy Hankins-Cole var atkvæðamikill í stigum og fráköstum og spilaði heilt yfir vel. Marcus Sheldon-Hall olli hins vegar töluverðum vonbrigðum, skoraði aðeins tólf stig og vantaði töggur þegar á reyndi. Þá virtist Pálma Frey Sigurgeirssyni ekki langa að skjóta á körfuna í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar mæta KR í undanúrslitum en fyrsti leikur liðanna fer fram í Vesturbænum á mánudagskvöldið. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.Tölfræði leiksins Þór Þorlákshöfn-Snæfell 72-65 (20-13, 17-20, 15-17, 20-15)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 19/7 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Matthew James Hairston 10/15 fráköst/7 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 6, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Quincy Hankins-Cole 20/17 fráköst, Marquis Sheldon Hall 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 2, Ólafur Torfason 2, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Benni: Við stefnum á titilinn„Þetta var fáránlegur leikur og maður er ennþá að ráða í hann. Við vorum með undirtökin megnið af leiknum en fáum svo á okkur 26-2 kafla og maður á ekki að geta unnið svoleiðis leik. Sem betur fer stigum við upp í restina og kláruðum þetta á 13-0 kafla," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs kampakátur með sigurinn. Þór hafði frumkvæðið lengi vel en skoraði ekki í sjö mínútur í þriðja leikhluta. Snæfell komst inn í leikinn og náði mest níu stiga forystu. „Við fínstilltum okkur varnarlega. Þótt við hefðum ekki skorað tvö stig á 13-14 mínútum var það versta að þeir skoruðu körfur í nánast öllum sínum sóknum. Við fundum taktinn aftur, fengum hraðupphlaupin og brutum ísinn sóknarlega. Það var lykillinn," sagði Benedikt sem segir árangur Þórs í grennd við hans björtustu vonir. Benedikt segir sigurinn gera mikið fyrir bæjarfélagið. „Þegar ég kom hingað í fyrra fannst mér almennt lítill íþróttaáhugi. Ég vona að fólk sé að uppgötva hvað þetta er gaman og spennandi. Haldi áfram að mæta á leiki því þetta gefur bæjarfélaginu mikið að vera í umfjölluninni," segir Benni sem vill sjá fólk á fótboltavellinum í sumar. „Um leið og karfan er búin á fólk að flykkjast á fótboltavöllinn. Okkar metnaður liggur í því að gera Þorlákshöfn að íþróttabæ," sagði Benni sem hefur engar áhyggjur af því að hans menn séu saddir. „Ég hef mestar áhyggjur af líkamlegu standi manna. Við höfum spilað á þremur meiddum mönnum og þetta hefur rétt sloppið. Það kemur að því að menn þurfi hvíld til að ná sér góðum en það er enginn tími í boði," sagði Benni sem segir sína menn stefna á titilinn líkt og hin liðin. „Menn eru ekkert saddir heldur stefna bara á titilinn eins og hin liðin." Ingi Þór: Köstuðum frá okkur báðum leikjunum hér„Á einhverjum fimm dögum eru bæði liðin dottin út. Þetta eru erfiðir klukkutímar og ég er mjög svekktur eftir að við köstuðum frá okkur sigrinum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfell. Ingi Þór sagði að honum liði eins og hans menn hefðu gefið frá sér báða leikina í Þorlákshöfn. Aðspurður hvað hefði vantað upp á í lokin hjá gestunum sagði Ingi Þór: „Það vantaði aðeins meiri klókindi. Við komumst níu stigum yfir eftir að hafa verið fimmtán stigum undir. Við fengum frábært framlag, Haffi Gunn kveikti í þessu og Óli kom sterkur af bekknum," sagði Ingi svekktur. „Tækifærið var fyrir framan okkur, þetta lá í loftinu en það vantaði smá auka til að klára þessa einu sókn til að koma okkur í þægilega stöðu. Þeir runnu á bragðið og svona fór þetta," sagði Ingi sem segir ekkert sárara að detta út gegn Benna félaga sínum. „Það er eins gott að Benni geri eitthvað, hendi mér ekki bara út úr keppninni og skíti svo upp á bak," sagði Ingi Þór sem sagðist þó ekki munu halda með Þór frekar en öðrum liðum í framhaldinu. Ingi Þór segir ljóst að hann verði áfram í Stykkishólmi. „Ég á tvö ár eftir af samningi. Við svekkjum okkur á morgun og förum svo að skoða hvernig við ætlum að koma til leiks á næsta ári," sagði Ingi Þór. Bein textalýsing blaðamanns frá vellinum.4. leikhluti Goven setur bæði ofan í og Sheldon-Hall misnotar þriggja stiga skot hinum megin. 68-65 þegar Janev fer á línuna og 10 sekúndur eftir.4. leikhluti Govens skorar og kemur heimamönnum yfir 66-65 þegar hálf mínúta er eftir. Snæfell bregst bogalistin og gestirnir brjóta. 24 sekúndur eftir þegar Govens fer á línuna.4. leikhluti Aftur setur Janev þrist og nú munar aðeins einu stigi 64-65. Þvílíkur viðsnúningur á nákvæmlega engum tíma. 1:43 á klukkunni þegar Ingi tekur leikhlé. Þvílík spenna.4. leikhluti Hvað er að gerast hér. Janev setur þrist og staðan orðin 59-65 eftir Nonni Mæju setur boltann ofan í. Hlutirnir farnir að gerast ansi hratt enda lítið eftir. Tvær og hálf mínúta á klukkunni.4. leikhluti Forysta gestanna orðin níu stig. 54-63. Nonni Mæju með þrist og heimamenn tapa boltanum. Set mína peninga á Snæfell þegar fjórar mínútur eru eftir.4. leikhluti Guðmundur Jónsson fær sína fimmtu villu hjá heimamönnum. Syrtir heldur betur í álinn hjá nýliðunum.4. leikhluti Gestirnir komnir með undirtökin þökk sé tveimur langskotum Hankins-Cole en hann virðsit þó hafa stigið á línuna í bæði skiptin. Nú bætti Nonni Mæju við tveimur stigum. Staðan 54-60.4. leikhluti Matthew Hariston skoraði fyrstu stig leikhlutans með troðslu og batt enda á sjö stigalausar mínútur hjá heimamönnum. Hanksins-Cole og Sheldon-Hall með tvö stig hvor hinum megin. Jafnt í fyrsta skipti 54-54.3. leikhluta lokið Þvílík spenna fyrir lokafjórðunginn. Staðan er 52-50 fyrir Þór. Heimamenn skoruðu ekki síðustu sex mínútur leikhlutans á meðan Hafþór Gunnarsson setti sjö stig á skömmum tíma. Snæfellingar þurftu svo sannarlega á innblástri að halda og Hafþór kom með hann.3. leikhluti Þvílík endurkoma. Hafþór með tvö stig til viðbótar og svo troðsla hjá Hankins-Cole. 52-50.3. leikhluti Það er heldur betur að færast fjör í þetta. Þór var komið með þægilega forystu en gestirnir búnir að minnka hana niður í 8 stig. Frábær innkoma hjá Hafþóri Inga Gunnarssyni sem setti fimm stig í röð. Nú var Ólafur Torfason að fiska ruðning. Snæfell með boltann þegar tvær mínútur er eftir af fjórðungnum. Benni tekur leikhlé. Darri og Ólafur Torfa með fjórar villur.3. leikhluti Darri setti þrist og heimamenn komnir 12 stigum yfir 47-35. Ingi Þór vægast sagt ósáttur við ritaraborðið sem biður hann um að róa sig. Sárt að fá ekki þessu þrjú stig en um réttan dóm var að ræða. Lætin í húsinu er bara það mikil að fæstir heyrðu skotklukkuna renna út.3. leikhluti Hér gerðist athyglivert atvik. Skotklukkan rann út en dómararnir heyrðu það ekki. Sveinn Arnar setti þrist ofan í og leikmenn héldu áfram leik. Þá stöðvaði ritaraborðið leikinn og upphófst mikil reikistefna sem lauk með því að Þórsarar fengu boltann og stigin tekin af Snæfelli. Hárréttur dómur og gestirnir geta ekki kvartað.3. leikhluti Þórsarar mæta klárir í hálfleikinn og setja fyrstu fimm stigin. Hairston setti þriggja stiga körfu og staðan 42-33.3. leikhluti Kristinn Óskarsson búinn að ganga úr skugga um að fimm leikmenn úr hvoru liði séu inni á vellinum og leikurinn getur hafist að nýju.Umræða í hálfleik: Ingi Þór spyr starfsmann við ritaraborð hversu langt sé í að síðari hálfleikurinn hefjist. Starfsmaðurinn svarar að maðurinn með klukkuna hafi brugðið sér frá. Hann segir hálfleikinn vera 15 mínútur og Ingi segist vel meðvitaður um það. Þá virðist stólinn sem honum var úthlutaður í ólagi og því er snarlega kippt í liðinn.Hálfleikur Staðan í hálfleik 37-33 heimamönnum í vil. Sheldon-Hall fékk galopið sniðskot undir lok hálfleiksins en geigaði. „Djöfullinn er þetta öskraði Ingi Þór" en við blaðamenn sitjum beint fyrir aftan bekk Snæfells. Heimamenn hafa haft frumkvæðið og leitt leikinn frá byrjun. Snæfellingar þó alltaf verið skammt undan og unnu 2. leikhlutann 20-17. Sex leikmenn hafa skorað fyrir heimamenn en aðeins Kanarnir og Nonni Mæju eru komnir á blað hjá gestunum. Govens er með 11 stig og Janev 9 stig hjá Þór. Nonni Mæju setti upp sýningu í 2. leikhluta og er kominn með 15 stig fyrir Snæfell. Án hans væru gestirnir í djúpum skít. Darrin Govens og Darri Hilmarsson eru komnir með þrjár villur hjá heimamönnum og verða að passa sig. Ólafur Torfason er á hinn bóginn með fjórar hjá Snæfelli og einni villu frá útilokun. Það vill oft verða í leikjum þar sem mikið er undir líkt og í bikarleikjum og oddaleikjum í úrslitakeppninni að lítið er skorað. Hálfleiksstaðan í Hólminum síðast þegar liðin mættust var 47-49 en leikmönnum gengur verra ð koma knettinum sína leið hér í Þorlákshöfn.2. leikhluti Hankins-Cole setti þrist og minnkaði muninn í 33-31. Hann fékk í þessum töluðu Hairston ofan á sig eftir töluverðan atgang og stingur aðeins við. Hef engar áhyggjur af því að hann verði ekki klár eftir nokkrar mínútur. Mínúta eftir af hálfleiknum. Lítið skorað í Þorlákshöfn.2. leikhluti Ólafur Torfason hjá Snæfell kominn með fjórar villur og tvær mínútur eftir af öðrum leikhlut. Matthew Hairston blakaði frákasti ofan í auk þess var brotið á honum. Ekkert nema net í vítaskotinu. Staða 33-28 og Ingi tekur leikhlé. Í fyrri hálfleiknum hafa Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson hjá Þór fengið dæmda á sig umdeildan ruðning þegar þeir skoruðu. Ruðningsdómar oftar en ekki á gráu svæði en heimamenn alls ekki sáttir.2. leikhluti Þristar á hvorum enda. Fyrst Hankins-Cole og svo Janev hjá Þórsurum. Staðan 30-24.2. leikhluti Staðan er 25-19. Darrin Govens kominn með þrjár villur hjá heimamönnum. Þetta gæti reynst dýrkeypt enda Govens algjör lykilmaður. Benni hristir hausinn.2. leikhluti Velkominn til leiks Nonni Mæju. Fimm stig í röð hjá kauða og munurinn aðeins þrjú stig, 22-19. Benni tekur leikhlé.1. leikhluta lokið Staðan er 20-13 heimamönnum í vil. Darrin Govens kominn með 8 stig hjá Þór en Sheldon-Hall með 5 stig hjá Snæfelli. Það sést langar leiðir hvað það er mikið undir hér í kvöld. Gríðarlegur ákafi í öllum leikmönnum en Ingi Þór getur ekki verið sáttur með að Snæfell skoraði aðeins 13 stig í leikhlutanum.1. leikhluti Benni alveg brjálaður á hliðarlínunni. Govens tapaði boltanum klaufalega og svo var brotið á Sheldon-Hall í þriggja stiga skoti sem rataði ofan í. Það gerði vítið þó ekki.1. leikhluti Þórsarar áfram með frumkvæðið. 16-10 eftir sjö mínútur. Guðmundur Jónsson var að setja þrist (leiðrétt: steig á línuna) og þar á undan varði Hairston skot Sveins Arnar með tilþrifum. Mikil læti í Græna Drekanum en stuðningsmenn Snæfells í smá pásu.1. leikhluti Heimamenn byrja betur vel studdir af stuðningsmönnum sínum sem hafa tekið völdin í stúkunni. Hankins Cole bauð upp á rándýra troðslu. Staðan er 8-4 eftir tvær og hálfa mínútu.Byrjunarliðin Þórs: Darrin Govens Blagoj Janev Matthew Hairston Guðmundur Jónsson Darri HilmarssonByrjunarlið Snæfells: Quincy Hankins-Cole Marquis Sheldon Hall Sveinn Arnar Davíðsson Pálmi Freyr Sigurgeirsson Jón Ólafur Jónsson Fyrir leik: Benni er nýmættur út í sal en kunnugir segja að hann sé yfirleitt ekki kominn út á völl fyrr en rétt fyrir leik. Ingi Þór hefur hins vegar verið á svæðinu í lengri tíma, eldhress og tekur í spaðann á fjölmiðlamönnum sem öðrum.Fyrir leik: Þá er allt að verða klárt. Gestaliðið fékk óvenjufína kynningu en alltof algengt er að vallarþulir muldri í hljóðnemann þegar gestirnir eru kynntir. Trommukjuðunum er sveiflað í misgóðum takti en það verða svo sannarlega læti, lalalala læti, hér í kvöld.Fyrir leik: Plötusnúður kvöldsins kemur víða við í lagavali sínu. 'Don't stop me know' með Queen var að klárast og nú er það 'You shook me all night long' með ACDC. Fínasta tónlist en í takt við stemmninguna í húsinu og nálægt við hátalara er undirritaður farinn að sjá eftir því að hafa skilið eyrnatappana eftir heima. Lúxusvandamál.Fyrir leik: Benni og Ingi eiga það einnig sameiginlegt að hafa gert KR að Íslandsmeisturum í meistaraflokki.Fyrir leik: Bæði lið unnu heimaleiki sína í einvíginu og leikurinn í kvöld úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum. Þjálfarar liðanna þekkjast vel, eru reyndar miklir vinir. Ingi Þór og Benni eru báðir fæddir á því herrans ári 1972 og þjálfuðu yngri flokka KR með góðum árangri til að byrja með. Úrvalsárgangur KR fæddur árið 1982 lék undir handleiðslu þeirra félaga um árabil. Meðal leikmanna fæddir það ár eru atvinnumennirnir Jakob Örn Sigurðarson, Helgi Már Magnússon auk Jóns Arnórs Stefánssonar. Allt burðarásar í íslenska landsliðinu.Fyrir leik: Stuðningsmannasveit Þórsara, Græni drekinn, er nýkomin í hús. Það var dýrari týpann því eldgrænn Cadillac með kerru fermdi sveitina á völlinn. Nokkrar bjórflöskur urðu eftir í kerrunni sem gefur vísbendingar að menn hafi tekið upphitunina með trompi. Fyrir leik: Velkomin í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn þar sem framundan er oddaleikur Þórs og Snæfells. Leikmenn beggja liða eru á fullu í upphitun og stúkan er vel skipuð og þar er þétt setið. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Nýliðar Þórs frá Þorlákshöfn eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik eftir 72-65 sigur í dramatískum oddaleik gegn Snæfell í Þorlákshöfn. Heimamenn komu mun betur stemmdir í Þorlákshöfn í kvöld. Þeir lokuðu vel á Snæfellinga sem gekk lítið að skora. Fljótlega varð ljóst að leikurinn yrði ekki stigahár enda spennustigið afar hátt. Heimamenn hefðu líklega klárað leikinn í fyrri hálfleik hefði ekki verið fyrir fínan kafla hjá Nonna Mæju í öðrum leikhluta sem hélt Snæfellingum í seilingarfjarlægð við heimamenn sem leiddu í hálfleik 37-33. Aftur settu heimamenn í gírinn í þriðja leikhluta og jóku við forskotið þótt Darrin Govens og Darri Hilmarsson væru báðir komnir með þrjár villur. Þeir komust mest 15 stigum yfir þegar gestirnir skelltu í lás. Þór skoraði ekki stig í heilar sjö mínútur og aðeins tvö á 13 mínútum. Hafþór Gunnarsson átti frábæra innkomu af bekknum og Snæfell komið níu stigum yfir, 54-63, þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá snerist dæmið algjörlega við. Í stöðunni 59-65 frusu gestirnir á meðan Þórsarar settu niður hverja risakörfuna á fætur annarri. Blagoj Janev setti tvo þrista með skömmu millibili og Hairston varði hvert skotið á fætur öðru í teignum. Ingi Þór, þjálfari Snæfellinga, var eitt spurningamerki á hliðarlínunni. Síðustu 13 stigin voru heimamanna sem unnu 72-65. Magnað afrek hjá nýliðum Þórs sem eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrstu tilraun. Erfitt er að sigta út besta leikmann heimamanna. Þegar mest lá við í lokafjórðungnum setti Janev mikilvægar þriggja stiga körfur og Hairston, sem varði sjö skot í leiknum, lokaði leið gestanna að körfunni. Darrin Govens hefur oft skorað meira en setti sín stig auk þess sem Darri var áræðinn þegar þurfti. Hjá gestunum áttu Nonni Mæju og Hafþór Gunnarsson frábæra kafla sem mætti lýsa sem sýningum. Þær komu á tíma þar sem staða gestanna virtist vonlítil. Quincy Hankins-Cole var atkvæðamikill í stigum og fráköstum og spilaði heilt yfir vel. Marcus Sheldon-Hall olli hins vegar töluverðum vonbrigðum, skoraði aðeins tólf stig og vantaði töggur þegar á reyndi. Þá virtist Pálma Frey Sigurgeirssyni ekki langa að skjóta á körfuna í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar mæta KR í undanúrslitum en fyrsti leikur liðanna fer fram í Vesturbænum á mánudagskvöldið. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitunum.Tölfræði leiksins Þór Þorlákshöfn-Snæfell 72-65 (20-13, 17-20, 15-17, 20-15)Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 19/7 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Matthew James Hairston 10/15 fráköst/7 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 6, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Quincy Hankins-Cole 20/17 fráköst, Marquis Sheldon Hall 12, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 2, Ólafur Torfason 2, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Benni: Við stefnum á titilinn„Þetta var fáránlegur leikur og maður er ennþá að ráða í hann. Við vorum með undirtökin megnið af leiknum en fáum svo á okkur 26-2 kafla og maður á ekki að geta unnið svoleiðis leik. Sem betur fer stigum við upp í restina og kláruðum þetta á 13-0 kafla," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs kampakátur með sigurinn. Þór hafði frumkvæðið lengi vel en skoraði ekki í sjö mínútur í þriðja leikhluta. Snæfell komst inn í leikinn og náði mest níu stiga forystu. „Við fínstilltum okkur varnarlega. Þótt við hefðum ekki skorað tvö stig á 13-14 mínútum var það versta að þeir skoruðu körfur í nánast öllum sínum sóknum. Við fundum taktinn aftur, fengum hraðupphlaupin og brutum ísinn sóknarlega. Það var lykillinn," sagði Benedikt sem segir árangur Þórs í grennd við hans björtustu vonir. Benedikt segir sigurinn gera mikið fyrir bæjarfélagið. „Þegar ég kom hingað í fyrra fannst mér almennt lítill íþróttaáhugi. Ég vona að fólk sé að uppgötva hvað þetta er gaman og spennandi. Haldi áfram að mæta á leiki því þetta gefur bæjarfélaginu mikið að vera í umfjölluninni," segir Benni sem vill sjá fólk á fótboltavellinum í sumar. „Um leið og karfan er búin á fólk að flykkjast á fótboltavöllinn. Okkar metnaður liggur í því að gera Þorlákshöfn að íþróttabæ," sagði Benni sem hefur engar áhyggjur af því að hans menn séu saddir. „Ég hef mestar áhyggjur af líkamlegu standi manna. Við höfum spilað á þremur meiddum mönnum og þetta hefur rétt sloppið. Það kemur að því að menn þurfi hvíld til að ná sér góðum en það er enginn tími í boði," sagði Benni sem segir sína menn stefna á titilinn líkt og hin liðin. „Menn eru ekkert saddir heldur stefna bara á titilinn eins og hin liðin." Ingi Þór: Köstuðum frá okkur báðum leikjunum hér„Á einhverjum fimm dögum eru bæði liðin dottin út. Þetta eru erfiðir klukkutímar og ég er mjög svekktur eftir að við köstuðum frá okkur sigrinum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfell. Ingi Þór sagði að honum liði eins og hans menn hefðu gefið frá sér báða leikina í Þorlákshöfn. Aðspurður hvað hefði vantað upp á í lokin hjá gestunum sagði Ingi Þór: „Það vantaði aðeins meiri klókindi. Við komumst níu stigum yfir eftir að hafa verið fimmtán stigum undir. Við fengum frábært framlag, Haffi Gunn kveikti í þessu og Óli kom sterkur af bekknum," sagði Ingi svekktur. „Tækifærið var fyrir framan okkur, þetta lá í loftinu en það vantaði smá auka til að klára þessa einu sókn til að koma okkur í þægilega stöðu. Þeir runnu á bragðið og svona fór þetta," sagði Ingi sem segir ekkert sárara að detta út gegn Benna félaga sínum. „Það er eins gott að Benni geri eitthvað, hendi mér ekki bara út úr keppninni og skíti svo upp á bak," sagði Ingi Þór sem sagðist þó ekki munu halda með Þór frekar en öðrum liðum í framhaldinu. Ingi Þór segir ljóst að hann verði áfram í Stykkishólmi. „Ég á tvö ár eftir af samningi. Við svekkjum okkur á morgun og förum svo að skoða hvernig við ætlum að koma til leiks á næsta ári," sagði Ingi Þór. Bein textalýsing blaðamanns frá vellinum.4. leikhluti Goven setur bæði ofan í og Sheldon-Hall misnotar þriggja stiga skot hinum megin. 68-65 þegar Janev fer á línuna og 10 sekúndur eftir.4. leikhluti Govens skorar og kemur heimamönnum yfir 66-65 þegar hálf mínúta er eftir. Snæfell bregst bogalistin og gestirnir brjóta. 24 sekúndur eftir þegar Govens fer á línuna.4. leikhluti Aftur setur Janev þrist og nú munar aðeins einu stigi 64-65. Þvílíkur viðsnúningur á nákvæmlega engum tíma. 1:43 á klukkunni þegar Ingi tekur leikhlé. Þvílík spenna.4. leikhluti Hvað er að gerast hér. Janev setur þrist og staðan orðin 59-65 eftir Nonni Mæju setur boltann ofan í. Hlutirnir farnir að gerast ansi hratt enda lítið eftir. Tvær og hálf mínúta á klukkunni.4. leikhluti Forysta gestanna orðin níu stig. 54-63. Nonni Mæju með þrist og heimamenn tapa boltanum. Set mína peninga á Snæfell þegar fjórar mínútur eru eftir.4. leikhluti Guðmundur Jónsson fær sína fimmtu villu hjá heimamönnum. Syrtir heldur betur í álinn hjá nýliðunum.4. leikhluti Gestirnir komnir með undirtökin þökk sé tveimur langskotum Hankins-Cole en hann virðsit þó hafa stigið á línuna í bæði skiptin. Nú bætti Nonni Mæju við tveimur stigum. Staðan 54-60.4. leikhluti Matthew Hariston skoraði fyrstu stig leikhlutans með troðslu og batt enda á sjö stigalausar mínútur hjá heimamönnum. Hanksins-Cole og Sheldon-Hall með tvö stig hvor hinum megin. Jafnt í fyrsta skipti 54-54.3. leikhluta lokið Þvílík spenna fyrir lokafjórðunginn. Staðan er 52-50 fyrir Þór. Heimamenn skoruðu ekki síðustu sex mínútur leikhlutans á meðan Hafþór Gunnarsson setti sjö stig á skömmum tíma. Snæfellingar þurftu svo sannarlega á innblástri að halda og Hafþór kom með hann.3. leikhluti Þvílík endurkoma. Hafþór með tvö stig til viðbótar og svo troðsla hjá Hankins-Cole. 52-50.3. leikhluti Það er heldur betur að færast fjör í þetta. Þór var komið með þægilega forystu en gestirnir búnir að minnka hana niður í 8 stig. Frábær innkoma hjá Hafþóri Inga Gunnarssyni sem setti fimm stig í röð. Nú var Ólafur Torfason að fiska ruðning. Snæfell með boltann þegar tvær mínútur er eftir af fjórðungnum. Benni tekur leikhlé. Darri og Ólafur Torfa með fjórar villur.3. leikhluti Darri setti þrist og heimamenn komnir 12 stigum yfir 47-35. Ingi Þór vægast sagt ósáttur við ritaraborðið sem biður hann um að róa sig. Sárt að fá ekki þessu þrjú stig en um réttan dóm var að ræða. Lætin í húsinu er bara það mikil að fæstir heyrðu skotklukkuna renna út.3. leikhluti Hér gerðist athyglivert atvik. Skotklukkan rann út en dómararnir heyrðu það ekki. Sveinn Arnar setti þrist ofan í og leikmenn héldu áfram leik. Þá stöðvaði ritaraborðið leikinn og upphófst mikil reikistefna sem lauk með því að Þórsarar fengu boltann og stigin tekin af Snæfelli. Hárréttur dómur og gestirnir geta ekki kvartað.3. leikhluti Þórsarar mæta klárir í hálfleikinn og setja fyrstu fimm stigin. Hairston setti þriggja stiga körfu og staðan 42-33.3. leikhluti Kristinn Óskarsson búinn að ganga úr skugga um að fimm leikmenn úr hvoru liði séu inni á vellinum og leikurinn getur hafist að nýju.Umræða í hálfleik: Ingi Þór spyr starfsmann við ritaraborð hversu langt sé í að síðari hálfleikurinn hefjist. Starfsmaðurinn svarar að maðurinn með klukkuna hafi brugðið sér frá. Hann segir hálfleikinn vera 15 mínútur og Ingi segist vel meðvitaður um það. Þá virðist stólinn sem honum var úthlutaður í ólagi og því er snarlega kippt í liðinn.Hálfleikur Staðan í hálfleik 37-33 heimamönnum í vil. Sheldon-Hall fékk galopið sniðskot undir lok hálfleiksins en geigaði. „Djöfullinn er þetta öskraði Ingi Þór" en við blaðamenn sitjum beint fyrir aftan bekk Snæfells. Heimamenn hafa haft frumkvæðið og leitt leikinn frá byrjun. Snæfellingar þó alltaf verið skammt undan og unnu 2. leikhlutann 20-17. Sex leikmenn hafa skorað fyrir heimamenn en aðeins Kanarnir og Nonni Mæju eru komnir á blað hjá gestunum. Govens er með 11 stig og Janev 9 stig hjá Þór. Nonni Mæju setti upp sýningu í 2. leikhluta og er kominn með 15 stig fyrir Snæfell. Án hans væru gestirnir í djúpum skít. Darrin Govens og Darri Hilmarsson eru komnir með þrjár villur hjá heimamönnum og verða að passa sig. Ólafur Torfason er á hinn bóginn með fjórar hjá Snæfelli og einni villu frá útilokun. Það vill oft verða í leikjum þar sem mikið er undir líkt og í bikarleikjum og oddaleikjum í úrslitakeppninni að lítið er skorað. Hálfleiksstaðan í Hólminum síðast þegar liðin mættust var 47-49 en leikmönnum gengur verra ð koma knettinum sína leið hér í Þorlákshöfn.2. leikhluti Hankins-Cole setti þrist og minnkaði muninn í 33-31. Hann fékk í þessum töluðu Hairston ofan á sig eftir töluverðan atgang og stingur aðeins við. Hef engar áhyggjur af því að hann verði ekki klár eftir nokkrar mínútur. Mínúta eftir af hálfleiknum. Lítið skorað í Þorlákshöfn.2. leikhluti Ólafur Torfason hjá Snæfell kominn með fjórar villur og tvær mínútur eftir af öðrum leikhlut. Matthew Hairston blakaði frákasti ofan í auk þess var brotið á honum. Ekkert nema net í vítaskotinu. Staða 33-28 og Ingi tekur leikhlé. Í fyrri hálfleiknum hafa Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson hjá Þór fengið dæmda á sig umdeildan ruðning þegar þeir skoruðu. Ruðningsdómar oftar en ekki á gráu svæði en heimamenn alls ekki sáttir.2. leikhluti Þristar á hvorum enda. Fyrst Hankins-Cole og svo Janev hjá Þórsurum. Staðan 30-24.2. leikhluti Staðan er 25-19. Darrin Govens kominn með þrjár villur hjá heimamönnum. Þetta gæti reynst dýrkeypt enda Govens algjör lykilmaður. Benni hristir hausinn.2. leikhluti Velkominn til leiks Nonni Mæju. Fimm stig í röð hjá kauða og munurinn aðeins þrjú stig, 22-19. Benni tekur leikhlé.1. leikhluta lokið Staðan er 20-13 heimamönnum í vil. Darrin Govens kominn með 8 stig hjá Þór en Sheldon-Hall með 5 stig hjá Snæfelli. Það sést langar leiðir hvað það er mikið undir hér í kvöld. Gríðarlegur ákafi í öllum leikmönnum en Ingi Þór getur ekki verið sáttur með að Snæfell skoraði aðeins 13 stig í leikhlutanum.1. leikhluti Benni alveg brjálaður á hliðarlínunni. Govens tapaði boltanum klaufalega og svo var brotið á Sheldon-Hall í þriggja stiga skoti sem rataði ofan í. Það gerði vítið þó ekki.1. leikhluti Þórsarar áfram með frumkvæðið. 16-10 eftir sjö mínútur. Guðmundur Jónsson var að setja þrist (leiðrétt: steig á línuna) og þar á undan varði Hairston skot Sveins Arnar með tilþrifum. Mikil læti í Græna Drekanum en stuðningsmenn Snæfells í smá pásu.1. leikhluti Heimamenn byrja betur vel studdir af stuðningsmönnum sínum sem hafa tekið völdin í stúkunni. Hankins Cole bauð upp á rándýra troðslu. Staðan er 8-4 eftir tvær og hálfa mínútu.Byrjunarliðin Þórs: Darrin Govens Blagoj Janev Matthew Hairston Guðmundur Jónsson Darri HilmarssonByrjunarlið Snæfells: Quincy Hankins-Cole Marquis Sheldon Hall Sveinn Arnar Davíðsson Pálmi Freyr Sigurgeirsson Jón Ólafur Jónsson Fyrir leik: Benni er nýmættur út í sal en kunnugir segja að hann sé yfirleitt ekki kominn út á völl fyrr en rétt fyrir leik. Ingi Þór hefur hins vegar verið á svæðinu í lengri tíma, eldhress og tekur í spaðann á fjölmiðlamönnum sem öðrum.Fyrir leik: Þá er allt að verða klárt. Gestaliðið fékk óvenjufína kynningu en alltof algengt er að vallarþulir muldri í hljóðnemann þegar gestirnir eru kynntir. Trommukjuðunum er sveiflað í misgóðum takti en það verða svo sannarlega læti, lalalala læti, hér í kvöld.Fyrir leik: Plötusnúður kvöldsins kemur víða við í lagavali sínu. 'Don't stop me know' með Queen var að klárast og nú er það 'You shook me all night long' með ACDC. Fínasta tónlist en í takt við stemmninguna í húsinu og nálægt við hátalara er undirritaður farinn að sjá eftir því að hafa skilið eyrnatappana eftir heima. Lúxusvandamál.Fyrir leik: Benni og Ingi eiga það einnig sameiginlegt að hafa gert KR að Íslandsmeisturum í meistaraflokki.Fyrir leik: Bæði lið unnu heimaleiki sína í einvíginu og leikurinn í kvöld úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum. Þjálfarar liðanna þekkjast vel, eru reyndar miklir vinir. Ingi Þór og Benni eru báðir fæddir á því herrans ári 1972 og þjálfuðu yngri flokka KR með góðum árangri til að byrja með. Úrvalsárgangur KR fæddur árið 1982 lék undir handleiðslu þeirra félaga um árabil. Meðal leikmanna fæddir það ár eru atvinnumennirnir Jakob Örn Sigurðarson, Helgi Már Magnússon auk Jóns Arnórs Stefánssonar. Allt burðarásar í íslenska landsliðinu.Fyrir leik: Stuðningsmannasveit Þórsara, Græni drekinn, er nýkomin í hús. Það var dýrari týpann því eldgrænn Cadillac með kerru fermdi sveitina á völlinn. Nokkrar bjórflöskur urðu eftir í kerrunni sem gefur vísbendingar að menn hafi tekið upphitunina með trompi. Fyrir leik: Velkomin í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn þar sem framundan er oddaleikur Þórs og Snæfells. Leikmenn beggja liða eru á fullu í upphitun og stúkan er vel skipuð og þar er þétt setið.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum