Tíska og hönnun

HönnunarMars í símann - app með öllum upplýsingum

Síminn hefur í samstarfi við HönnunarMars hannað app fyrir hönnunarðhátíðina sem fram fer í Reykjavík dagana 22. - 25. mars.  Appið sem er á íslensku og ensku býður fólki upp á dagskrá hátíðarinnar í gegnum símann. Í tilkynningu frá Símanum segir að raða megi dagskránni eftir atburðum, flokkum, hverfum og áhuga hvers og eins. Í appinu er einnig kort sem sýnir staðina sem hýsa HönnunarMars, viðtöl við hönnuði, tengingar við blogg, twitter og fréttir af hátíðinni. Þá hefur sá sem hleður niður appinu möguleika á að taka myndir og deila með öðrum í gegnum appið.

„Dagskráin á HönnunarMars er fjölbreytt og spennandi og frá upphafi hafa það verið íslenskir hönnuðir sem bera hitann og þungann af henni. Hönnuðir bjóða almenningi að kynna sér heim hönnunar með áhugaverðum sýningum og fróðlegum fyrirlestrum sem endurspegla fjölbreytta flóru íslenskrar hönnunar og arkitektúrs,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Nánar á heimasíðu Símans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.