Innlent

Andlegt ástand kvenna með PIP-brjóstapúða slæmt

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar

Lögmaður kvenna sem farið hafa í aðgerð á Landspítalanum til að fjarlæga PIP-brjóstapúða segir andlegt ástand þeirra mjög slæmt. Framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum segir greinilegt að gæði púðana er ekki í lagi.



Alls 30 aðgerðir hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum þar sem PIP-púðar eru fjarlægðir úr konum. Saga Ýrr Jónsdóttir, er lögmaður þeirra kvenna sem ætla í mál vegna púðana og fékk fréttastofa fékk að mynda púða sem fjarlægðir voru úr umbjóðanda hennar fyrir nokkrum dögum og er óhætt að segja að annar þeirra hafi verið í tætlum inni í líkama konunnar. Saga segir þetta ekki vera einstakt tilfelli.



„Alls ekki. og þeim líður yfir illa yfir þessu Þær vita líka að sílikon er eitur sem er ekki hægt að fjarlægja, og eru margar óvinnufærar vegna þessa," segir Saga ýrr



Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu að ástand púða sem hafa verið fjarlægðir í afstöðnum aðgerðum sé mjög misjafnt. Það sýni fram á, betur en margt annað, að gæði PIP-púðana séu ekki í lagi þar sem að þeir ættu að vera í sama staðli hvað gæði varðar.



Einhverjar konur með púðana hafa enn ekki bókað aðgerð á spítalnum. Saga segir að einhverjar þeirra hafi ekki efni á að reiða þær 30.000 krónur fram sem þarf til aðgerðarinnar og að sumar leggi hreinlega ekki í hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×