Handbolti

ÍR tryggði sér sæti í N1-deildinni

Bjarki fær flugferð að leik loknum.
Bjarki fær flugferð að leik loknum. mynd/jóhanna margrét
ÍR mun leika í deild þeirra bestu í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar tryggðu sér sigur í 1. deildinni í kvöld er þeir skelltu Víkingi örugglega.

Gamla kempan Bjarki Sigurðsson er þjálfari ÍR og að gera flotta hluti í Breiðholtinu. Hann tók þátt í leiknum í kvöld og skoraði tvö mörk.

ÍR-Víkingur  26-20 (11-8)

Mörk ÍR: Daníel Ingi Guðmundsson 6, Sigurður Magnússon 5, Jónatan Vignisson 3, Halldór Logi Árnason 3, Davíð Georgsson 2, Brynjar Steinarsson 2, Ólafur Sigurgeirsson 2, Bjarki Sigurðsson 2.

Mörk Víkings: Hjálmar Þór Arnarson 8, Arnar Freyr Theodórsson 4, Gestur Jónsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2, Lárus Kristjánsson 1, Kristinn Guðmundsson 1, Egill Björgvinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×