Sport

Tebow segist ekki vera í neinu stríði við Sanchez

Tebow var reffilegur á fundinum í gær.
Tebow var reffilegur á fundinum í gær.
Leikstjórnandinn Tim Tebow var kynntur til leiks sem nýr leikmaður NY Jets í gær. Hinn brosmildi Tebow mætti einsamall með grænt bindi á blaðamannafund og svaraði spurningum af kurteisi í hálftíma.

Um 200 blaðamenn voru mættir á fundinn sem er til marks um þann ótrúlega áhuga sem er á leikmanninum. Þjálfari Jets, Rex Ryan, hefur gefið það út að Tebow sé varamaður fyrir Mark Sanchez en muni samt spila. Þeir tveir munu því berjast hatrammlega um leikstjórnandastöðuna hjá félaginu og ljóst að Tebow fær fljótt tækifæri ef Sanchez misstígur sig.

Tebow vildi sem minnst gera úr keppninni á milli hans og Sanchez.

"Samband okkar Mark er frábært og höfum átt fínt samband í þrjú ár. Við erum vinir og sendum hvor öðrum sms fram og til baka. Við erum búnir að tala saman og ég efast ekkert um að við eigum eftir að vinna vel saman," sagði Tebow og Sanchez tók í svipaðan streng er hann talaði loksins við blaðamenn um nýja liðsaukann.

"Ég er ekki hræddur við að missa mitt sæti í liðinu. Við erum að bæta leikmanni í hópinn en ekki að fylla neitt skarð," sagði Sanchez.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×