Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 27. mars 2012 13:24 Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari. Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari.
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira