Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita JMG skrifar 28. mars 2012 19:24 Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira