Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel 13. mars 2012 12:15 Reynir Leósson, Þorsteinn J Vilhjálmsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson sjá um Meistaramörkin á Stöð 2 sport. Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira
Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira