Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel 13. mars 2012 12:15 Reynir Leósson, Þorsteinn J Vilhjálmsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson sjá um Meistaramörkin á Stöð 2 sport. Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira