Segir að neyðarlán frá Seðlabanka hafi enn verið í Kaupþingi við fall 14. mars 2012 14:50 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér. Landsdómur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, fullyrðir að 500 milljóna evra neyðarlán sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett, hafi verið í bankanum við fall hans tveimur dögum síðar. Hann vill ekki tjá sig um 170 milljóna evra lán til félagsins Lindsor Holdings sem veitt var á sama tíma, en það er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Útlit er fyrir að tugir milljarða króna af skattfé almennings séu nú glataðir vegna þessarar lánveitingar til Kaupþings banka m.a vegna þess að veðandlagið sem tryggði lánið, danski bankinn FIH Erhversbank, var ekki jafn traustur og verðmætur og menn töldu þegar lánið var veitt. Með láninu til Kaupþings tók Seðlabankinn allsherjarverð í FIH Erhversbank en við sölu danska bankans var gerður samningur sem m.a gengur út á væntingar um að tiltekið verðmæti fáist fyrir skargripafyrirtækið Pandóru, sem var í eigu FIH, en útlit er fyrir að þessi samningur hafi ekki verið mjög hagstæður fyrir Seðlabanka Íslands. Sjá nánar hér. Kaupþing lánaði Lindsor Holdings 171 milljón evra, jafnvirði um 28 milljarða króna hinn 6. október 2008. Lánið var veitt sama dag og Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán. Lánið til Lindsor, sem var aldrei borið undir lánanefnd Kaupþings banka, var notað til að kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar. Með öðrum orðum þá var lánið sem veitt var af gjaldeyrisforða Seðlabankans notað til að kaupa skuldabréf og þar með bjarga völdum starfsmönnum Kaupþings. Að lokinni skýrslutöku í Landsdómi á mánudag spurði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Sigurð Einarsson út í 500 milljóna evra neyðarlánið frá Seðlabankanum og hvert peningarnir hafi farið. „Peningarnir voru ennþá í bankanum þegar hann féll," sagði Sigurður. Hann kinkaði jafnframt kolli þegar hann var spurður aftur hvort Kaupþing hafi átt „500 milljónir evra í cash" þegar bankinn féll, en vildi ekki tjá sig um lánnveitinguna til Lindsor Holdings. Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiði fyrir ofan eða með því að smella hér.
Landsdómur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“