Fótbolti

Birkir og félagar úr leik - steinlágu 0-4 fyrir Hannover

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar lið hans Standard Liege steinlá 4-0 á útivelli á móti þýska liðinu Hannover 96 og féll úr leik í Evrópudeildinni.     Hannover 96 vann samanlagt 6-2.

Hannover gerði nánast út um þetta með því að skora tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins en liðið höfðu gert 2-2 jafntefli í fyrri leiknum.

Norðmaðurinn Mohammed Abdellaoue skoraði fyrra markið strax á 4. mínútu eftir mistök markvarðar Standard Liege og Kanu skoraði síðan sjálfsmark á 21. mínútu. Í millitíðinni átti Jelle Van Damme, leikmaður Standard, skalla í slá.

Von Standard Liege dó síðan endanlega á 58. mínútu þegar Serge Gakpé fékk sitt annað gula spjald enda þurftu Belgarnir þá að skora að minnsta kosti tvö mörk manni færri. Sergio Pinto skoraði síðan lokamark leiksins á 90. mínútu.

Birkir Bjarnason fékk ekki að koma inn á í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×