Innlent

Björgvin ekki leyndur neinu - samt haldið frá fundum

Geir segir að Björgvin hafi ekki verið leyndur neinu.
Geir segir að Björgvin hafi ekki verið leyndur neinu. mynd/ gva.
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafi ekki verið markvisst leyndur neinum upplýsingum í aðdraganda að hruni bankanna. Þetta sagði Geir þegar Andri Árnason verjandi hans spurði hann út í upplýsingar sem einstakir ráðherrar höfðu frá samráðshópi um fjármálastöðugleika.

„Mér var ekki kunnugt um það og ég tel að það sé mjög hæpið að nota sögnina leyna," sagði Geir fyrir dómi í morgun. Hann sagði að hafi það atvikast svo að viðskiptaráðherra hafi ekki verið settur inn í einstök mál sem komu upp hafi það ekki verið markvisst.

Geir sagðist telja að það hafi hvorki verið hans ásetningur né teldi hann að það hefið verið ásetningur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, að leyna Björgvin neinu.

Geir sagði þó að það hefði verið tekin pólitísk ákvörðun um það, af hálfu Samfylkingarinnar, að hafa Björgvin ekki með á ákveðnum fundum á „krísutímum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×