Tóku Icesave-vandann mjög alvarlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2012 12:03 Björgvin G. Sigurðsson segir að Icesave vandanum hafi verið tekið af mjög mikilli alvöru. mynd/ gva. Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum," sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna. „Ég veit ekki hvernig í veröldinni Darling datt í hug að 300 þúsund manna þjóð ætti að taka á sig mörg hundruð milljarða skuldir," sagði Björgvin um viðbrögð Alistairs Darling þáverandi fjármálaráðherra Breta. Íslensk yfirvöld áttu fund með Darling til að ræða vandann vegna reikninganna. Björgvin G. Sigurðsson segir að markvisst hafi verið unnið að því að koma Icesave reikningum Landsbankans í dótturfélög á árinu 2008. Málið hafi verið sett í ákveðinn farveg, en þegar leið á árið virtist sem áhugi breska fjármálaeftirlitsins á þessu verkefni hafi dvínað. Þetta hafi meðal annars lýst sér í því að breska fjármálaeftirlitið gerði algerlega óraunhæfar kröfur um það eigið fé sem Landsbankinn átti að flytja inn í breska dótturfélagið. „Það var ekki tilefnislaust markmið," sagði Björgvin þegar Sigríður Friðjónsdóttir spurði hann hvort þeir hafi talið hættu á ferðum vegna þess hve lítið væri í íslenska innistæðutryggingasjóðnum. Hann sagði þó að það hefði ekki verið séríslenskt vandamál hve lítið hefði verið í sjóðnum. Þetta hefði líka átt við í Bretlandi. Björgvin sagði að það hefði fyrst og fremst verið vegna ágreinings breska fjármálaeftirlitsins, íslenska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans að ekki hafi tekist að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans á Bretlandi áður en yfir lauk.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira