Innlent

Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.
Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. MYND / GVA
Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi á fyrri hluta ársins 2008. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði bein afskipti af málinu.

„Nei, svo var ekki, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands voru með þetta mál á sínum herðum, og það var litið svo á að þar ætti það heima," svaraði Bolli Þór spurningunni í Landsómi.

Bolli sagði ennfremur um aðdraganda Icesave málsins að fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið hafi litið svo á að lágmarkstryggingar vegna innlánsreikninganna hefði verið tryggð. Viðskiptaráðuneytið leit svo á að lágmarkið væri í ríkisábyrgð að sögn Bolla, en Baldur Guðlaugsson, skólabróðir Bolla úr MR, var ekki sammála því mati, og leit svo á að lágmarkið væri ekki ríkistryggt.

Bolli sagði ennfremur að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefði farið fram úr sér sjálfum sér varðandi kröfur til Landsbankans, vegna Icesave, og rímar það við þá tilfinningu sem Geir lýsti í vitnisburði sínum, þar sem hann grunaði að breska ríkisstjórnin væri ekkert sérstaklega áfjáð í að fá Icesave-reikningana inn í sína lögsögu.

Bolli segist að auki ekki hafa haft mikla trú á því að Landsbankinn væri "heill í því" að vilja færa Icesave inn í dótturfélag ásamt eignum á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×