Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2012 16:15 Nigel Quashie ræðir við Alan Curbishley, þáverandi stjóra West Ham, árið 2007. Nordic Photos / Getty Images Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt. Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt.
Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira