Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2012 16:15 Nigel Quashie ræðir við Alan Curbishley, þáverandi stjóra West Ham, árið 2007. Nordic Photos / Getty Images Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt. Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi. „Nigel er búinn að fá sig fullsaddan af enskum fótbolta og er hrifinn af því uppbyggingarstarfi sem er hjá ÍR," sagði Hallgrímur en vildi ekki fara nánar út í hvernig það kom til að hann rak á fjörur ÍR-inga. „Það var með krókaleiðum eins og venjulega gerist í þessum heimi." Quashie er 33 ára gamall, fæddur árið 1978. Hann hóf atvinnumannaferilinn árið 1995 hjá QPR en spilaði einnig með Nottingham Forest, Portsmouth, Southampton, West Brom, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons. Hann sneri aftur til QPR í janúar 2010 en fór frá félaginu um vorið. Hann á einnig fjórtán leiki að baki með skoska landsliðinu. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Quashie en hann vonast til að geta spilað með ÍR í sumar. „Það eru tvö ár síðan hann var síðast meiddur en það er verið að athuga þessi mál," segir Hallgrímur en Quashie mun einnig sinna þjálfun hjá ÍR, bæði sem aðstoðarmaður Andra Marteinssonar þjálfara og í nýstofnuðum afreksskóla ÍR. „Í kvöld verður skrifað undir samninga við fyrstu átta leikmennina í skólanum. Þetta er er afreksskóli sem er stofnaður af knattspyrnudeildinni en það er þjálfararáð sem sér um að velja leikmenn í hann. Til greina koma bæði strákar og stelpur flestir úr 2. og 3. flokki," segir Hallgrímur. „Með þessu viljum við sýna okkar ungu leikmönnum að það sé hugur í félaginu. Þarna fá þau aukaþjálfun og komið verður inn á styrktarþjálfun, tækniþjálfun, næringarfræði og sálfræði. Næst verður svo að koma á samstarfi við framhaldsskóla. Við viljum gera meira fyrir unga leikmenn heldur að láta þá bara mæta á æfingar." ÍR varð í níunda sæti í 1. deildinni í fyrra en ljóst er að með tilkomu Quashie og stofnun afreksskólans hefur félagið sett markið hátt.
Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira