Innlent

Össur var í ræktinni þegar hann frétti að Glitnir væri fallinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson mætti fyrir Landsdóm í dag.
Össur Skarphéðinsson mætti fyrir Landsdóm í dag. mynd/ gva.
„Ég var á leiðinni milli ræktarinnar og gufubaðs þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hringdi í mig frá New York," sagði Össur. Hún hafi fullyrt að Glitnir væri fallinn og Össur þyrfti að vera viðstaddur fund í Seðlabankanum vegna þess.

„Ég sagði að ég væri ef til vill ekki best til þess fallinn því é hefði ekki mikið vit á því máli," sagði Össur. Ingibjörg Sólrún hefði aftur á móti svarað því að Jón Þór Sturluson yrði honum til stuðnings. Jón Þór var á þessum tíma aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og efnahagsráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Össur segist hafa spurt Ingibjörgu hvort hann ætti ekki að hafa viðskiptaráðherra með á fundinn en Ingibjörg hafi sagt að svo væri ekki. Össur og Jón Þór hafi síðan skipt með sér verkum við að upplýsa viðskiptaráðherra um málið síðar um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×