Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur.
Valsliðið var komið með átta marka forskot í hálfleik, 20-12, og markaskorið dreifðist vel á leikmenn liðsins enda skoruðu sjö leikmenn þrjú mörk eða meira í þessum leik.
Valur - HK 41-22 (20-12)
Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir 8, Dagný Skúladóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 6, Karólína Bærhenz Lárudóttir 4, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Hildur Marín Andrésdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Þórunn Friðriksdóttir 1.
Mörk HK: Heiðrún Björk Helgadóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Brynja Magnúsdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdótti 2.
Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma
Enski boltinn



Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Elísabet byrjar á tveimur töpum
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

