Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði 23. febrúar 2012 12:26 Thorbjörn Jagland formaður norsku Nóbelsnefndarinnar við auðan stól verðlaunahafans kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. Mynd/AP Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira. Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira
Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Jafnvel stærstu ríki heims forðast að lenda í deilum við Kínverja, enda er land þeirra óðum að ná yfirburðastöðu þegar kemur að bæði milliríkjaviðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Þrátt fyrir að vera aðeins á við litla kínverska borg að mannfjölda ætlar smáþjóðin Norðmenn þó að reynast Kínverjum óþægur ljár í þúfu. Það er komið á annað ár síðan norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo, kínverskum andófsmanni, friðarverðlaun, en það þótti táknrænt að tómur stóll var skilinn eftir fyrir hann á sviðinu í Osló, þar sem Liu sat í fangelsi í heimalandi sínu. Kínverjar brugðust harkalega við, þrátt fyrir að ríkisstjórn Noregs hafi margítrekað við Kínverja að hún hefði ekkert um verðlaunin að segja, og frysti norska ráðamenn úti, hætti fríverslunarviðræðum við landið og stoppaði innflutning á norskum laxi í tollinum. Breska vikublaðið The Economist fjallar um málið í nýjasta hefti sínu, en blaðið telur að Norðmenn þurfi ekki að örvænta, enda atvinnustig, hagvöxtur og ríkisrekstur með besta móti í landinu, auk þess sem Kína eigi lítinn þátt í utanríkisverslun þjóðarinnar. Þvert á móti sé nú útlit fyrir að Norðmenn ætli sjálfir að grípa til pólitískra vopna, en Kína hefur undanfarið sóst eftir varanlegu sæti áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu, þar sem bæði Íslendingar og Norðmenn eiga sæti. Norðmenn geta þar beitt neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að vonir Kínverja rætist. Norskir ráðamenn hafa raunar neitað sögusögnum í fjölmiðlum um að þeir hafi þegar ákveðið að beita neitunarvaldinu, en eitt er þeim allavega ljóst eins og blaðið kemst að orði - það verður erfitt fyrir þá að vinna með þjóð sem neitar að hitta þá, hvað þá meira.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Sjá meira