Zlatan Ibrahimovic verður í leikbanni í stórleik ítölsku deildarinnar í fótbolta á morgun þegar AC Milan tekur á móti Juventus. Forráðamenn AC Milan fóru fram á að þriggja leikja bann sem sænski framherjinn var úrskurðaður í yrði stytt.
Ibrahimovic fékk rautt spjald í leik gegn Napólí á dögunum þar sem hann virtist hafa slegið til Salvatore Aronica.
Á heimasíðu AC Milan er greint frá því að ítalska knattspyrnusambandið hafi gert sig seka um alvarleg mistök í meðferð málsins.
AC Milan er með fjögurra stiga forskot á Juventus sem á einn leik til góða á AC Milan.
Zlatan verður í banni í stórleiknum gegn Juventus

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti