Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 18-27 | Valur bikarmeistari Stefán Hirst Friðriksson í Laugardalshöll skrifar 25. febrúar 2012 12:45 Valskonur fögnuðu sigrinum vel og innilega í dag. Mynd / Daníel Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Eyjastúlkur virkuðu tilbúnar í upphafi leiks en þær skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Valur skellti í lás í kjölfarið á því og tókst ÍBV ekki að skora mark næstu tólf mínútur leiksins. Valur var því komið í þægilega átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum út hálfleikinn sem einkenndist af slæmum sóknarákvörðunum en bæði lið og þá sérstaklega ÍBV voru að tapa alltof mörgum boltum. Ivana Mladenoviv, leikmaður ÍBV fékk dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun á síðustu andartökum hálfleiksins og nýtti Valur sér það og leiddu þær með sjö mörkum, 6-13 þegar flautað var til hálfleiks. Valur hafði greinilega ekki í hyggju að slaka á klónni því að þær byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Vörnin þeirra var gríðarlega sterk og komust Eyjastúlkur lítið sem ekkert áleiðis gegn henni. Valur var komið með ellefu marka forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og lítið sem benti til þess að þær myndu ekki landa öruggum sigri. Við tók öflugur kafli hjá Eyjastúlkum en þær skoruðu fjögur mörk í röð og skyndilega var komin smá spenna í leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Eyjastúlkur komust þó ekki lengra en Valur svaraði áhlaupi þeirra virkilega vel og voru þær komnar í níu marka forystu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skoruðu sitthvort markið í lok leiks en Valur vann að lokum öruggan níu marka sigur, 18-27. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn en Valur hélt leikmönnum ÍBV algjörlega í skefjum í leiknum. Getumunur liðanna kom einnig bersýnilega í ljós í leiknum enda Valsliðið skipað landsmönnum í hverri stöðu og réðu Eyjastúlkur lítið við þær í leiknum. Hjá Val var það helst Kristín Guðmundsdóttir sem átti góðan leik í sókninni en hún skoraði sex mörk í leiknum. Fyrirliðinn, Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fimm mörk. Eins og áður hefur verið sagt var það þó varnarleikurinn sem skóp þennan sigur en hann var algjörlega frábær hjá liði Vals. Hann varð þess valdandi að ÍBV kastaði frá sér boltanum í gríð og erg og nýtti Valur sér það til fullnustu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var gríðarlega sterk í miðri vörninni ásamt því að Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög góðan leik í markinu en hún varði fjórtan bolta í leiknum. Í liði ÍBV var það aðallega markvörðurinn Florentina Stanciu en hélt sínum stúlkum á floti lengi í leiknum og er hún helsta ástæða þess að sigurinn varð ekki stærri. Hún varði nítján bolta í leiknum og getur verið ánægð með sitt framlag. Í sóknarleiknum var Ivana Mladenovic atkvæðamest, en hún átti fínan leik og var með sex mörk í leiknum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Valskvenna í tólf ár. Guðný Jenný: Þær áttu engin svör við varnarleiknum okkar"Það var mikil spenna fyrir þennan leik, við vissum að þær hafa að skipa mjög góðum leikmönnum og við vissum að við þyrftum að mæta alveg brjálaðar til leiks. Við náðum að mæta þeim snemma í vörninni og áttu þær erfitt með að finna lausnir á varnarleiknum hjá okkur og náðum við í kjölfarið á því góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við héldum út allan leikinn, sagði Guðný Jenný. "Við vorum búnar að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum í röð núna og ætluðum alls ekki að upplifa þá tilfinningu aftur. Þetta er betra svona," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals í lok leiks. Stefán Arnarson: Mættum tilbúnar til leiks"Við spiluðum virkilega góðan varnarleik hérna í dag og varð þetta því aðeins auðveldara en maður mátti búast við. Stelpurnar mættu tilbúnar til leiks og voru þær virkilega öflugar hérna í dag. Varnarleikurinn á stærstan þátt í þessum sigri okkar í dag," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals eftir leikinn. Svavar Vignisson: Fyllilega verðskuldaður sigur Valsliðsins"Valsliðið var í heild sinni of sterkt fyrir okkur í dag. Þær kæfðu okkur svolítið með þessari framliggjandi vörn sinni. Við bjuggumst þó við henni en náðum ekki að svara þessari útfærslu þeirra. Þær mættu okkur mjög framarlega sem varð þess valdandi að við töpuðum alltof mörgum boltum í þessum leik. Við klúðruðum einnig alltof mörgum dauðafærum í leiknum. Þær eiga þennan sigur fyllilega skilið og rúmlega það," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leik.Mynd / DaníelMynd / Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Eyjastúlkur virkuðu tilbúnar í upphafi leiks en þær skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Valur skellti í lás í kjölfarið á því og tókst ÍBV ekki að skora mark næstu tólf mínútur leiksins. Valur var því komið í þægilega átta marka forystu um miðbik fyrri hálfleiksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum út hálfleikinn sem einkenndist af slæmum sóknarákvörðunum en bæði lið og þá sérstaklega ÍBV voru að tapa alltof mörgum boltum. Ivana Mladenoviv, leikmaður ÍBV fékk dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun á síðustu andartökum hálfleiksins og nýtti Valur sér það og leiddu þær með sjö mörkum, 6-13 þegar flautað var til hálfleiks. Valur hafði greinilega ekki í hyggju að slaka á klónni því að þær byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Vörnin þeirra var gríðarlega sterk og komust Eyjastúlkur lítið sem ekkert áleiðis gegn henni. Valur var komið með ellefu marka forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum og lítið sem benti til þess að þær myndu ekki landa öruggum sigri. Við tók öflugur kafli hjá Eyjastúlkum en þær skoruðu fjögur mörk í röð og skyndilega var komin smá spenna í leikinn þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Eyjastúlkur komust þó ekki lengra en Valur svaraði áhlaupi þeirra virkilega vel og voru þær komnar í níu marka forystu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skoruðu sitthvort markið í lok leiks en Valur vann að lokum öruggan níu marka sigur, 18-27. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn en Valur hélt leikmönnum ÍBV algjörlega í skefjum í leiknum. Getumunur liðanna kom einnig bersýnilega í ljós í leiknum enda Valsliðið skipað landsmönnum í hverri stöðu og réðu Eyjastúlkur lítið við þær í leiknum. Hjá Val var það helst Kristín Guðmundsdóttir sem átti góðan leik í sókninni en hún skoraði sex mörk í leiknum. Fyrirliðinn, Hrafnhildur Skúladóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fimm mörk. Eins og áður hefur verið sagt var það þó varnarleikurinn sem skóp þennan sigur en hann var algjörlega frábær hjá liði Vals. Hann varð þess valdandi að ÍBV kastaði frá sér boltanum í gríð og erg og nýtti Valur sér það til fullnustu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var gríðarlega sterk í miðri vörninni ásamt því að Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög góðan leik í markinu en hún varði fjórtan bolta í leiknum. Í liði ÍBV var það aðallega markvörðurinn Florentina Stanciu en hélt sínum stúlkum á floti lengi í leiknum og er hún helsta ástæða þess að sigurinn varð ekki stærri. Hún varði nítján bolta í leiknum og getur verið ánægð með sitt framlag. Í sóknarleiknum var Ivana Mladenovic atkvæðamest, en hún átti fínan leik og var með sex mörk í leiknum. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Valskvenna í tólf ár. Guðný Jenný: Þær áttu engin svör við varnarleiknum okkar"Það var mikil spenna fyrir þennan leik, við vissum að þær hafa að skipa mjög góðum leikmönnum og við vissum að við þyrftum að mæta alveg brjálaðar til leiks. Við náðum að mæta þeim snemma í vörninni og áttu þær erfitt með að finna lausnir á varnarleiknum hjá okkur og náðum við í kjölfarið á því góðu forskoti í fyrri hálfleik sem við héldum út allan leikinn, sagði Guðný Jenný. "Við vorum búnar að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum í röð núna og ætluðum alls ekki að upplifa þá tilfinningu aftur. Þetta er betra svona," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals í lok leiks. Stefán Arnarson: Mættum tilbúnar til leiks"Við spiluðum virkilega góðan varnarleik hérna í dag og varð þetta því aðeins auðveldara en maður mátti búast við. Stelpurnar mættu tilbúnar til leiks og voru þær virkilega öflugar hérna í dag. Varnarleikurinn á stærstan þátt í þessum sigri okkar í dag," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals eftir leikinn. Svavar Vignisson: Fyllilega verðskuldaður sigur Valsliðsins"Valsliðið var í heild sinni of sterkt fyrir okkur í dag. Þær kæfðu okkur svolítið með þessari framliggjandi vörn sinni. Við bjuggumst þó við henni en náðum ekki að svara þessari útfærslu þeirra. Þær mættu okkur mjög framarlega sem varð þess valdandi að við töpuðum alltof mörgum boltum í þessum leik. Við klúðruðum einnig alltof mörgum dauðafærum í leiknum. Þær eiga þennan sigur fyllilega skilið og rúmlega það," sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV eftir leik.Mynd / DaníelMynd / Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira