Íslenski boltinn

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck talar við Eyjólf Sverrisson á blaðamannafundinum.
Lars Lagerbäck talar við Eyjólf Sverrisson á blaðamannafundinum. Mynd/Vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Ísland mætir Japan á Nagai vellinum í Osaka 24. febrúar en spilar svo við Svartfjallaland í Podgorica í Svartfjallalandi 29. febrúar. Þetta verða tveir fyrstu landsleikir Íslands undir stjórn Svíans en einnig eru á dagskrá vináttulandslleikir við Frakka 27. maí og við Svía 30. maí.

Lars Lagerbäck valdi alls 36 leikmenn fyrir þessa tvo leiki og má sjá hópana hér að neðan. Í leiknum á móti Japan eru aðeins leikmenn sem spila á Íslandi eða á Norðurlöndunum en liðið á móti Svartfjallalandi er mun sterkara. Enginn leikmaður er í báðum hópum.

Það eru tveir nýliðar í hópunum tveimur og eru þeir báðir í Japanshópnum. Það eru Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson og Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Nokkrir leikmenn eru að koma aftur inn í landsliðið en þar má nefna Emil Hallfreðsson, Kári Árnason og Hjálmar Jónsson. Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson koma báðir inn aftur eftir stutta fjarveru.



Landsliðshópur Lars Lagerbäck fyrir leikinn í Japan:

Markmenn:

Gunnleifur Gunnleifsson

Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn:

Hjálmar Jónsson

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Guðmundur Kristjánsson

Skúli Jón Friðgeirsson

Hallgrímur Jónasson

Elfar Freyr Helgason

Miðjumenn:

Helgi Valur Daníelsson

Theódór Elmar Bjarnason

Steinþór Freyr Þorsteinsson

Ari Freyr Skúlason

Haukur Páll Sigurðsson

Þórarinn Ingi Valdimarsson

Sóknarmenn:

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Arnór Smárason

Matthías Vilhjálmsson

Garðar Jóhannsson



Landsliðshópur Lars Lagerbäck fyrir leikinn í Svartfjallalandi:

Markmenn:

Stefán Logi Magnússon

Haraldur Björnsson

Varnarmenn:

Indriði Sigurðsson

Grétar Rafn Steinsson

Birkir Már Sævarsson

Bjarni Ólafur Eiríksson

Ragnar Sigurðsson

Sölvi Geir Ottesen

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðjumenn:

Emil Hallfreðsson

Aron Einar Gunnarsson

Kári Árnason

Jóhann Berg Guðmundsson

Rúrik Gíslason

Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknarmenn:

Birkir Bjarnason

Alfreð Finnbogason

Gylfi Þór Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×