Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2012 19:21 Mynd/Stefán Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17. Jarryd Cole var með 35 stig og 16 fráköst fyrir keflavík og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dejan Sencanski skoraði 25 stig fyrir KR og Robert Ferguson var með 24 stig og 10 fráköst. Gestirnir úr Vesturbænum komu betur stemmdir til leiks í Keflavík í kvöld. Josh Brown setti þriggja stiga körfu og kom KR ellefu stigum yfir 11-22 og röndóttir í góðum málum. Þá var eins og Keflvíkingar vöknuðu loksins. Þeir beittu pressuvörn með góðum árangri og tókst nokkrum sinnum að koma í veg fyrir að KR-ingar næðu skoti áður en skotklukkan rann út. KR komst ekkert áleiðis, Keflavík skoraði tólf stig í röð og komst yfir 23-22. Eftir þetta var nokkuð jafnvægi í leiknum en gestirnir leiddu með fjórum í hálfleik 31-35. Athygli vakti skelfileg nýting heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins eitt af fyrstu þrettán skotum þeirra fyrir utan rataði ofan í. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Þeir áttu meðal annars þrjár þriggja stiga sóknir í röð og komust yfir 45-43. Þegar þeir komu enn einu sinni í veg fyrir að KR næði skoti áður en skotklukkan rynni út, við mikinn fögnuð heimamanna, tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leikhlé. Leikhléið virtist nýtast heimamönnum betur ef eitthvað var. Þeir bættu í forskotið, röðuðu niður stigum og misstu varla skot. Þeir skoruðu 35 stig í áður en leikhlutinn var úti og höfðu tólf stiga forskot í lok hans 66-54. Þrátt fyrir að fjórði leikhluti væri mun jafnari komust KR-ingar aldrei nálægt heimamönnum. Þeir héldu öruggri forystu til loka og unnu sannfærandi sigur 95-83. Hjá heimamönnum var Jarryd Cole sérstaklega atkvæðamikill með 33 stig og 16 fráköst. Annars unnu leikmenn Keflavíkur vel fyrir hvorn annan í sókn sem vörn og var betri dreifing á framlagi leikmanna þeirra hvort sem má lesa það út úr tölfræðinni eða ekki. Hjá KR-ingum mættu tveir leikmenn til leiks, þeir Dejan Sencanski og Robert Ferguson. Sérstaklega kom lítið út úr leikstjórnanda KR Joshua Brown sem komst aldrei inn í leikinn. Ekki aðeins skoraði hann lítið heldur tapaði hann einnig boltanum átta sinnum í leiknum. Keflavík-KR 95-83 (17-22, 14-15, 35-17, 29-29)Keflavík: Jarryd Cole 35/16 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 15, Kristoffer Douse 12/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 7, Valur Orri Valsson 5/5 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 2.KR: Dejan Sencanski 25/4 fráköst, Robert Lavon Ferguson 24/10 fráköst/3 varin skot, Joshua Brown 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 6, Martin Hermannsson 4, Finnur Atli Magnusson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3, Björn Kristjánsson 2, Emil Þór Jóhannsson 1/4 fráköst. Hrafn Kristjáns: Tóm vitleysa að nota Joshua BrownHrafn Kristjánsson, þjálfari KR, rýndi í tölfræði leiksins áður en hann gaf sig á tal við undirritaðan. „Við töpuðum boltanum 22 sinnum. En tölfræðin sem ræður mestu um þetta er að við leyfðum þeim að skora 62 stig í einum hálfleik. Örugglega eitthvað eftir tapaða bolta en aðallega með lélegum varnarleik," sagði Hrafn. Dejan Sencanski og Robert Ferguson stóðu langt upp úr í leik gestanna og vakti framlag Joshua Brown sérstaklega athygli. Hann skoraði aðeins tíu stig, flest í fjórða leikhluta þegar leikurinn var tapaður og tapaði auk þess boltanum átta sinnum. "Hann er náttúrulega meiddur. Það var örugglega tóm vitleysa að nota hann svona mikið. Planið var að pína hann í gegnum þennan leik og ná honum svo góðum á nokkrum dögum. Hann komst ekki framhjá einum einasta manni og því fór sem fór," sagði Hrafn en benti á að Brown hefði endilega viljað láta reyna á að spila. Hrafn sagði að sér hefði fundist liðið missa dampinn þegar forystan tapaðist í fyrri hálfleiknum. Svo hefði framlag bekksins verið lítið. KR-ingar fengu svo dæmda á sig tæknivillu þegar Hrafni fannst liðið vera að fá meðbyr. „Maggi (Magnús Gunnarsson) tekur þrjú eða fjögur skref með boltann og leikmenn stóðu upp og misstu eitthvað út úr sér. Þetta var bara svo hræðilega augljóst að það var skiljanlegt að menn misstu eitthvað út úr sér," sagði Hrafn. Magnús Gunnars: Dómararnir með mig í vasanumKeflvíkingar, sem leika um næstu helgi í bikarúrslitum, töpuðu óvænt gegn Haukum í síðasta deildarleik. Þeir ætluðu greinilega ekki að láta það henda aftur. „Það var bikarblús hjá okkur á móti Haukum. Þjálfarinn lamdi okkur niður á jörðina og við hlustuðum á hann. Eins og ég hef sagt áður þá sigrum við hvaða lið sem er ef við gerum það. Við sýndum það í seinni hálfleiknum þegar við spiluðum hörkugóða vörn,“ sagði Magnús. Keflvíkingar hittu úr einu af þrettán þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Fyrsta skot Magnúsar snerti ekki einu sinni hringinn. „Menn eru náttúrulega bara í buxunum á mér. Ég er að taka erfið skot sem ég á ekki að vera að gera. Ég á að láta leikinn koma til mín. Ég held að af öllum mönnum hafi Kris Douse sett fyrsta þristinn,“ sagði Magnús sem sagði góða vörn í þriðja leikhluta hafa gefið mönnum sjálfstraustið til að skjóta í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta virtust heimamenn ekki geta klikkað skoti. „Menn fá sjálfstraust og eðlilegt að skotin fari niður. Það er oft nóg í körfubolta að hafa trú á því að skotin fari niður. Það tókst í þriðja leikhluta og megninu af fjórða þannig að við erum bara í fínum málum,“ sagði Magnús sáttur. Í fyrsta leikhluta skoraði Magnús úr sniðskoti og fékk villu að auki. Hann skokkaði í kjölfarið framhjá aðstöðu blaðamanna og grínaðist með að aldrei hefði verið um villu að ræða. Spurning hvort Magnús sé með dómarana í vasanum? „Nei. Ég er búinn að fá átta tæknivillur í vetur held ég. Þannig að ég held að dómararnir séu með mig alveg í vasanum. Ég sagði þetta af því ég hélt að þetta væri ekki villa en hann hefur séð þetta og dæmi villu,“ sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17. Jarryd Cole var með 35 stig og 16 fráköst fyrir keflavík og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Dejan Sencanski skoraði 25 stig fyrir KR og Robert Ferguson var með 24 stig og 10 fráköst. Gestirnir úr Vesturbænum komu betur stemmdir til leiks í Keflavík í kvöld. Josh Brown setti þriggja stiga körfu og kom KR ellefu stigum yfir 11-22 og röndóttir í góðum málum. Þá var eins og Keflvíkingar vöknuðu loksins. Þeir beittu pressuvörn með góðum árangri og tókst nokkrum sinnum að koma í veg fyrir að KR-ingar næðu skoti áður en skotklukkan rann út. KR komst ekkert áleiðis, Keflavík skoraði tólf stig í röð og komst yfir 23-22. Eftir þetta var nokkuð jafnvægi í leiknum en gestirnir leiddu með fjórum í hálfleik 31-35. Athygli vakti skelfileg nýting heimamanna fyrir utan þriggja stiga línuna en aðeins eitt af fyrstu þrettán skotum þeirra fyrir utan rataði ofan í. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti. Þeir áttu meðal annars þrjár þriggja stiga sóknir í röð og komust yfir 45-43. Þegar þeir komu enn einu sinni í veg fyrir að KR næði skoti áður en skotklukkan rynni út, við mikinn fögnuð heimamanna, tók Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leikhlé. Leikhléið virtist nýtast heimamönnum betur ef eitthvað var. Þeir bættu í forskotið, röðuðu niður stigum og misstu varla skot. Þeir skoruðu 35 stig í áður en leikhlutinn var úti og höfðu tólf stiga forskot í lok hans 66-54. Þrátt fyrir að fjórði leikhluti væri mun jafnari komust KR-ingar aldrei nálægt heimamönnum. Þeir héldu öruggri forystu til loka og unnu sannfærandi sigur 95-83. Hjá heimamönnum var Jarryd Cole sérstaklega atkvæðamikill með 33 stig og 16 fráköst. Annars unnu leikmenn Keflavíkur vel fyrir hvorn annan í sókn sem vörn og var betri dreifing á framlagi leikmanna þeirra hvort sem má lesa það út úr tölfræðinni eða ekki. Hjá KR-ingum mættu tveir leikmenn til leiks, þeir Dejan Sencanski og Robert Ferguson. Sérstaklega kom lítið út úr leikstjórnanda KR Joshua Brown sem komst aldrei inn í leikinn. Ekki aðeins skoraði hann lítið heldur tapaði hann einnig boltanum átta sinnum í leiknum. Keflavík-KR 95-83 (17-22, 14-15, 35-17, 29-29)Keflavík: Jarryd Cole 35/16 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 19/7 stoðsendingar, Charles Michael Parker 15, Kristoffer Douse 12/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 7, Valur Orri Valsson 5/5 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 2.KR: Dejan Sencanski 25/4 fráköst, Robert Lavon Ferguson 24/10 fráköst/3 varin skot, Joshua Brown 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 6, Martin Hermannsson 4, Finnur Atli Magnusson 4, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3, Björn Kristjánsson 2, Emil Þór Jóhannsson 1/4 fráköst. Hrafn Kristjáns: Tóm vitleysa að nota Joshua BrownHrafn Kristjánsson, þjálfari KR, rýndi í tölfræði leiksins áður en hann gaf sig á tal við undirritaðan. „Við töpuðum boltanum 22 sinnum. En tölfræðin sem ræður mestu um þetta er að við leyfðum þeim að skora 62 stig í einum hálfleik. Örugglega eitthvað eftir tapaða bolta en aðallega með lélegum varnarleik," sagði Hrafn. Dejan Sencanski og Robert Ferguson stóðu langt upp úr í leik gestanna og vakti framlag Joshua Brown sérstaklega athygli. Hann skoraði aðeins tíu stig, flest í fjórða leikhluta þegar leikurinn var tapaður og tapaði auk þess boltanum átta sinnum. "Hann er náttúrulega meiddur. Það var örugglega tóm vitleysa að nota hann svona mikið. Planið var að pína hann í gegnum þennan leik og ná honum svo góðum á nokkrum dögum. Hann komst ekki framhjá einum einasta manni og því fór sem fór," sagði Hrafn en benti á að Brown hefði endilega viljað láta reyna á að spila. Hrafn sagði að sér hefði fundist liðið missa dampinn þegar forystan tapaðist í fyrri hálfleiknum. Svo hefði framlag bekksins verið lítið. KR-ingar fengu svo dæmda á sig tæknivillu þegar Hrafni fannst liðið vera að fá meðbyr. „Maggi (Magnús Gunnarsson) tekur þrjú eða fjögur skref með boltann og leikmenn stóðu upp og misstu eitthvað út úr sér. Þetta var bara svo hræðilega augljóst að það var skiljanlegt að menn misstu eitthvað út úr sér," sagði Hrafn. Magnús Gunnars: Dómararnir með mig í vasanumKeflvíkingar, sem leika um næstu helgi í bikarúrslitum, töpuðu óvænt gegn Haukum í síðasta deildarleik. Þeir ætluðu greinilega ekki að láta það henda aftur. „Það var bikarblús hjá okkur á móti Haukum. Þjálfarinn lamdi okkur niður á jörðina og við hlustuðum á hann. Eins og ég hef sagt áður þá sigrum við hvaða lið sem er ef við gerum það. Við sýndum það í seinni hálfleiknum þegar við spiluðum hörkugóða vörn,“ sagði Magnús. Keflvíkingar hittu úr einu af þrettán þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Fyrsta skot Magnúsar snerti ekki einu sinni hringinn. „Menn eru náttúrulega bara í buxunum á mér. Ég er að taka erfið skot sem ég á ekki að vera að gera. Ég á að láta leikinn koma til mín. Ég held að af öllum mönnum hafi Kris Douse sett fyrsta þristinn,“ sagði Magnús sem sagði góða vörn í þriðja leikhluta hafa gefið mönnum sjálfstraustið til að skjóta í seinni hálfleik. Í þriðja leikhluta virtust heimamenn ekki geta klikkað skoti. „Menn fá sjálfstraust og eðlilegt að skotin fari niður. Það er oft nóg í körfubolta að hafa trú á því að skotin fari niður. Það tókst í þriðja leikhluta og megninu af fjórða þannig að við erum bara í fínum málum,“ sagði Magnús sáttur. Í fyrsta leikhluta skoraði Magnús úr sniðskoti og fékk villu að auki. Hann skokkaði í kjölfarið framhjá aðstöðu blaðamanna og grínaðist með að aldrei hefði verið um villu að ræða. Spurning hvort Magnús sé með dómarana í vasanum? „Nei. Ég er búinn að fá átta tæknivillur í vetur held ég. Þannig að ég held að dómararnir séu með mig alveg í vasanum. Ég sagði þetta af því ég hélt að þetta væri ekki villa en hann hefur séð þetta og dæmi villu,“ sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira