Fimm leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og voru úrslitin nokkuð eftir bókinni. Lecce gjörsigraði Siena 4-1 á heimavelli. Roma rétt marði Parma 1-0 á Ólympíuleikvanginum í Róm.
AC Milan vann þægilegan útisigur á Cesena 3-1. Robinho, Urby Emanuelson og Sulley Muntari gerðu mörk AC Milan í leiknum.
AC Milan er í efsta sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum á undan Juventus sem á reyndar einn leik til góða.
Í kvöld tekur Palermo á móti Lazio og Udinese fær Cagliari í heimsókn.
Úrslit dagsins:
Lecce - Siena - 4 - 1
AS Roma - Parma - 1 - 0
Cesena - AC Milan - 1 - 3
Genoa - Chievo - 0 - 1
Novara - Atalanta - 0 - 0

