Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-21 | Bikarmeistararnir úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. janúar 2012 17:34 Mynd/Hag Sigurganga Framkvenna í bikarnum er á enda eftir að þær féllu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði framan af í leiknum en vann á endanum þriggja marka sigur, 24-21. Þessi lið höfðu mæst síðastliðin tvö ár í bikarúrslitaleiknum og höfðu Fram farið með sigur af hólmi í bæði sinn. Valsstúlkur voru afar ákveðnar í að tapa ekki gegn Fram þriðja leikinn í röð í Eimskipsbikarnum og komu mjög grimmar inn í leikinn. Vörnin þeirra var mjög sterk og tók það Fram 9 mínútur að skora fyrsta markið. Næstu mínútur var það sama upp á teningunum og náðu Valsstúlkur mest 10-3 forystu þegar 17 mínútur voru liðnar. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og virtist hressa upp á liðið sitt en þær náðu að minnka muninn niður í 12-8 áður en hálfleiksflautan gall. Valsstúlkur héldu áfram sínum leik og virtust ætla að sigla þessu örugglega heim en fóru að slaka aðeins á í vörninni og hleyptu Fram aftur inn í leikinn þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Þær náðu minnst að minnka muninn niður í 2 mörk og fengu dauðafæri til að minnka enn meir muninn úr hraðaupphlaupi þegar 2 mínútur voru eftir en mikilvæg markvarsla Guðnýar Jenný í marki Vals hélt þeim á floti og enduðu þær á að sigra 24-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 7 mörk en í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 9. Hrafnhildur: Aldrei að farast úr hræðsluMynd/Hag„Þetta er ótrúlega sætur sigur, markmiðið er að vinna þennan bikar. Ég og margar aðrar höfum aldrei unnið hann þannig við erum orðnar þyrstar í að vinna hann," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær hafa haft betur í höllinni, það er gríðarlega gott að klára Fram núna. Það eru sterk lið eftir í pottinum og það er ekkert sjálfgefið að við vinnum þennan bikar, við verðum að spila vel í næstu leikjum." „Þær voru að elta allan leikinn, það tekur gríðarlega á. Þær komust aldrei yfir og komust næst hérna 2 mörkum rétt fyrir lokin þannig maður varð aldrei eitthvað að farast úr hræðslu." Valsstúlkur náðu með þessu að hefna fyrir tap gegn Fram fyrir tæpum tveimur vikum en það var fyrsta tap Vals í tæplega ár. „Ég vissi að við myndum aldrei tapa tveimur í röð, það hefur held ég aldrei gerst fyrir mig og það var ekki að fara að gerast hér í dag," sagði Hrafnhildur. Stella: Alltaf hrikalega gaman í höllinniMynd/Hag„Þetta er ömurlegt, við erum búnar að vinna bikarinn síðustu tvö ár og það er alltaf hrikalega gaman að fara í höllina," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er hrikalega sárt en við áttum þetta sennilega skilið, þetta gekk ekki í dag. Við vorum allt of lengi í gang en náðum ágætis kafla hérna rétt fyrir lokin. Það mátti litlu muna, við fáum hraðaupphlaup sem hefði minnkað þetta niður í eitt mark þegar tvær mínútur eru eftir, þá hefði leikurinn galopnast." „Við vorum hinsvegar að elta allann leikinn, það tekur á að elta svona gott lið. Við vorum alltaf að fá á okkur ódýr mörk, varnarleikurinn var ekki nógu góður og hlutirnir voru að detta fyrir þær.Við áttum mörg sláarskot og vorum óheppnar á köflum." „Við töpuðum þessu á fyrsta korterinu, við vorum á hælunum á fyrstu mínúturnar og við skorum fyrsta markið okkar þegar níu mínútur eru búnar," sagði Stella. Elísabet: Hrikalega fúltMynd/Hag„Þetta er auðvitað hrikalega fúlt, það ætla sér allir langt í bikarnum og það er gaman að koma í höllina. Núna verðum við bara að einbeita okkur að deildinni, við ætlum okkur að vinna einvígin við Val þar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi leikur spilaðist allt öðruvísi en leikurinn milli okkar um daginn, þá byrjuðum við á fullu gasi og keyrðum á þær en hérna í dag erum við lengi í gang og erum 10-3 undir áður en við vitum af því og það verður okkur að falli." „Við vorum allann tímann að puða og puða á meðan þær eru að fá auðvelta bolta. Þær komu með aðra vörn inn í leikinn frá síðasta leik og við lentum í smá veseni með hana. Það varð til þess að við vorum í veseni á meðan allt var að falla fyrir þær." „Þegar maður er kominn í svona slæma stöðu þá missir maður svo miklar orku, það tekur gríðarlega á að vinna upp svona forskot," sagði Elísabet. Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Sigurganga Framkvenna í bikarnum er á enda eftir að þær féllu út fyrir Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði framan af í leiknum en vann á endanum þriggja marka sigur, 24-21. Þessi lið höfðu mæst síðastliðin tvö ár í bikarúrslitaleiknum og höfðu Fram farið með sigur af hólmi í bæði sinn. Valsstúlkur voru afar ákveðnar í að tapa ekki gegn Fram þriðja leikinn í röð í Eimskipsbikarnum og komu mjög grimmar inn í leikinn. Vörnin þeirra var mjög sterk og tók það Fram 9 mínútur að skora fyrsta markið. Næstu mínútur var það sama upp á teningunum og náðu Valsstúlkur mest 10-3 forystu þegar 17 mínútur voru liðnar. Þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram leikhlé og virtist hressa upp á liðið sitt en þær náðu að minnka muninn niður í 12-8 áður en hálfleiksflautan gall. Valsstúlkur héldu áfram sínum leik og virtust ætla að sigla þessu örugglega heim en fóru að slaka aðeins á í vörninni og hleyptu Fram aftur inn í leikinn þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Þær náðu minnst að minnka muninn niður í 2 mörk og fengu dauðafæri til að minnka enn meir muninn úr hraðaupphlaupi þegar 2 mínútur voru eftir en mikilvæg markvarsla Guðnýar Jenný í marki Vals hélt þeim á floti og enduðu þær á að sigra 24-21. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með 7 mörk en í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 9. Hrafnhildur: Aldrei að farast úr hræðsluMynd/Hag„Þetta er ótrúlega sætur sigur, markmiðið er að vinna þennan bikar. Ég og margar aðrar höfum aldrei unnið hann þannig við erum orðnar þyrstar í að vinna hann," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Þær hafa haft betur í höllinni, það er gríðarlega gott að klára Fram núna. Það eru sterk lið eftir í pottinum og það er ekkert sjálfgefið að við vinnum þennan bikar, við verðum að spila vel í næstu leikjum." „Þær voru að elta allan leikinn, það tekur gríðarlega á. Þær komust aldrei yfir og komust næst hérna 2 mörkum rétt fyrir lokin þannig maður varð aldrei eitthvað að farast úr hræðslu." Valsstúlkur náðu með þessu að hefna fyrir tap gegn Fram fyrir tæpum tveimur vikum en það var fyrsta tap Vals í tæplega ár. „Ég vissi að við myndum aldrei tapa tveimur í röð, það hefur held ég aldrei gerst fyrir mig og það var ekki að fara að gerast hér í dag," sagði Hrafnhildur. Stella: Alltaf hrikalega gaman í höllinniMynd/Hag„Þetta er ömurlegt, við erum búnar að vinna bikarinn síðustu tvö ár og það er alltaf hrikalega gaman að fara í höllina," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Það er hrikalega sárt en við áttum þetta sennilega skilið, þetta gekk ekki í dag. Við vorum allt of lengi í gang en náðum ágætis kafla hérna rétt fyrir lokin. Það mátti litlu muna, við fáum hraðaupphlaup sem hefði minnkað þetta niður í eitt mark þegar tvær mínútur eru eftir, þá hefði leikurinn galopnast." „Við vorum hinsvegar að elta allann leikinn, það tekur á að elta svona gott lið. Við vorum alltaf að fá á okkur ódýr mörk, varnarleikurinn var ekki nógu góður og hlutirnir voru að detta fyrir þær.Við áttum mörg sláarskot og vorum óheppnar á köflum." „Við töpuðum þessu á fyrsta korterinu, við vorum á hælunum á fyrstu mínúturnar og við skorum fyrsta markið okkar þegar níu mínútur eru búnar," sagði Stella. Elísabet: Hrikalega fúltMynd/Hag„Þetta er auðvitað hrikalega fúlt, það ætla sér allir langt í bikarnum og það er gaman að koma í höllina. Núna verðum við bara að einbeita okkur að deildinni, við ætlum okkur að vinna einvígin við Val þar," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, leikmaður Fram eftir leikinn. „Þessi leikur spilaðist allt öðruvísi en leikurinn milli okkar um daginn, þá byrjuðum við á fullu gasi og keyrðum á þær en hérna í dag erum við lengi í gang og erum 10-3 undir áður en við vitum af því og það verður okkur að falli." „Við vorum allann tímann að puða og puða á meðan þær eru að fá auðvelta bolta. Þær komu með aðra vörn inn í leikinn frá síðasta leik og við lentum í smá veseni með hana. Það varð til þess að við vorum í veseni á meðan allt var að falla fyrir þær." „Þegar maður er kominn í svona slæma stöðu þá missir maður svo miklar orku, það tekur gríðarlega á að vinna upp svona forskot," sagði Elísabet.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira