Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 93-94 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2012 21:05 Quincy Hankins-Cole átti þrjár magnaðar troðslur í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum