Halldór komst ekki í úrslit - leitar að upptöku af "Humarstökkinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 08:06 Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan. Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan.
Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sjá meira
Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00
Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01