NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2012 09:00 Dwight Howard. Mynd/AP Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira
Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira