Íslenski boltinn

Ívar ætlar að flytja á Egilsstaði - gæti spilað með Hetti í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ívar Ingimarsson er hættur í atvinnumennsku eftir rúmlega tólf ára dvöl í Englandi en hann gerði starfslokasamning við Ipswich. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Ívar sé á heimleið og ætli að flytja á Egilsstaði.

Ívar er 34 ára gamall varnarmaður og er frá Austurlandi þrátt fyrir að hafa spilað með Val og ÍBV áður en hann fór út til Englands. Hann segir í viðtali við Morgunblaðið að það komi til greina að spila með Hetti í 1. deildinni.

„Við vorum fyrir löngu búin að ákveða það að þegar við myndum flytjast heim til Íslands þá myndum við setjast að á Egilsstöðum," sagði Ívar í viðtali við Morgunblaðið en hann segist hafa öllum tilboðum sem hann hefur fengið að undanförnu, bæði tilboðum frá Englandi og Íslandi.

„Kannski ræði ég við Eystein Hauksson um að fá að mæta á æfingu hjá Hetti eftir að ég er kominn á staðinn en ég hef ekkert ákveðið og geri það ekki strax," sagði Ívar í umræddu viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×