Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-71 | Snæfell vann Val Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. janúar 2012 21:00 Finnur Atli Magnússon skoraði tíu stig fyrir KR í kvöld. Mynd/Stefán Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Fyrir leikinn sátu liðin í fimmta og sjötta Iceland Express-deildar karla eftir tíu umferðir en þetta var síðasti leikurinn í elleftu umferð. Fyrstu mínútur leiksins voru spennandi en KR-ingar höfðu þó alltaf undirtökin. Þeir sigu þó fram úr og höfðu átta stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 24-16. Eitthvað virðist hafa dofnað yfir ÍR-ingum við það. Í öðrum leikhluta virtust þeir hálf áhugalausir og heimamenn nýttu sér það - settu í næsta gír og náðu 19-6 kafla snemma leikhlutans. Gestirnir virtust fá svör hafa og tók KR örugga 26 stiga forystu inn í leikhlé, 55-29. KR hélt góðum tökum á leiknum og keyrði algerlega yfir gestina í þriðja leikhluta. Aftur kom góður kafli þar sem heimamenn skoruðu 22 stigum gegn tíu frá ÍR-ingum og skilaði það öruggri 36 stiga forystu í lok þriðja leihluta, 83-47. ÍR náði að minnka muninn í fjórða leikhluta en komust aldrei nálægt því að ógna forystu KR sem vann að lokum öruggan sigur. KR náði að spila vel á breiddina sína og komust allir leikmenn liðsins á blað. Af þeim var Joshua Brown atkvæðamestur með 21 stig. Í liði ÍR skoraði Kristinn Jónasson flest stig eða 19 talsins. Þá hafði Snæfell betur gegn nýliðum Vals, 108-70, á heimavelli sínum í Stykkishólmi.Úrslit og stigaskor:KR – ÍR 112-71KR: Joshua Brown 21, Dejan Sencanski 15, Robert Ferguson 14, Martin Hermannsson 12, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Atli Magnússon 10, Björn Kristjánsson 9, Skarphéðinn Ingason 7, Emil Þór Jóhannsson 4, Jón Orrri Kristjánsson 4, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Fannar Helgason 3.ÍR: Kristinn Jónasson 19, Robert Jarvis 13, James Bartolotta 12, Nemanja Sovic 10, Hjalti Friðriksson 6, Eiríkur Önundarson 5, Húni Húnfjörð 4, Ellert Arnarson 2.Snæfell - Valur 108-70Snæfell: Quncy Hankins-Cole 24, Ólafur Torfason 16, Hafþór Ingi Gunnarsson 15, Marquis Hall 14, Jón Ólafur Jónsson 11, Pálmi Sigurgeirsson 10, Sveinn Davíðsson 9, Daníel Kazmi 6, Þorbergur Sæþórsson 3.Valur: Igor Tratnik 19, Garrison Johnson 14, Ragnar Gylfason 9, Benedikt Blöndal 8, Snorri Þorvaldsson 6, Austin Bracey 6, Birgir Pétursson 6, Kristinn Ólafsson 2. Hrafn: Hollt að vera undir pressu„Þetta var mjög sannfærandi í fyrri hálfleik og þriðja leikhluta," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þetta er að koma, hægt og rólega, og við erum að spila nægilega vel til að ná okkar markmiðum." „Við vorum ekki með jafnvægi í liðinu fyrir áramót og hafa nýju mennirnir verið að breyta því til batnaðar. Það er hins vegar ánægjulegt þegar allir leikmennirnir skila framlagi - líka þeir sem komu inn af bekknum. KR er klúbbur með háleit markmið og við þurfum að hafa þéttann hóp til að ná þeim. Það gæti einhver orðið fyrir alvarlegum meiðslum í næsta leik eða á næstu æfingu og þá er gott að vita af hinum. „Það er alltaf sú krafa í Vesturbænum að vinna alla leiki og er það bara hollt. Menn sofa þá ekki á verðinum og ekkert slíkt í okkar herbúðum þessa stundina." „ÍR er með gott sóknarlið og við vorum undir það búnir að þeir myndu setja á okkur nokkur skot í byrjun leiksins og jafnvel komast yfir. Við vorum hins vegar með hraðann, líkamlegt ástand og breiddina með okkur í liði. Sama hvað þeir skoruðu þá reyndum við að halda hraðanum uppi og svara fyrir okkur. Þeir brotnuðu við það," sagði Hrafn. Gunnar: Þurfum að tengja betur á vellinum„Við erum ekki að ná nógu vel saman inn á vellinum og þurfum við að finna okkur leið út úr því. Við erum þó ekki byrjaðir að örvænta enda nóg eftir og við ætlum okkur að finna lausn á vandamálinu," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við höfum verið að æfa vel og við þurfum að yfirfæra það sem við gerum á æfingum yfir á leikina. Leikmenn eru í flottu formi og við höfum æft mikið síðustu vikurnar. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og mun ég nýta tímann til að vinna í því." „Það er hálf lygilegt að við séum enn í sjötta sæti eftir leikinn hérna í dag en það er ekki gott að líma sig við árangur annarra liða. Ég er búinn að vera að reyna að berja inn í strákana að það sé stutt í næstu sæti en við þurfum að leysa úr vandamálum liðsins ef við ætlum okkur að komast í töflunni." „Ég batt vonir við að það myndi kvekja í mönnum að vera 20 stigum undir í hálfleik og að þeir myndu vilja sýna þjálfaranum sínum alvöru baráttuvilja. Sumir gerðu það en strákar sem hafa lítið fengið að spila sýndu að þeir eiga meira skilið. Ég tel hins vegar að það séu til fá lið í heiminum sem gætu unnið upp 40 stiga mun í fjórða leikhluta," sagði Gunnar. Martin: Forréttindi að spila í KR„Við vorum tilbúnir í þennan slag. Hrafn lagði upp með að stoppa þá með miklum hlaupum og er það sá bolti sem við viljum spila. Þetta var frábært í dag," sagði Martin Hermannsson, leikmaður KR eftir leikinn. „Nýju mennirnir eru búnir að koma flottir inn og eru hressir - annað en þeir sem voru hér áður. Þeir voru hálfpartinn fúlir en þessir hafa fallið vel inn í hópinn." „KR á heima í toppbaráttunni og við ætlum okkur langt í úrslitakeppninni. Það er alltaf pressa í KR og það eru í raun forréttindi að spila hérna. Ef þú ert að spila í KR-treyjunni þá verðurðu að leggja þig 110 prósent fram í öllum leikjum." „Hrafn vill spila hraðan bolta og við erum með góða breidd sem sást hér í dag. ÍR er með fullt af flottum leikmönnum en við unnum þá með 40 stigum. Við erum með einn sterkasta hóp Íslands að mínu mati og við verðum bara beittari núna á næstu vikum," sagði Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Áhuga- og skipulagsleysi ÍR varð liðinu að falli í leik þess gegn KR í DHL-höllinni í kvöld en leiknum lauk með stórsigri KR, 112-71. Fyrir leikinn sátu liðin í fimmta og sjötta Iceland Express-deildar karla eftir tíu umferðir en þetta var síðasti leikurinn í elleftu umferð. Fyrstu mínútur leiksins voru spennandi en KR-ingar höfðu þó alltaf undirtökin. Þeir sigu þó fram úr og höfðu átta stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 24-16. Eitthvað virðist hafa dofnað yfir ÍR-ingum við það. Í öðrum leikhluta virtust þeir hálf áhugalausir og heimamenn nýttu sér það - settu í næsta gír og náðu 19-6 kafla snemma leikhlutans. Gestirnir virtust fá svör hafa og tók KR örugga 26 stiga forystu inn í leikhlé, 55-29. KR hélt góðum tökum á leiknum og keyrði algerlega yfir gestina í þriðja leikhluta. Aftur kom góður kafli þar sem heimamenn skoruðu 22 stigum gegn tíu frá ÍR-ingum og skilaði það öruggri 36 stiga forystu í lok þriðja leihluta, 83-47. ÍR náði að minnka muninn í fjórða leikhluta en komust aldrei nálægt því að ógna forystu KR sem vann að lokum öruggan sigur. KR náði að spila vel á breiddina sína og komust allir leikmenn liðsins á blað. Af þeim var Joshua Brown atkvæðamestur með 21 stig. Í liði ÍR skoraði Kristinn Jónasson flest stig eða 19 talsins. Þá hafði Snæfell betur gegn nýliðum Vals, 108-70, á heimavelli sínum í Stykkishólmi.Úrslit og stigaskor:KR – ÍR 112-71KR: Joshua Brown 21, Dejan Sencanski 15, Robert Ferguson 14, Martin Hermannsson 12, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Atli Magnússon 10, Björn Kristjánsson 9, Skarphéðinn Ingason 7, Emil Þór Jóhannsson 4, Jón Orrri Kristjánsson 4, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Fannar Helgason 3.ÍR: Kristinn Jónasson 19, Robert Jarvis 13, James Bartolotta 12, Nemanja Sovic 10, Hjalti Friðriksson 6, Eiríkur Önundarson 5, Húni Húnfjörð 4, Ellert Arnarson 2.Snæfell - Valur 108-70Snæfell: Quncy Hankins-Cole 24, Ólafur Torfason 16, Hafþór Ingi Gunnarsson 15, Marquis Hall 14, Jón Ólafur Jónsson 11, Pálmi Sigurgeirsson 10, Sveinn Davíðsson 9, Daníel Kazmi 6, Þorbergur Sæþórsson 3.Valur: Igor Tratnik 19, Garrison Johnson 14, Ragnar Gylfason 9, Benedikt Blöndal 8, Snorri Þorvaldsson 6, Austin Bracey 6, Birgir Pétursson 6, Kristinn Ólafsson 2. Hrafn: Hollt að vera undir pressu„Þetta var mjög sannfærandi í fyrri hálfleik og þriðja leikhluta," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Þetta er að koma, hægt og rólega, og við erum að spila nægilega vel til að ná okkar markmiðum." „Við vorum ekki með jafnvægi í liðinu fyrir áramót og hafa nýju mennirnir verið að breyta því til batnaðar. Það er hins vegar ánægjulegt þegar allir leikmennirnir skila framlagi - líka þeir sem komu inn af bekknum. KR er klúbbur með háleit markmið og við þurfum að hafa þéttann hóp til að ná þeim. Það gæti einhver orðið fyrir alvarlegum meiðslum í næsta leik eða á næstu æfingu og þá er gott að vita af hinum. „Það er alltaf sú krafa í Vesturbænum að vinna alla leiki og er það bara hollt. Menn sofa þá ekki á verðinum og ekkert slíkt í okkar herbúðum þessa stundina." „ÍR er með gott sóknarlið og við vorum undir það búnir að þeir myndu setja á okkur nokkur skot í byrjun leiksins og jafnvel komast yfir. Við vorum hins vegar með hraðann, líkamlegt ástand og breiddina með okkur í liði. Sama hvað þeir skoruðu þá reyndum við að halda hraðanum uppi og svara fyrir okkur. Þeir brotnuðu við það," sagði Hrafn. Gunnar: Þurfum að tengja betur á vellinum„Við erum ekki að ná nógu vel saman inn á vellinum og þurfum við að finna okkur leið út úr því. Við erum þó ekki byrjaðir að örvænta enda nóg eftir og við ætlum okkur að finna lausn á vandamálinu," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Við höfum verið að æfa vel og við þurfum að yfirfæra það sem við gerum á æfingum yfir á leikina. Leikmenn eru í flottu formi og við höfum æft mikið síðustu vikurnar. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og mun ég nýta tímann til að vinna í því." „Það er hálf lygilegt að við séum enn í sjötta sæti eftir leikinn hérna í dag en það er ekki gott að líma sig við árangur annarra liða. Ég er búinn að vera að reyna að berja inn í strákana að það sé stutt í næstu sæti en við þurfum að leysa úr vandamálum liðsins ef við ætlum okkur að komast í töflunni." „Ég batt vonir við að það myndi kvekja í mönnum að vera 20 stigum undir í hálfleik og að þeir myndu vilja sýna þjálfaranum sínum alvöru baráttuvilja. Sumir gerðu það en strákar sem hafa lítið fengið að spila sýndu að þeir eiga meira skilið. Ég tel hins vegar að það séu til fá lið í heiminum sem gætu unnið upp 40 stiga mun í fjórða leikhluta," sagði Gunnar. Martin: Forréttindi að spila í KR„Við vorum tilbúnir í þennan slag. Hrafn lagði upp með að stoppa þá með miklum hlaupum og er það sá bolti sem við viljum spila. Þetta var frábært í dag," sagði Martin Hermannsson, leikmaður KR eftir leikinn. „Nýju mennirnir eru búnir að koma flottir inn og eru hressir - annað en þeir sem voru hér áður. Þeir voru hálfpartinn fúlir en þessir hafa fallið vel inn í hópinn." „KR á heima í toppbaráttunni og við ætlum okkur langt í úrslitakeppninni. Það er alltaf pressa í KR og það eru í raun forréttindi að spila hérna. Ef þú ert að spila í KR-treyjunni þá verðurðu að leggja þig 110 prósent fram í öllum leikjum." „Hrafn vill spila hraðan bolta og við erum með góða breidd sem sást hér í dag. ÍR er með fullt af flottum leikmönnum en við unnum þá með 40 stigum. Við erum með einn sterkasta hóp Íslands að mínu mati og við verðum bara beittari núna á næstu vikum," sagði Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira