Erlent

Konur mótmæla í Bretlandi vegna brjóstapúða

Mótmæli.
Mótmæli. Mynd / AP

Sextíu konur mótmæltu fyrir utan lýtalækningafyrirtækið, The Harley Medical Group, í Lundúnum í dag vegna þess að fyrirtækið neitar að skipta um brjóstapúða kvennanna.

Fyrirtækið græddi hina umdeildu PIP-brjóstapúða frá Frakklandi í fjórtán þúsund konur í Bretlandi, en neita nú að skipta púðunum út. Fyrirtækið segist ekki geta skipt um púða kvennanna, því þá fari það einfaldlega á hausinn.



Um 40 þúsund konur í Bretlandi eru með PIP púðana. Aðgerðin er gríðarlega dýr, líkt og hér, en þar kostar brjóstaaðgerð um þrjú þúsund pund. Sem er um hálf milljón króna.



Púðarnir hafa verið mjög umdeildir hér á landi einnig. Tugir kvenna hyggja á málsókn vegna púðanna. Þá tilkynnti velferðaráðherra á dögunum að ríkið myndi standa straum af kostnaðinum ef það þyrfti að skipta um púða vegna leka. Um fjögur hundruð konur eru með PIP brjóstapúða hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×